Körfubolti

Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap

Árni Jóhannsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson lætur vaða.
Jón Axel Guðmundsson lætur vaða. Vísir/Hulda Margrét

Jón Axel Guðmundsson spilaði 20mínútur fyrir San Pablo Burgos og komst vel frá sínu. Hann gat þó ekki hjálpað sínum mönnum til þess að vinna leikinn en liðið tapaði fyrir MB Andorra 86-93 á heimavelli í ACB deildinni á Spáni.

Jafnræði var með liðunum fyrstu þrjá leikhlutana en Andorra menn sigldu fram úr í fjórða leikhluta og komu sigrinum í höfn. Lokafjórðunginn unnu þeir 16-23 og þar með sigrinum.

Jón Axel spilaði ögn minna en hann gerir venjulega en skoraði 11 stig og gaf fjórar stoðsendingar. Hann skorar að meðaltali sjö stig í leik og því flottur leikur hjá Jón.

Burgos er í næst neðsta sæti ACB deildarinnar á Spáni þegar liðið er búið að spila sex leiki en liðið er í miðri taphrinu. Burgos vann fyrsta leikinn á tímabilinu en næstu fimm leikir hafa verið tapleikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×