Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2025 17:26 Finnbjörn Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Arnar Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Launaskrið á vinnumarkaði ekki á ábyrgð launafólks Í tilkynningu miðstjórnar ASÍ segir enn fremur að samkvæmt spá Seðlabankans muni hægja verulega á hagvexti á þessu ári og hinu næsta. „Þar dregur bæði úr útflutningi stóriðju og sjávarafurða. Jafnframt er búist við auknu atvinnuleysi á næstu misserum. Á sama tíma væntir bankinn þess að einkaneysla vaxi nokkuð. Nýlegar tölur um kortaveltu eru til marks um að hluti þjóðarinnar sé í góðu skjóli hárra vaxta og geti haldið uppi mikilli neyslu á meðan byrðar peningastefnunnar eru bornar af skuldsettum heimilum og ungu fólki. Verkalýðshreyfingin bendir á að umsamdar launahækkanir kjarasamninga tryggðu launafólki hóflegar launahækkanir sem studdu við verðbólgumarkmið Seðlabankans og áhyggjur Seðlabankans af launaskriði á vinnumarkaði eru ekki á ábyrgð almenns launafólks,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir miðstjórn á að þó svo að megindrifkraftur verðbólgu um þessar mundir sé enn hækkanir á leiguverði sem rekja megi til framboðsskorts og úrræðaleysis stjórnvalda á húsnæðismarkaði. Við hátt vaxtastig og stíf lánþegaskilyrði sé fyrirséð að áfram muni spenna ríkja á leigumarkaði og ýta undir aukinn ójöfnuð milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki. „Óþolandi er að launafólk, ungt fólk og einstaklingar á leigumarkaði beri þyngstu byrðarnar af hagstjórnarmistökum og óstjórn í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningu miðstjórnar. Þar er bent á að hægt hafi á hjöðnun verðbólgunnar og að hún skýrist nú í auknum mæli af hækkunum á matvælaverði. Miðstjórn kallar eftir að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð og standi við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í mars 2024. Miðstjórn segir óboðlegt að stórir aðilar í heildsölu, smásölu og eldsneytissölu gangi gegn markmiðum kjarasamninga og auki arðsemi í krafti fákeppni. „Miðstjórn ASÍ minnir á að langtímakjarasamningar voru undirritaðir í fyrra með það meginmarkmið að stuðla að lækkun vaxta og minni verðbólgu. Í því fólst skuldbinding um að atvinnulífið héldi aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Við þetta hefur ekki verið staðið og engin sátt mun ríkja á vinnumarkaði ef fyrirtæki og opinberir aðilar skorast undan þessari ábyrgð sinni,“ segir að lokum í tilkynningunni. Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig. Helstu greiningaraðilar höfðu spáð því að nefndin myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Launaskrið á vinnumarkaði ekki á ábyrgð launafólks Í tilkynningu miðstjórnar ASÍ segir enn fremur að samkvæmt spá Seðlabankans muni hægja verulega á hagvexti á þessu ári og hinu næsta. „Þar dregur bæði úr útflutningi stóriðju og sjávarafurða. Jafnframt er búist við auknu atvinnuleysi á næstu misserum. Á sama tíma væntir bankinn þess að einkaneysla vaxi nokkuð. Nýlegar tölur um kortaveltu eru til marks um að hluti þjóðarinnar sé í góðu skjóli hárra vaxta og geti haldið uppi mikilli neyslu á meðan byrðar peningastefnunnar eru bornar af skuldsettum heimilum og ungu fólki. Verkalýðshreyfingin bendir á að umsamdar launahækkanir kjarasamninga tryggðu launafólki hóflegar launahækkanir sem studdu við verðbólgumarkmið Seðlabankans og áhyggjur Seðlabankans af launaskriði á vinnumarkaði eru ekki á ábyrgð almenns launafólks,“ segir í tilkynningunni. Þá bendir miðstjórn á að þó svo að megindrifkraftur verðbólgu um þessar mundir sé enn hækkanir á leiguverði sem rekja megi til framboðsskorts og úrræðaleysis stjórnvalda á húsnæðismarkaði. Við hátt vaxtastig og stíf lánþegaskilyrði sé fyrirséð að áfram muni spenna ríkja á leigumarkaði og ýta undir aukinn ójöfnuð milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki. „Óþolandi er að launafólk, ungt fólk og einstaklingar á leigumarkaði beri þyngstu byrðarnar af hagstjórnarmistökum og óstjórn í húsnæðismálum,“ segir í tilkynningu miðstjórnar. Þar er bent á að hægt hafi á hjöðnun verðbólgunnar og að hún skýrist nú í auknum mæli af hækkunum á matvælaverði. Miðstjórn kallar eftir að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð og standi við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru í mars 2024. Miðstjórn segir óboðlegt að stórir aðilar í heildsölu, smásölu og eldsneytissölu gangi gegn markmiðum kjarasamninga og auki arðsemi í krafti fákeppni. „Miðstjórn ASÍ minnir á að langtímakjarasamningar voru undirritaðir í fyrra með það meginmarkmið að stuðla að lækkun vaxta og minni verðbólgu. Í því fólst skuldbinding um að atvinnulífið héldi aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum. Við þetta hefur ekki verið staðið og engin sátt mun ríkja á vinnumarkaði ef fyrirtæki og opinberir aðilar skorast undan þessari ábyrgð sinni,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Verðlag Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira