Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar 18. nóvember 2025 14:00 Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Rekstur hins opinbera Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Næstu mánaðamót eftir að opinber starfsmaður nær sjötugsaldri er hann talinn einskis nýtur. Honum er fleygt út eins og gömlum skrjóði á leið til förgunar. Gildir þá einu hvort viðkomandi hafi löngun til að starfa áfram, hafi færni til að sinna starfinu og búi að vel metinni reynslu og þekkingu. Þessi lögbundnu starfslok opinberra starfsmanna við sjötugt eru auðvitað hrein tímaskekkja. Rökin áttu á sínum tíma rætur í allt öðrum heimi þar sem fólk var útslitið og lúið af erfiði dagsins þegar komið var fram undir sjötugt, búið að vinna sér til óbóta um aldur fram. Að viðhalda árum saman þeirri reglu að líta á sjötíu ára afmælisdag opinberra starfsmanna sem eðlilega lokastöð starfsævinnar er skólabókardæmi um íslenska þvermóðsku. Það mætti jafnvel ganga lengra og segja það vera einhliða valdbeitingu. Engum blöðum er um það að fletta að þegar reglurnar tóku gildi fyrir áratugum voru lífslíkur styttri og heilsufar almennt lakara. En mergurinn málsins er samt þessi: brottrekstur vegna kennitölu getur haft bein neikvæð áhrif á líf og heilsu fólks þótt það sé sjaldan rætt. Í sumum tilvikum er þessari breytingu best lýst sem áfalli. Þegar einstaklingur er sendur heim gegn vilja sínum, án þess að líkamleg eða vitsmunaleg geta hafi dvínað, verður breyting á verulegan hluta daglegs lífs: félagslegum tengslum, hlutverki, ábyrgð og andlegri örvun. Ég ímynda mér að þetta séu allt þættir sem rannsóknir á öldrun sýni að séu meðal þeirra mikilvægustu til að draga úr hröðun ellinnar. Það kann að þykja langt seilst að segja að afleiðingar títtnefndrar reglu kunni að leiða til aukinnar fjárhagslegrar byrði á samfélaginu borið saman við að gefa fólki kost á því að vinna lengur. Iðjuleysi getur flýtt verulega fyrir elliglöpum. Heilinn þarf áskoranir til að viðhalda vitsmunalegri getu, takast á við aðrar og meiri áskoranir en þær að róa fram í gráðið, leggja kapal og telja strætisvagnana sem framhjá fara. Kyrrseta og fábreytni eru ekki góðir leikfélagar. Jafnvel þótt elliglöp komi ekki fram alveg strax hjá þeim sem hefur glatað starfi sínu vegna kennitölunnar er deginum ljósara að forsendurnar fyrir þeim vanda sem heilbrigðisyfirvöld vilja afstýra eru fyrir hendi: hröðun ellinnar, aukin hætta á kvíða og þunglyndi og vitræn skerðing. Heilsutap, með öðrum orðum. Enn eitt: það er óskynsamlegt út frá hagsmunum ríkisins sjálfs að senda reynslumikla starfsmenn heim um leið og þeir verða sjötugir. Sérfræðiþekking, innsæi og áratugalöng starfsreynsla er ekki endurnýjuð á fáeinum dögum eða vikum. Að frábiðja sér starfskrafta einstaklings vegna fæðingarárs er fásinna, en líka óhagkvæmt og ósanngjarnt. Það er löngu tímabært að endurskoða þessa reglu. Opinberir starfsmenn eiga að geta valið sjálfir hvenær þeir hætta, líkt og þúsundir Íslendinga á almennum vinnumarkaði. Þvinguð starfslok eiga ekki heima í samfélagi sem á að byggja á jafnrétti, mannhelgi og virðingu fyrir einstaklingnum. Það sem skiptir máli er hvað hann hefur fram að færa, ekki tölustafur í kennitölu. Höfundur er fyrrverandi opinber starfsmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun