Handbolti

Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna

Árni Jóhannsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði eins og hún gat í Spáni í dag.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði eins og hún gat í Spáni í dag. Haukar

Haukar sóttu Málaga frá Spáni heim í dag í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars kvenna. Málaga hafði unnið fyrri leikinn sannfærandi og sama var upp á tengingnum í dag. Lokastaðan 27-19 fyrir Málaga sem heldur áfram keppni.

Fyrri leiknum hafði lokið 36-18 fyrir þær spænsku og því við ramman reip að draga fyrir Hauka. Málaga byrjaði betur og kom sér upp fimm marka forskoti en Haukastelpur neituðu að leggja árar í bát og minnkuðu muninn fyrir hálfleik í 14-12.

Haukar héldu í við heimakonur í upphafi seinni hálfleiks en svo var skellt í lás og Málaga keyrði framúr. Munurinn jókst jafnt og þétt og endaði leikurinn með átta marka tapi Hauka sem hafa því lokið leik í Evrópubikarnum. Einvígið endaði 63-37 fyrir Málaga.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst allra á vellinum en hún skoraði sjö mörk. Sara Sif Helgadóttir varði níu mörk en það dugði ekki til í þetta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×