Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2025 08:01 Leikmenn Curacao kalla sig Bláu fjölskylduna en hér fagna þeir einum af sigrum sínum í undankeppni HM. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Karíbahafseyjan Curacao sló HM-met Íslands í vikunni og er nú orðin minnsta þjóð sögunnar til að komast á heimsmeistaramót karla í fótbolta. Íslendingar höfðu átt metið síðan þeir komust á HM í Rússlandi 2018. En var Curacao að tryggja sér sæti á HM eða ætti Ísland að krefjast þess að árangur þeirra verði stjörnumerktur? Það búa vissulega aðeins 150 þúsund manns á eyjunni en enginn þeirra er þó í landsliðinu sem tryggði Curacao sæti á HM. Sætið á lokamótinu á næsta ári var í höfn eftir markalaust jafntefli við Jamaíku á útivelli. Liðið er skipað Hollendingum með tengsl við þjóðina, flottir leikmenn en bara ekki nógu góðir til að fara með hollenska landsliðinu á stórmót. Hollendingurinn Dick Advocaat er síðan þjálfari Curaçao en var þó ekki viðstaddur leikinn af persónulegum ástæðum þar sem eiginkona hans glímir við veikindi. Þjálfarinn slær líka met Hann setur líka met með því að verða elsti þjálfari á heimsmeistaramóti, 78 ára gamall. Hann slær þar með met Otto Rehhagel sem var 71 árs þegar hann stýrði Grikklandi árið 2010. Curaçao, sem er um sextíu kílómetra frá strönd Venesúela, varð ekki sjálfstætt land innan Konungsríkisins Hollands fyrr en árið 2010, eftir upplausn Hollensku Antillaeyja. Fyrir tíu árum var liðið í 150. sæti á heimslista FIFA. Nú er það í 82. sæti á heimslistanum, átta sætum á eftir íslenska landsliðinu. View this post on Instagram A post shared by 1X1 FTBL (@1x1ftbl) Stærra HM 2026, þar sem 48 þjóðir keppa í stað 32, ásamt því að gestgjafarnir Kanada, Mexíkó og Bandaríkin komast sjálfkrafa áfram, hefur gefið Curacao mun betri möguleika á HM-sæti. Liðið verður fjórði nýliðinn á mótinu næsta sumar og bætist í hóp Grænhöfðaeyja, Úsbekistan og Jórdaníu. Stuðningsmenn Curacao eru kannski ekki mjög margir en þeir eru jafnan í miklu stuði.Getty/ GERRIT VAN COLOGNE Einn stærsti viðburður í sögu Curacao „Þetta er galið og yrði einn stærsti viðburður í sögu Curacao,“ sagði miðjumaðurinn Juninho Bacuna, fyrrverandi leikmaður Huddersfield, Rangers og Birmingham City, fyrir leikinn. Hann var einn af þeim sem fögnuðu mest þegar lokaflautið í leiknum gegn Jamaíku gall. Í samtali við BBC Radio 5 Live bætti hann við: „Þetta er ótrúlegt og stórkostlegt. Fyrir nokkrum árum hefði manni ekki einu sinni dottið þetta í hug. Að vera persónulega hluti af þessu og láta þennan draum rætast væri ótrúlegt,“ sagði Bacuna. Í tíu leikjum í undankeppninni hefur liðið unnið sjö og lauk keppni án taps. Ævintýri þeirra virtist í molum á fjórðu af fimm mínútum uppbótartíma á móti Jamaíku þegar varamaðurinn Jeremy Antonisse hjá Curacao virtist hafa brotið á Isaac Hayden og dómarinn frá El Salvador, Ivan Barton, benti strax á vítapunktinn. En myndbandsdómarar hvöttu dómarann fljótlega til að skoða atvikið á skjánum við hliðarlínuna og hann sneri ákvörðun sinni við, áhorfendum til mikillar gremju. Gleðin var hins vegar mikil hjá leikmönnum Curacao. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Frá janúar 2024 hefur Hollendingurinn Advocaat stýrt liðinu með frábærum árangri. Það hjálpaði líka mikið hversu góð tengsl hann hefur við Holland. Advocaat hefur þrisvar sinnum þjálfað landslið Hollands, auk þess að þjálfa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Suður-Kóreu, Belgíu, Rússland, Serbíu og Írak. Hann hjálpaði Hollandi að komast í fjórðungsúrslit HM 1994 og lið hans, Suður-Kórea, féll úr leik í riðlakeppninni 2006. Advocaat tók ekki við stjórnartaumunum hjá Curacao fyrr en greiðsludeila milli leikmanna og knattspyrnusambands landsins var leyst, og hann setti strax stefnuna á að komast á HM 2026. Góð yfirsýn yfir leikmannamengi Hollands Hann hafði fylgst með hollenskum fótbolta í langan tíma og hafði gríðargóða yfirsýn yfir leikmannamengi þjóðarinnar og hvaða góðu leikmenn ættu kannski aldrei möguleika á því að spila fyrir hollenska landsliðið á stórmóti. Þeir 24 leikmenn sem Dick Advocaat valdi fæddust allir í Konungsríkinu Hollandi en á evrópskri grund: Amsterdam, Groningen, Emmen, Haarlem, Rotterdam. „Það eru margir leikmenn sem dreymdi um að spila fyrir Holland einn daginn. Sumir eru nú þegar 23, 24 eða 25 ára og hugsa ekki lengur um landsliðið. Við ættum að gefa þeim tækifæri,“ sagði Advocaat í fyrsta leik sínum og vísaði þar til Riechedly Bazoer og Justin Kluivert. Töldu sig enn geta klæðst hollensku treyjunni „Í eitt og hálft ár var mikill þrýstingur á mér vegna nokkurra leikmanna sem töldu sig enn geta klæðst hollensku treyjunni, en sem betur fer hafa þeir valið Curaçao,“ sagði Advocaat ákveðinn. „Ég er stoltur. Ég á stóra fjölskyldu á Curacao og að fara á HM er gríðarleg upplifun. Það er ekki hægt að bera það saman við að spila með yngri landsliðunum. Ég hlakka mikið til þess sem koma skal,“ segir Armando Obispo (PSV), einn þeirra síðustu til að ganga til liðs við „Bláu bylgjuna“. „Allir vita að Dick Advocaat er stórt nafn, hann er frábær þjálfari og allir virða ákvarðanir hans og vinnubrögð,“ sagði Bacuna. „Nærvera hans er virkilega mikilvæg fyrir okkur sem lið og einnig fyrir landið, og áhrif hans hafa verið gríðarlega mikil. Við byrjuðum að vinna með honum í undankeppni Þjóðadeildarinnar og sáum vöxt í liðinu, bæði í vinnubrögðum og baráttu í leikjum,“ sagði Bacuna. Fékk að spila með eldri bróður sínum Auk þess að hafa hollenskan þjálfara er mikill meirihluti leikmanna í landsliðshópi Curaçao fæddur í Hollandi en hefur fjölskyldutengsl sem gera þeim kleift að spila fyrir landsliðið. Fyrir Bacuna var það einnig tækifæri til að spila landsleiki með eldri bróður sínum, Leandro, fyrirliða landsliðsins, og það var stór hvatning fyrir hann eftir að hafa leikið með U-21 landsliði Hollands. „Ég byrjaði að spila fyrir Curaçao árið 2019 og það var stór ákvörðun fyrir mig,“ sagði Juninho Bacuna. „Á þeim tíma var ég aðeins 21 árs og átti mörg ár fram undan til að sjá hverjir möguleikar mínir með hollenska landsliðinu væru. En ég tók snemma þá ákvörðun að spila fyrir Curaçao. Ein af ástæðunum var að ég gæti spilað í sama liði og bróðir minn og að fjölskyldan fengi að sjá okkur spila saman,“ sagði Bacuna. Ég fékk aldrei tækifæri „Hin ástæðan var sú að á þeim tíma voru möguleikar mínir á að spila fyrir hollenska landsliðið, raunhæft séð, ekki fyrir hendi. Ég sá marga leikmenn á mínum aldri spila fyrir hollenska landsliðið en ég fékk aldrei tækifæri til að vera kallaður í hópinn, svo valið var fljótt tekið að spila fyrir Curaçao.“ Það er líka staðan sem flestir liðsfélagar hans eru í. Þeir eru allir gjaldgengir í hollenska landsliðið en það er ekkert auðvelt að komast í eitt besta landslið Evrópu. Stórmót væri því afar fjarlægur draumur fyrir þá alla. Hvetur fleiri Hollendinga til að bætast í hópinn Bacuna telur þó að nýleg velgengni landsins í fótbolta myndi hvetja fleiri hollenska leikmenn til að spila fyrir liðið sem er þekkt sem Bláa fjölskyldan. Hann gekk í raun svo langt að biðla til hollenskra leikmanna að bætast í hópinn. „Við sjáum fleiri leikmenn sem eru enn ungir og gætu spilað fyrir Holland koma og spila fyrir Curaçao og gera liðið enn sterkara,“ bætti Bacuna við og þarna liggja ein af stærstu rökunum fyrir því að kannski væri réttast að stjörnumerkja þennan árangur. Leikmannamengi Curacao er miklu stærra en þessir 150 þúsund íbúar landsins gefa tilefni til. Þeir búa að því að sækja leikmenn til einnar sterkustu knattspyrnuþjóðar heims. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Fá fleiri sömu hugmynd? Íslensku leikmennirnir á HM í Rússlandi 2018 komu nær allir upp um unglingastarf íslenskra félaga og fóru í gegnum unglingalandslið Íslands. Margir fóru vissulega ungir í atvinnumennsku en þeir urðu að fótboltamönnum innan íslenskrar knattspyrnu. Á sama tíma á Curacao ekkert í því að búa til þessa fótboltamenn sem eru nú að koma þjóðinni á HM og taka metið af Íslendingum. Holland á allan heiður af að búa til þessa öflugu fótboltamenn frá grunni. Þeir ólust upp í Hollandi, byrjuðu að spila fótbolta hjá hollenskum félögum og þar lærðu þeir flest allt sem þeir kunna í boltanum. Þeir völdu hins vegar Curacao þegar draumurinn um sæti í hollenska landsliðinu var dáinn. Fyrir vikið upplifa þeir, og litla þjóðin í Karíbahafinu, ævintýrasumar á næsta ári. Hvort þetta gefi öðrum litlum þjóðum, með tengsl við risaþjóðir fótboltaheimsins, einhverjar hugmyndir, verður að koma í ljós. Það er afar erfitt að komast í landslið Frakklands sem dæmi og Frakkar eiga yfirráðasvæði út um allan heim. Hver veit nema að við sjáum fleiri smáþjóðir prófa sömu uppskrift. Það breytir ekki því að litla Ísland er ekki methafi og það eru ekki margar litlar þjóðir sem gætu tekið metið af Curacao. Ein af þeim er þó Færeyjar sem eru aðeins með einn þriðja af fólksfjölda Curacao. Hvort Færeyingar upplifi HM-drauminn einhvern tímann verður tíminn að leiða í ljós. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) HM 2026 í fótbolta Holland Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Sjá meira
Það búa vissulega aðeins 150 þúsund manns á eyjunni en enginn þeirra er þó í landsliðinu sem tryggði Curacao sæti á HM. Sætið á lokamótinu á næsta ári var í höfn eftir markalaust jafntefli við Jamaíku á útivelli. Liðið er skipað Hollendingum með tengsl við þjóðina, flottir leikmenn en bara ekki nógu góðir til að fara með hollenska landsliðinu á stórmót. Hollendingurinn Dick Advocaat er síðan þjálfari Curaçao en var þó ekki viðstaddur leikinn af persónulegum ástæðum þar sem eiginkona hans glímir við veikindi. Þjálfarinn slær líka met Hann setur líka met með því að verða elsti þjálfari á heimsmeistaramóti, 78 ára gamall. Hann slær þar með met Otto Rehhagel sem var 71 árs þegar hann stýrði Grikklandi árið 2010. Curaçao, sem er um sextíu kílómetra frá strönd Venesúela, varð ekki sjálfstætt land innan Konungsríkisins Hollands fyrr en árið 2010, eftir upplausn Hollensku Antillaeyja. Fyrir tíu árum var liðið í 150. sæti á heimslista FIFA. Nú er það í 82. sæti á heimslistanum, átta sætum á eftir íslenska landsliðinu. View this post on Instagram A post shared by 1X1 FTBL (@1x1ftbl) Stærra HM 2026, þar sem 48 þjóðir keppa í stað 32, ásamt því að gestgjafarnir Kanada, Mexíkó og Bandaríkin komast sjálfkrafa áfram, hefur gefið Curacao mun betri möguleika á HM-sæti. Liðið verður fjórði nýliðinn á mótinu næsta sumar og bætist í hóp Grænhöfðaeyja, Úsbekistan og Jórdaníu. Stuðningsmenn Curacao eru kannski ekki mjög margir en þeir eru jafnan í miklu stuði.Getty/ GERRIT VAN COLOGNE Einn stærsti viðburður í sögu Curacao „Þetta er galið og yrði einn stærsti viðburður í sögu Curacao,“ sagði miðjumaðurinn Juninho Bacuna, fyrrverandi leikmaður Huddersfield, Rangers og Birmingham City, fyrir leikinn. Hann var einn af þeim sem fögnuðu mest þegar lokaflautið í leiknum gegn Jamaíku gall. Í samtali við BBC Radio 5 Live bætti hann við: „Þetta er ótrúlegt og stórkostlegt. Fyrir nokkrum árum hefði manni ekki einu sinni dottið þetta í hug. Að vera persónulega hluti af þessu og láta þennan draum rætast væri ótrúlegt,“ sagði Bacuna. Í tíu leikjum í undankeppninni hefur liðið unnið sjö og lauk keppni án taps. Ævintýri þeirra virtist í molum á fjórðu af fimm mínútum uppbótartíma á móti Jamaíku þegar varamaðurinn Jeremy Antonisse hjá Curacao virtist hafa brotið á Isaac Hayden og dómarinn frá El Salvador, Ivan Barton, benti strax á vítapunktinn. En myndbandsdómarar hvöttu dómarann fljótlega til að skoða atvikið á skjánum við hliðarlínuna og hann sneri ákvörðun sinni við, áhorfendum til mikillar gremju. Gleðin var hins vegar mikil hjá leikmönnum Curacao. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Frá janúar 2024 hefur Hollendingurinn Advocaat stýrt liðinu með frábærum árangri. Það hjálpaði líka mikið hversu góð tengsl hann hefur við Holland. Advocaat hefur þrisvar sinnum þjálfað landslið Hollands, auk þess að þjálfa Sameinuðu arabísku furstadæmin, Suður-Kóreu, Belgíu, Rússland, Serbíu og Írak. Hann hjálpaði Hollandi að komast í fjórðungsúrslit HM 1994 og lið hans, Suður-Kórea, féll úr leik í riðlakeppninni 2006. Advocaat tók ekki við stjórnartaumunum hjá Curacao fyrr en greiðsludeila milli leikmanna og knattspyrnusambands landsins var leyst, og hann setti strax stefnuna á að komast á HM 2026. Góð yfirsýn yfir leikmannamengi Hollands Hann hafði fylgst með hollenskum fótbolta í langan tíma og hafði gríðargóða yfirsýn yfir leikmannamengi þjóðarinnar og hvaða góðu leikmenn ættu kannski aldrei möguleika á því að spila fyrir hollenska landsliðið á stórmóti. Þeir 24 leikmenn sem Dick Advocaat valdi fæddust allir í Konungsríkinu Hollandi en á evrópskri grund: Amsterdam, Groningen, Emmen, Haarlem, Rotterdam. „Það eru margir leikmenn sem dreymdi um að spila fyrir Holland einn daginn. Sumir eru nú þegar 23, 24 eða 25 ára og hugsa ekki lengur um landsliðið. Við ættum að gefa þeim tækifæri,“ sagði Advocaat í fyrsta leik sínum og vísaði þar til Riechedly Bazoer og Justin Kluivert. Töldu sig enn geta klæðst hollensku treyjunni „Í eitt og hálft ár var mikill þrýstingur á mér vegna nokkurra leikmanna sem töldu sig enn geta klæðst hollensku treyjunni, en sem betur fer hafa þeir valið Curaçao,“ sagði Advocaat ákveðinn. „Ég er stoltur. Ég á stóra fjölskyldu á Curacao og að fara á HM er gríðarleg upplifun. Það er ekki hægt að bera það saman við að spila með yngri landsliðunum. Ég hlakka mikið til þess sem koma skal,“ segir Armando Obispo (PSV), einn þeirra síðustu til að ganga til liðs við „Bláu bylgjuna“. „Allir vita að Dick Advocaat er stórt nafn, hann er frábær þjálfari og allir virða ákvarðanir hans og vinnubrögð,“ sagði Bacuna. „Nærvera hans er virkilega mikilvæg fyrir okkur sem lið og einnig fyrir landið, og áhrif hans hafa verið gríðarlega mikil. Við byrjuðum að vinna með honum í undankeppni Þjóðadeildarinnar og sáum vöxt í liðinu, bæði í vinnubrögðum og baráttu í leikjum,“ sagði Bacuna. Fékk að spila með eldri bróður sínum Auk þess að hafa hollenskan þjálfara er mikill meirihluti leikmanna í landsliðshópi Curaçao fæddur í Hollandi en hefur fjölskyldutengsl sem gera þeim kleift að spila fyrir landsliðið. Fyrir Bacuna var það einnig tækifæri til að spila landsleiki með eldri bróður sínum, Leandro, fyrirliða landsliðsins, og það var stór hvatning fyrir hann eftir að hafa leikið með U-21 landsliði Hollands. „Ég byrjaði að spila fyrir Curaçao árið 2019 og það var stór ákvörðun fyrir mig,“ sagði Juninho Bacuna. „Á þeim tíma var ég aðeins 21 árs og átti mörg ár fram undan til að sjá hverjir möguleikar mínir með hollenska landsliðinu væru. En ég tók snemma þá ákvörðun að spila fyrir Curaçao. Ein af ástæðunum var að ég gæti spilað í sama liði og bróðir minn og að fjölskyldan fengi að sjá okkur spila saman,“ sagði Bacuna. Ég fékk aldrei tækifæri „Hin ástæðan var sú að á þeim tíma voru möguleikar mínir á að spila fyrir hollenska landsliðið, raunhæft séð, ekki fyrir hendi. Ég sá marga leikmenn á mínum aldri spila fyrir hollenska landsliðið en ég fékk aldrei tækifæri til að vera kallaður í hópinn, svo valið var fljótt tekið að spila fyrir Curaçao.“ Það er líka staðan sem flestir liðsfélagar hans eru í. Þeir eru allir gjaldgengir í hollenska landsliðið en það er ekkert auðvelt að komast í eitt besta landslið Evrópu. Stórmót væri því afar fjarlægur draumur fyrir þá alla. Hvetur fleiri Hollendinga til að bætast í hópinn Bacuna telur þó að nýleg velgengni landsins í fótbolta myndi hvetja fleiri hollenska leikmenn til að spila fyrir liðið sem er þekkt sem Bláa fjölskyldan. Hann gekk í raun svo langt að biðla til hollenskra leikmanna að bætast í hópinn. „Við sjáum fleiri leikmenn sem eru enn ungir og gætu spilað fyrir Holland koma og spila fyrir Curaçao og gera liðið enn sterkara,“ bætti Bacuna við og þarna liggja ein af stærstu rökunum fyrir því að kannski væri réttast að stjörnumerkja þennan árangur. Leikmannamengi Curacao er miklu stærra en þessir 150 þúsund íbúar landsins gefa tilefni til. Þeir búa að því að sækja leikmenn til einnar sterkustu knattspyrnuþjóðar heims. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Fá fleiri sömu hugmynd? Íslensku leikmennirnir á HM í Rússlandi 2018 komu nær allir upp um unglingastarf íslenskra félaga og fóru í gegnum unglingalandslið Íslands. Margir fóru vissulega ungir í atvinnumennsku en þeir urðu að fótboltamönnum innan íslenskrar knattspyrnu. Á sama tíma á Curacao ekkert í því að búa til þessa fótboltamenn sem eru nú að koma þjóðinni á HM og taka metið af Íslendingum. Holland á allan heiður af að búa til þessa öflugu fótboltamenn frá grunni. Þeir ólust upp í Hollandi, byrjuðu að spila fótbolta hjá hollenskum félögum og þar lærðu þeir flest allt sem þeir kunna í boltanum. Þeir völdu hins vegar Curacao þegar draumurinn um sæti í hollenska landsliðinu var dáinn. Fyrir vikið upplifa þeir, og litla þjóðin í Karíbahafinu, ævintýrasumar á næsta ári. Hvort þetta gefi öðrum litlum þjóðum, með tengsl við risaþjóðir fótboltaheimsins, einhverjar hugmyndir, verður að koma í ljós. Það er afar erfitt að komast í landslið Frakklands sem dæmi og Frakkar eiga yfirráðasvæði út um allan heim. Hver veit nema að við sjáum fleiri smáþjóðir prófa sömu uppskrift. Það breytir ekki því að litla Ísland er ekki methafi og það eru ekki margar litlar þjóðir sem gætu tekið metið af Curacao. Ein af þeim er þó Færeyjar sem eru aðeins með einn þriðja af fólksfjölda Curacao. Hvort Færeyingar upplifi HM-drauminn einhvern tímann verður tíminn að leiða í ljós. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
HM 2026 í fótbolta Holland Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Sjá meira