Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
image

Maður einn var handtekinn af lögreglunni í miðborginni í gærkvöldi eða í nótt eftir að hann hafði veist að slösuðum manni og hellt yfir hann úr bjórglasi.

 Frá þessu greinir í dagbók lögreglunnar yfir verkefni gærkvöldsins og nætur. Þar segir að lögregla hafi fengið tilkynningu um hjólreiðaslys og fór hún ásamt sjúkraliði á vettvang.

Hjólreiðamaðurinn mun hafa verið með minniháttar áverka en á meðan hann lá í götunni kom ölvaður maður að honum og hellti yfir hann bjór. Slasaði maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar og hinn drukkni var handtekinn eftir að hafa neitað að segja til nafns.

Þá fékk annar að gista fangageyumslu eftir að hafa verið gómaður við að reyna að brjótast inn í apótek og tveir aðrir voru teknir höndum eftir að þeir höfðu brotist inn á veitingastað og stolið þaðan munum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×