Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Eiður Þór Árnason skrifar 13. nóvember 2025 20:04 Slysið átti sér stað í rennibraut við kastala í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Vísir/vilhelm Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni eða tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfestir fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“ Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Konan tókst á loft þegar hún fór niður rennibrautina í desember 2019 og þótti sannað að hún hefði orðið fyrir varanlegu líkamstjóni þegar hún lenti harkalega. Landsréttur taldi ekki sýnt fram á að rennibrautin, eða leiktækið sem hún var hluti af, hefði haft sérstaka hættueiginleika eða að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hefðu sýnt af sér saknæmt aðgæslu- eða eftirlitsleysi sem hefði verið orsök tjónsins. Því voru Reykjavíkurborg og VÍS, tryggingafélag hennar, sýknuð af skaðabótakröfu líkt og í héraðsdómi árið 2024. Farið of hratt Konan slasaðist þann 28. desember 2019 þegar hún var í garðinum ásamt barnsföður sínum og dóttur. Voru þau að hennar sögn við leik við leikkastala með rennibraut í norðvesturhluta garðsins þegar dóttir hennar vildi prófa þar rennibraut. Fylgdi hún dótturinni upp í leiktækið og ákvað að renna sér niður til að taka á móti dóttur sinni. Rennibrautinni er lýst þannig í stefnu konunnar að efst sé hún brött, síðan aflíðandi, svo brött aftur og svo aftur aflíðandi rétt áður en hún endi. Þá segir að rennibrautin hafi verið mjög blaut þegar slysið varð. Konan hafi því runnið mun hraðar en hún hafi ætlað sér og tekist á loft við miðhluta rennibrautarinnar og skollið harkalega niður þegar hún lenti á neðsta hluta hennar. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi eftir slysið.Vísir/Vilhelm Konan hafi í kjölfarið verið flutt á bráðamóttöku þar sem í ljós kom að hún hafði hlotið samfallsbrot á brjóshryggjarbol. Hlaut hún varanlegt líkamstjón vegna slyssins samkvæmt matsgerð bæklunarskurðlæknis. Konan taldi að slysið mætti rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi starfsmanna Reykjavíkurborgar, þar sem merkingar hafi meðal annars verið í ólagi og þeir ekki sýnt af sér þá aðgæslu sem tilhlýðileg hafi verið. Byggði hún meðal annars á því að Reykjavíkurborg ætti að vita að foreldrar fylgi stundum börnum sínum í leiktæki og fullyrði að engin skilti hafi verið á staðnum sem gáfu til kynna að rennibrautin væri einungis ætluð börnum. Bleytan sést illa Konan sagði að rignt hafi nokkru fyrir slysið og rigningardropar, sem sést hafi illa, hafi gert rennibrautina sleipari og hættulegri með tilheyrandi slysahættu. Telur hún að starfsmenn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafi átt að sjá hættuna fyrir og þurrka rennibrautina eða hreinlega loka tækinu á meðan ekki var unnt að tryggja öryggi notenda. Landsréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2024.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms sagði að ekki væri hægt að fallast á að starfsmenn borgarinnar hafi sýnt af sér aðgæsluleysi með því að láta hjá líða að þurrka regnvatn úr rennibrautinni, sem stendur úti allan ársins hring, eða með því að loka ekki rennibrautinni í ljósi aðstæðna. Þá hafi stefnandi mátt vita að á Íslandi sé allra veðra von, ekki hvað síst í desember, og því mikilvægt að fara að öllu með gát. Leiktækið ætlað börnum Einnig kom fram í dómi héraðsdóms að Reykjavíkurborg og VÍS hefðu bent á að á leiktækinu sem rennibrautin væri hluti af hafi verið merkingar sem gáfu til kynna að leiktækið væri ætlað börnum eldri en þriggja ára. „Mátti stefnanda því vera ljóst að leiktækið væri byggt með börn í huga og ætlað fyrir börn en ekki fyrir fullorðna. Er þar af leiðandi ekki hægt að fallast á þá málsástæðu stefnanda að slysið hafi mátt rekja til þess að merkingum hafi verið ábótavant, enda er það ósannað með öllu.“
Dómsmál Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tryggingar Tengdar fréttir Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Fær ekki krónu eftir slys í Húsdýragarðinum Kona sem lenti í slysi þegar hún renndi sér niður rennibraut í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík á ekki rétt á skaðabótum frá borginni og tryggingafélagi hennar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. 30. október 2024 16:24