Fótbolti

Leik­maður Kefla­víkur kallaður inn í lands­lið Palestínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Muhamed Alghoul og félagar í Keflavík fagna sæti í Bestu deildinni 2026.
Muhamed Alghoul og félagar í Keflavík fagna sæti í Bestu deildinni 2026. Vísir/Viktor

Muhamed Alghoul, miðjumaður Keflvíkinga, hefur verið kallaður inn í landslið Palestínu en þetta er staðfest á miðlum Keflvíkinga.

Alghoul mun taka þátt í verkefnum landsliðsins fyrir FIFA Arab Cup.

„Við óskum Mua til hamingju með valið og góðs gengis í verkefninu,“ sagði í frétt á miðlum Keflvíkinga.

Alghoul er 29 ára gamall og var með sjö mörk og ellefu stoðsendingar með Keflavíkurliðinu í Lengjudeild karla í sumar.

Hann lagði upp fimm af átta mörkum liðsins í umspili um sæti í Bestu deildinni þar af gaf hann þrjár stoðsendingar í 4-0 sigri á HK í úrslitaleiknum á Laugardalsvellinum.

Stefán Ljubicic, Eiður Orri Ragnarsson og Frans Elvarsson skoruðu þá allir eftir sendingu frá Palestínumanninum.

Alghoul er fæddur í Króatíu og spilaði fyrir yngri landslið Króatíu en skipti yfir til Palestínu árið 2021. Faðir hans er frá Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×