Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Islam Makhachev fagnar sigrinum í Madison Square Garden með beltin sín tvö. Getty/Cooper Neill Islam Makhachev fagnaði sigri á UFC 322-bardagakvöldinu í New York um helgina og fólk í bardagaheiminum kepptist við að lofsyngja nýja heimsmeistarann í eltivigtinni. Einn var þó á allt öðru máli. Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn. MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sjá meira
Draumur Makhachev um að verða tvöfaldur meistari rættist á laugardagskvöldið þegar hann yfirbugaði Jack Della Maddalena í fimm lotum og tryggði sér veltivigtartitilinn í Madison Square Garden í New York. Allir þrír dómararnir skoruðu bardagann 50-45 fyrir Makhachev. View this post on Instagram A post shared by ESPN MMA (@espnmma) Makhachev (28 sigrar og 1 tap á ferlinum) jafnaði um leið UFC-met Anderson Silva með sínum sextánda sigri í röð og bætti við ótrúlega sigurgöngu sem hefur staðið yfir í áratug. „Þetta er draumurinn,“ sagði Makhachev. „Allt mitt líf hef ég barist fyrir þessu. Ég hef lagt hart að mér fyrir þessa stund,“ sagði Makhachev. Makhachev varð aðeins ellefti bardagakappinn í sögu UFC til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum. Í sínum gamalkunna stíl lét Makhachev þetta líta út fyrir að vera auðvelt en hann hitti 140 höggum gegn aðeins 30 frá Della Maddalena. Samt virtist frammistaðan ekki heilla UFC-léttvigtarmeistarann Ilia Topuria, sem afsalaði sér fjaðurvigtartitli sínum fyrr á þessu ári til að reyna að fá ofurbardaga við Makhachev sem ekki varð að veruleika. Topuria fór inn á samfélagsmiðla til þess að tjá óánægju sína og mögulega kynda undir framtíðarbardaga þeirra tveggja. Færslu hans má sjá hér fyrirneðan. Jack needs an entire camp dedicated just to wrestling. What a disappointment of a champion. You should go to Georgia to learn something.Islam, you need something you can’t train: emotion. You’re the most boring thing in this game. Every day I’m more certain I put you to sleep.— Ilia Topuria (@Topuriailia) November 16, 2025 „Jack þarf að skipuleggja heilar æfingabúðir sem eru eingöngu tileinkaðar glímu. Þvílíkur vonbrigðameistari. Þú ættir að fara til Georgíu til að læra eitthvað. Islam, þig vantar eitthvað sem þú getur ekki æft: tilfinningar. Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt. Með hverjum deginum verð ég vissari um að ég svæfi þig,“ skrifaði Ilia Topuria. Makhachev gegn Topuria er enn einn stærsti mögulegi bardagi sem völ er á í íþróttinni í dag. Þessi færsla gerir ekkert nema gott fyrir slíka framtíðarsýn.
MMA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sjá meira