Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 17. nóvember 2025 14:03 Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það er heitt og svitinn perlar á andlitum. Á hliðarviðburði keppast fjárfestar við að segjast vera jákvæðir. Tala um að fjármagnið muni leita í rétta átt þegar það verður ódýrara að byggja sólarsellur og þegar tryggingarfyrirtæki hætta að tryggja starfsemi sem er skaðleg umhverfinu. Það þarf bara að tryggja efnahagslegan stöðugleika og fjármagna verkefnin. Þó ég efist ekki um góðan vilja hjá þeim sem segjast vera bjartsýnir í dag tel ég ákveðna firringu felast í því að tala um bjartsýni á tímum þar sem æ fleiri fellibylir, skriður, þurrkar, ofsadembur og fleiri náttúruleg vandamál skella á, á meðan okkur gengur afskaplega illa að draga úr losun og bakslag má finna í málaflokknum. Frumbyggjar skógarins réðust á inngang ráðstefnusvæðisins með skilti sem á stendur: skógurinn okkar er ekki til sölu. Þegar horft er til hlaðvarpsins góða, Reiði og bjartsýni (outrage and optimism) sem er opinbert COP30 hlaðvarp og kemur út á hverjum degi, þá er tilfinnanlega meiri reiði hér en bjartsýni í hjörtum margra. Því þótt að Parísarsamningurinn hafi án efa skilað miklum árangri, þá hefur hann ekki náð markmiðum sínum. Nú segja vísindamenn potsdam stofnunarinnar að binda verði 10 milljarða tonna af CO2 árlega ásamt því að draga miklu-miklu hraðar úr losun með miklum afleiðingum á fólk og efnahag til þess að hitastigshækkunin verði á bilinu 1,6-1,8°C. Stofnunin segir að áhrifin á daglegt líf fólks yrðu mikil en það væri samt ódýrara en að gera það ekki þar sem afleiðingar 2,4 gráðu hlýnunnar, sem við stefnum í nú, séu að mörgu leyti óafturkræfar og dýrari því farið verði yfir marga vendipunkta. Til dæmis fyrir kóralrif. Líklegt er að við séum með síðustu kynslóðum sem fá að vera til á sama tíma og kóralrif á jörðinni. Hversu sorglegt er það? Það er ekki nóg að kaupa og selja kolefniseiningar, bíða eftir að tækninýjungar verði innleiddar, og halda að við komumst upp með alla þá neyslu og lúxus og endalausan vöxt. Ástandið kallar á stórar og alvarlegar aðgerðir, sem hljóma samt sem áður svo fjarri raunveruleikanum miðað við það hvernig samfélagið er að bregðast við. Reiði, ekki uppgjöf Er þá ekki best að gefast bara upp? Þetta er eitthvað sem er líklegt að þið séuð að hugsa nú ásamt: til hvers að fljúga alla þessa leið (með tilheyrandi kolefnislosun) ef það skiptir hvort sem er engu? Það er mjög réttmætt að spyrja þessa spurninga. Hvert er hlutverk mitt í stóra samhenginu og hef ég eitthvað erindi hingað? Þetta ættu í raun allir sem mæta á ráðstefnuna að spyrja sig. Þetta er núna annað loftslags-COPið sem ég fer á og mér hefur þótt mikilvægt að geta sagt frá því sem er að gerast á meðan enginn fjölmiðill frá Íslandi sendir fulltrúa á ráðstefnuna. Ég tel einnig að mikilvægt sé að öll sem frá Íslandi fara, sanki að sér fróðleik um hvað aðrir eru að gera sem virkar og finna alvarleikann beint í æð. Þetta kemur allavega til með að gagnast í mínu aðhaldshlutverki. Ég hef lært margt eins og það hvernig markaðir með kolefniseiningar milli ríkja virka, hvar óvissan liggur og hvað önnur lönd, sem einnig eru ekki að ná markmiðum sínum eru að gera. Bæði sem hægt er að hafa eftir og annað sem ber að forðast. Ég hef sömuleiðis fengið kynningu frá Panama á því hvernig þau tvinna saman öllum umhverfismálum í eina náttúrustefnu eða náttúrusáttmála. Þannig tvinna þau saman loftslagsmál, mengunarmál, líffræðilega fjölbreytni, eyðimerkurmyndun, málefni fartegunda og eflaust fleiri mál sem öll hafa sérstaka samninga, inn í eina stefnu. Dæmi eins og þetta fyllir mig miklum innblæstri svo ég held áfram að nota reiðina til gagns. Því það að vera reiður er ekki það sama og svartsýni. Umhverfisráðherra Brasilíu, Marina Silva, komst mjög vel að orði í áðurnefndu hlaðvarpi. „Ég er hvorki svartsýn, né bjartsýn. Ég er þrautseig.“ Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar