Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2025 08:01 Bjarki Þór Pálsson MMA þjálfari og skipuleggjandi Glacier Fight Night og Hákon Arnórsson bardagamaður úr RVK MMA sem mætir Eric Nordin í aðalbardaga kvöldsins Vísir/Ívar Fannar Blað verður brotið í sögu blandaðra bardagalista hér á landi á laugardaginn með Glacier Fight Night bardagakvöldinu. Skipuleggjendur vonast til þess að viðburðurinn verði sá fyrsti af mörgum hér á landi og öllu verður til tjaldað. Það er ljóst að stemningin í Andrews Theater á Ásbrú verður rafmögnuð á laugardagskvöldið kemur. Uppselt er á þetta fyrsta bardagakvöld sem haldið verður á Íslandi í MMA. Sögulegt í meira lagi og tíu íslenskir bardagakappar munu stíga inn í búrið í níu mismunandi bardögum. „Frá því að ég byrjaði sjálfur að keppa árið 2010 er ég búinn að þræða hvert krummaskuðið á fætur öðru í Englandi. Fyrir okkar keppendur að geta komið hérna inn og haft Íslendingana á bak við sig, sína þjóð að styðja sig, ég held að það verði algjörlega ólýsanlegt,“ segir Bjarki Þór Pálsson, bardagakappi og þjálfari hjá RVK MMA sem er einn af skipuleggjendum bardagakvöldsins. „Það er bara kominn tími til að geta keppt í þessu hérna heima á Íslandi.“ Í mörg horn að líta Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Bjarka sem og öðrum skipuleggjendum Glacier Fight Night. „Ég er með mjög gott fólk í kringum mig, fékk lögfræðing til þess að vinna í öllum leyfum og þess háttar. Það fór bara frekar hratt og vel í gegn en það hefur verið í mjög mörg horn að líta, vera alveg frá því að fá breska dómara hingað til landsins yfir í að hækka þetta búr upp í þá hæð sem við þurftum og alveg yfir í að redda rauðu og bláu teipi fyrir bardagakappana til þess að teipa hanskana þeirra.“ Okkar fólk, bæði frá RVK MMA sem og Mjölni munu etja kappi við bardagakappa frá Noregi og Bretlandseyjum þar sem keppt verður undir Skandinavísku regluverki. „Bardagarnir samanstanda af nokkrum þriggja mínútna lotum, engin olnbogahögg eða hnéspörk í höfuð eru leyfð og þá verða keppendur með þunnar legghlífar sem að hylja sköflunginn.“ Rosalegt kvöld sé í vændum „Við erum með Norðmenn sem eru að koma hingað og keppa við okkar fólk. Við erum með Breta sem eru að koma yfir líka sem og Reykjavík MMA á móti Mjölni. Það verður rosalegur bardagi. Ég held það eigi eftir að myndast mikil stemning í húsinu þegar að sá bardagi fer fram. Þetta eru vel uppstilltir bardagar, enginn þeirra er á þá leið að fyrir fram getir þú bent á hundrað prósent sigurvegara. Við förum mjög hins vegar mjög borubrött inn í þetta, mitt lið er tilbúið að sýna hvað það getur.“ „MMA er ekki ólöglegt“ Einhverjir stóðu í þeirri meiningu að ólöglegt væri að keppa í MMA á Íslandi en ekki Bjarki. „MMA er ekki ólöglegt. Það er ekkert sem stendur í lögum um blandaðar bardagalistir. Atvinnu hnefaleikar eru bannaðir en annars ekkert í lögunum um það. Við höfum fengið öll tilskilin leyfi og því ekkert sem við erum að gera hér sem er ekki gott.“ Og þetta er bara fyrsta bardagakvöldið af mörgum í huga Bjarka og hans fólks. Framtíðarsýnin er skýr. „Það er bara að fara alla leið með þetta. Vera með tvö til þrjú svona bardagakvöld á ári og halda áfram að stækka þetta. Það er mikill áhugi fyrir þessu. Barnastarfið í Mjölni er að springa, barnastarfið hjá okkur í RVK MMA er að springa. Þó það sé náttúrulega einhver lítil prósenta iðkenda sem vill keppa í þessu þá vill fólk æfa þetta, hafa gaman og stunda góða líkamsrækt glímunni, jiu-jitsuinu, glímunni og kickboxinu. Það eru ekkert allir sem vilja fara alla leið en við viljum fá að koma á bardagakvöld hérna á Íslandi og horfa á okkar íþrótt.“ „Blundar alltaf í manni einn bardagi í viðbót“ Bjarki Þór hefur í ófá skipti stigið fæti inn í bardagabúrið á erlendri grundu. Hann barðist síðast árið 2017 en óneitanlega er að sjá á honum að það kitlar að stíga aftur inn í búrið á heimavelli. Bjarki Þór eftir sigur í búrinu á sínum tímavísir/rúnar hroði „Það blundar alltaf í manni þessi eini bardagi í viðbót. Við bara sjáum hvað gerist.“ Ertu að kynda undir einhverja endurkomu? „Nei ég sagði það ekki en hef þó alveg lokað þeirri hurð. Það verður bara að koma í ljós.“ MMA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Það er ljóst að stemningin í Andrews Theater á Ásbrú verður rafmögnuð á laugardagskvöldið kemur. Uppselt er á þetta fyrsta bardagakvöld sem haldið verður á Íslandi í MMA. Sögulegt í meira lagi og tíu íslenskir bardagakappar munu stíga inn í búrið í níu mismunandi bardögum. „Frá því að ég byrjaði sjálfur að keppa árið 2010 er ég búinn að þræða hvert krummaskuðið á fætur öðru í Englandi. Fyrir okkar keppendur að geta komið hérna inn og haft Íslendingana á bak við sig, sína þjóð að styðja sig, ég held að það verði algjörlega ólýsanlegt,“ segir Bjarki Þór Pálsson, bardagakappi og þjálfari hjá RVK MMA sem er einn af skipuleggjendum bardagakvöldsins. „Það er bara kominn tími til að geta keppt í þessu hérna heima á Íslandi.“ Í mörg horn að líta Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Bjarka sem og öðrum skipuleggjendum Glacier Fight Night. „Ég er með mjög gott fólk í kringum mig, fékk lögfræðing til þess að vinna í öllum leyfum og þess háttar. Það fór bara frekar hratt og vel í gegn en það hefur verið í mjög mörg horn að líta, vera alveg frá því að fá breska dómara hingað til landsins yfir í að hækka þetta búr upp í þá hæð sem við þurftum og alveg yfir í að redda rauðu og bláu teipi fyrir bardagakappana til þess að teipa hanskana þeirra.“ Okkar fólk, bæði frá RVK MMA sem og Mjölni munu etja kappi við bardagakappa frá Noregi og Bretlandseyjum þar sem keppt verður undir Skandinavísku regluverki. „Bardagarnir samanstanda af nokkrum þriggja mínútna lotum, engin olnbogahögg eða hnéspörk í höfuð eru leyfð og þá verða keppendur með þunnar legghlífar sem að hylja sköflunginn.“ Rosalegt kvöld sé í vændum „Við erum með Norðmenn sem eru að koma hingað og keppa við okkar fólk. Við erum með Breta sem eru að koma yfir líka sem og Reykjavík MMA á móti Mjölni. Það verður rosalegur bardagi. Ég held það eigi eftir að myndast mikil stemning í húsinu þegar að sá bardagi fer fram. Þetta eru vel uppstilltir bardagar, enginn þeirra er á þá leið að fyrir fram getir þú bent á hundrað prósent sigurvegara. Við förum mjög hins vegar mjög borubrött inn í þetta, mitt lið er tilbúið að sýna hvað það getur.“ „MMA er ekki ólöglegt“ Einhverjir stóðu í þeirri meiningu að ólöglegt væri að keppa í MMA á Íslandi en ekki Bjarki. „MMA er ekki ólöglegt. Það er ekkert sem stendur í lögum um blandaðar bardagalistir. Atvinnu hnefaleikar eru bannaðir en annars ekkert í lögunum um það. Við höfum fengið öll tilskilin leyfi og því ekkert sem við erum að gera hér sem er ekki gott.“ Og þetta er bara fyrsta bardagakvöldið af mörgum í huga Bjarka og hans fólks. Framtíðarsýnin er skýr. „Það er bara að fara alla leið með þetta. Vera með tvö til þrjú svona bardagakvöld á ári og halda áfram að stækka þetta. Það er mikill áhugi fyrir þessu. Barnastarfið í Mjölni er að springa, barnastarfið hjá okkur í RVK MMA er að springa. Þó það sé náttúrulega einhver lítil prósenta iðkenda sem vill keppa í þessu þá vill fólk æfa þetta, hafa gaman og stunda góða líkamsrækt glímunni, jiu-jitsuinu, glímunni og kickboxinu. Það eru ekkert allir sem vilja fara alla leið en við viljum fá að koma á bardagakvöld hérna á Íslandi og horfa á okkar íþrótt.“ „Blundar alltaf í manni einn bardagi í viðbót“ Bjarki Þór hefur í ófá skipti stigið fæti inn í bardagabúrið á erlendri grundu. Hann barðist síðast árið 2017 en óneitanlega er að sjá á honum að það kitlar að stíga aftur inn í búrið á heimavelli. Bjarki Þór eftir sigur í búrinu á sínum tímavísir/rúnar hroði „Það blundar alltaf í manni þessi eini bardagi í viðbót. Við bara sjáum hvað gerist.“ Ertu að kynda undir einhverja endurkomu? „Nei ég sagði það ekki en hef þó alveg lokað þeirri hurð. Það verður bara að koma í ljós.“
MMA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira