„Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 19:50 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, var svekktur að leik loknum. EPA/Piotr Nowak Draumur Íslands um að komast á HM í fótbolta 2026 er úti. Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í kvöld og var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, að vonum svekktur eftir leik. „Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu tapi. Íþróttir geta veitt manni mjög mikla hamingju en geta líka rifið úr manni hjartað og traðkað á því í leiðinni og hent því í ruslið. Þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap í Varsjá. Íslandi hefði dugað jafntefli til þess að komast í HM-umspilið en markalaust var alveg þangað til á 83. mínútu þegar Úkraína komst yfir. „Strákarnir stóðu sig virkilega vel að mínu mati. Það lá aðeins á okkur í seinni hálfleik en fyrri hálfleikur var flottur. Svo munar herslumuninn kannski, Gulli að skora en frábær markvarsla hjá þeim. Á tímabili fannst mér spurning hver var að fara skora. Þeir skora svo og það var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við erum búnir að vera sterkir í þessari undankeppni í föstum leikatriðum.“ Mikið að eða lítið? „Þetta er auðvitað bara svekkjandi. Við brugðumst okkar markmiði. Að mistakast er stundum ekkert skelfilegt ef þú lærir af því. Alheimurinn er að segja þér eitthvað, það er eitthvað að, það er spurning hvort það sé mikið að eða lítið. Að mínu mati er það ekki mikið en það er eitthvað að vegna þess að okkur tókst ekki ætlunarverkið.“ Sóknarlega tókst íslenska liðinu lítið. Ísland fékk töluvert af hornspyrnum en náði ekki að nýta sér föstu leikatriðin. „Það sem svíður kannski mest er að við náum ekki að nýta einu einustu skyndisókn, en við fengum þó nokkur föst leikatriði. Við hefðum mátt gera betur og nýta skyndisóknirnar meira. Þeir voru farnir að missa hausinn og voru örvæntingarfullir og það voru miklar tilfinningar í þessu hjá þeim.“ „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma eins og þetta á að gera. Klefinn er hljóður núna og þannig eiga klefar að vera eftir svona leik.“ Grátlegt tap niðurstaðan í kvöld en liðið er ungt og gæti þurft meiri tíma. „Okkur mistókst okkar áætlunarverk og þú getur annaðhvort lokað augunum fyrir því og haldið að þú sért fullkominn, og að þetta hafi verið bölvuð óheppni. Þetta var það ekki, þegar þér mistekst eitthvað þá er eitthvað að. Þú þarft að vera gríðarlega heimskur maður ef þú fattar það ekki. Við þurfum að greina þetta vel og sjá hversu mikið eða lítið er að.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum