Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2025 10:54 Elkem Ísland rekur kísilver á Grundartanga. Vísir/Vilhelm Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu tillögu um verndartolla á innflutt járnblendi á fundi í morgun. Framkvæmdastjórnin segist ætla að eiga í reglulegu samráði við íslensk og norsk stjórnvöld um aðgerðirnar. Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. Bæði ríki eiga í efnahagsbandalagi við Evrópusambandið með EES-samningnum. Aðgerðunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar segir ennfremur að þó að Ísland og Noregur séu ekki undanþegin aðgerðunum séu þær sérstaklega hannaðar til þess að hafa lágmarksáhrif á virðiskeðjur í Evrópu. Noregur og Ísland framleiðan stóran hluta járnblendis í Evrópu. „Framkvæmdastjórnin mun eiga í samráði við Noreg og Ísland á þriggja mánaða fresti og mun fara vandalega ofan í kjölinn á áhrifum aðgerðanna,“ segir í tilkynningunni. Tollarnir eiga að gilda í þrjú ár og eiga að draga úr innflutningi á járnblendi, þar á meðal kísilmálmi, um fjórðung borið saman við meðaltal áranna 2022 til 2024. Framkvæmdastjórnin lagði verndarráðstafanirnar til í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að innflutt járnblendi ógnaði framleiðslu innan álfunnar. Ástæðan væri meðal annars innflutningshömlur sem hefðu verið settar á annars staðar og almennar tollahækkanir í heiminum. Innflutningur á járnblendi hafi þannig aukist um sautján prósent frá 2019 til 2024 og markaðshlutdeild evrópskra framleiðenda dregist saman um 24 til 38 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Tengdar fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Bæði íslensk og norsk stjórnvöld lögðu fast að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að veita þeim undanþágu frá tollunum en án árangurs. Bæði ríki eiga í efnahagsbandalagi við Evrópusambandið með EES-samningnum. Aðgerðunum er lýst sem „mikilvægu skrefi“ til að vernda evrópskan járnblendiiðnað í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þar segir ennfremur að þó að Ísland og Noregur séu ekki undanþegin aðgerðunum séu þær sérstaklega hannaðar til þess að hafa lágmarksáhrif á virðiskeðjur í Evrópu. Noregur og Ísland framleiðan stóran hluta járnblendis í Evrópu. „Framkvæmdastjórnin mun eiga í samráði við Noreg og Ísland á þriggja mánaða fresti og mun fara vandalega ofan í kjölinn á áhrifum aðgerðanna,“ segir í tilkynningunni. Tollarnir eiga að gilda í þrjú ár og eiga að draga úr innflutningi á járnblendi, þar á meðal kísilmálmi, um fjórðung borið saman við meðaltal áranna 2022 til 2024. Framkvæmdastjórnin lagði verndarráðstafanirnar til í kjölfar rannsóknar sem leiddi í ljós að innflutt járnblendi ógnaði framleiðslu innan álfunnar. Ástæðan væri meðal annars innflutningshömlur sem hefðu verið settar á annars staðar og almennar tollahækkanir í heiminum. Innflutningur á járnblendi hafi þannig aukist um sautján prósent frá 2019 til 2024 og markaðshlutdeild evrópskra framleiðenda dregist saman um 24 til 38 prósent. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Stóriðja Utanríkismál Tengdar fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01 Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Sjá meira
Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Samtök iðnaðarins segja óásættanlegt að íslenskir kísilframleiðendur þurfi að fylgja íþyngjandi regluverki Evrópusambandsins en loka eigi á aðgang þeirra að Evrópumarkaði. Verði af verndarráðstöfunum þurfi íslensk stjórnvöld að íhuga framtíð EES-samningsins 17. nóvember 2025 23:01
Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Of snemmt er að segja til um hversu þungt höggið verður fyrir verksmiðju Elkem á Grundartanga samþykki ríki ESB tillögu framkvæmdastjórnarinnar um verndarráðstafanir. Sérfræðingur í Evrópurétti segir skýrt í regluverki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að ef tollabandalög grípa til verndarráðstafana þá gildi þær um alla sem standa utan bandalagsins, ekki bara suma. 13. nóvember 2025 13:26
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37