Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 12:45 Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, og Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Samsett Rithöfundasamband Íslands krefst þess að mennta- og barnamálaráðuneytið slíti samtarfi sínu við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Fyrirtækið hefur notað milljónir bóka til að þjálfa gervigreindina án leyfi höfundanna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, veitti sex hundruð kennurum aðgang að annað hvort gervigreind Google eða Anthropic til að nýta í undirbúning kennslu. Verkefnið, sem leitt er af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samvinnu við Kennarasamband Íslands, er eins konar tilraun til að meta hvort kennarar ættu að nýta sér gervigreindartól í kennslu og þá hvernig. Nú krefst Rithöfundarsamband Íslands að ráðuneytið slíti samningnum við Anthropic því fyrirtækið hafi verið staðið að því að ólöglega hlaða niður fimm milljónum bóka af sjóræningjasíðunni Library Genesis. Fyrirtækið hafi notað bækurnar, þar á meðal fjölda eftir íslenska höfunda, í að þjálfa mállíkanið sitt og gervigreind. „Anthropic hefur gert dómssátt um hluta þeirra bóka sem fyrirtækið stal og samþykkt að borga 1,5 milljarð Bandaríkjadala í bætur til höfunda 500.000 bóka sem hafa skráð höfundaréttinn sérstaklega í Bandaríkjunum,“ stendur í tilkynningu frá sambandinu. Samkvæmt frétt The Guardian fær hver höfundur um þrjú þúsund dollara, sem eru rúmar 380 þúsund krónur. Í tilkynningu Rithöfundasambandsins er tekið fram að önnur höfundaréttarlöggjöfin á Íslandi sé ekki eins og í Evrópu á þann hátt að íslenskir höfundar þurfa ekki skrá verk sérstaklega til að virkja höfundarréttinn. Vegna þessa fá íslenku höfundarnir engar bætur. „Barátta rithöfunda við tæknirisa, sem leita í höfundarréttarvarið efni án heimildar eða greiðslu, er einskonar barátta Davíðs við Golíat og það er því óviðunandi að íslensk stjórnvöld stilli sér upp við hlið risanna gegn íslenskum höfundum.“ Á lista yfir bækurnar sem fyrirtækið mataði gervigreinda á eru meðal annars bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason, Ragnar Jónasson, Hallgrím Helgason og Halldór Laxness. Þá var einnig Snorra-Edda meðal ritverka sem var notuð til að þjálfa gervigreindina. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókaútgáfa Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, veitti sex hundruð kennurum aðgang að annað hvort gervigreind Google eða Anthropic til að nýta í undirbúning kennslu. Verkefnið, sem leitt er af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samvinnu við Kennarasamband Íslands, er eins konar tilraun til að meta hvort kennarar ættu að nýta sér gervigreindartól í kennslu og þá hvernig. Nú krefst Rithöfundarsamband Íslands að ráðuneytið slíti samningnum við Anthropic því fyrirtækið hafi verið staðið að því að ólöglega hlaða niður fimm milljónum bóka af sjóræningjasíðunni Library Genesis. Fyrirtækið hafi notað bækurnar, þar á meðal fjölda eftir íslenska höfunda, í að þjálfa mállíkanið sitt og gervigreind. „Anthropic hefur gert dómssátt um hluta þeirra bóka sem fyrirtækið stal og samþykkt að borga 1,5 milljarð Bandaríkjadala í bætur til höfunda 500.000 bóka sem hafa skráð höfundaréttinn sérstaklega í Bandaríkjunum,“ stendur í tilkynningu frá sambandinu. Samkvæmt frétt The Guardian fær hver höfundur um þrjú þúsund dollara, sem eru rúmar 380 þúsund krónur. Í tilkynningu Rithöfundasambandsins er tekið fram að önnur höfundaréttarlöggjöfin á Íslandi sé ekki eins og í Evrópu á þann hátt að íslenskir höfundar þurfa ekki skrá verk sérstaklega til að virkja höfundarréttinn. Vegna þessa fá íslenku höfundarnir engar bætur. „Barátta rithöfunda við tæknirisa, sem leita í höfundarréttarvarið efni án heimildar eða greiðslu, er einskonar barátta Davíðs við Golíat og það er því óviðunandi að íslensk stjórnvöld stilli sér upp við hlið risanna gegn íslenskum höfundum.“ Á lista yfir bækurnar sem fyrirtækið mataði gervigreinda á eru meðal annars bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason, Ragnar Jónasson, Hallgrím Helgason og Halldór Laxness. Þá var einnig Snorra-Edda meðal ritverka sem var notuð til að þjálfa gervigreindina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókaútgáfa Bókmenntir Gervigreind Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira