Handbolti

Tumi Rúnars­son með fjögur mörk í sigri

Árni Jóhannsson skrifar
Tumi Steinn Rúnarsson fær aukna ábyrgð í vetur.
Tumi Steinn Rúnarsson fær aukna ábyrgð í vetur. vísir/daníel

Tumi Steinn Rúnarsson og Hannes Jón Jónsson halda áfram að gera það gott með Alpla HC Hard í austurríska handboltanum. Nú fyrir skömmu var leik þeirr við Linz að ljúka þar sem Hard bar sigurorð úr býtum 33-37 á útivell.

Hard, sem eru ríkjandi deildarmeistarar og lentu í öðru sæti í lokaúrslitum austurrísku deildarinnar, byrjuðu leikinn betur og voru með forskot allan leikinn. Staðan í hálfleik 11-18 Hard í vil.

Yfirburðirnir héldu áfram þangað til í lok leiks þegar Hard menn slökuðu aðeins á klónni. Leikurinn endaði að lokum með fjögurra marka sigri gestanna 33-37.

Tumi Steinn Kom mikið við sögu en hann skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu í sigrinum. Þá kom Tryggvi Garðar Jónsson inn á en eina tölfræði framlag hans var tveggja mínútna brottvísun.

Hard eru í öðru sæti deildarinnar að leik loknum en þeir hoppuðu yfir Linz með sigrinum. Bæði lið þó með 11 stig eftir níu umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×