Lífið

Slær á sögu­sagnirnar með lúmskum skila­boðum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kylie Jenner og Timothee Chalamet eru enn saman.
Kylie Jenner og Timothee Chalamet eru enn saman. Getty

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner slær á sögusagnir um að hún og leikarinn Timothée Chalamet hafi hætt saman. Orðrómarnir spruttu upp eftir að Chalamet mætti ekki í sjötugsafmæli móður Jenner, Kris Jenner, um helgina.

Jenner sendi lúmsk skilaboð á Instagram í kjölfar orðróma um sambandsslit, þegar hún „líkaði“ við tvær nýjustu færslur Chalamet á miðlinum, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að breski slúðurmiðillinn Daily Mail fullyrti að parið hefði slitið samvistum. Aðdáendur túlkuðu þetta sem vísbendingu um að þau séu enn saman.

Jenner og Chalamet hafa verið saman í rúm tvö ár og hafa haldið sambandinu að mestu leyndu. Þau byrjuðu að hittast vorið 2023 og sáust meðal annars saman á tónleikum Beyoncé í Los Angeles sama ár. Þau hafa af og til sést opinberlega, meðal annars þegar Jenner mætti með Chalamet á Golden Globe-verðlaunahátíðina í janúar 2024 þó að þau hafi ekki gengið saman niður rauða dregilinn.

Undanfarið hefur parið verið í fjarsambandi en heimildarmenn slúðurmiðilsins People segja þau leggja mikið upp úr því að hittast reglulega.

„Þau reyna að sjá hvort annað á nokkurra vikna fresti. Hann fær nokkra frídaga um hátíðarnar, svo þau eru að skipuleggja að hittast þá,“ sagði einn þeirra.

Annar heimildarmaður bætti við: „Timothée talaði stöðugt um Kylie á meðan á tökum Marty Supreme stóð. Hún flaug meira að segja til New York til að heimsækja hann á tökustaðnum, og þau hittust líka í London þegar hann vann við Dune. Þau eru virkilega ástfangin.“

Í viðtali við ELLE síðastliðið haust sagði Jenner að hún vildi halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins:

„Mér finnst mikilvægt að halda ákveðnum hlutum fyrir sjálfa mig,“ sagði hún. „Það getur verið erfitt að taka eigin ákvarðanir þegar skoðanir alls heimsins blandast inn í það.“

Chalamet tók í svipaðan streng í nýlegu viðtali við Vogue, sem birtist í síðustu viku:

„Ég segi það ekki af ótta, ég hef einfaldlega ekkert að segja,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit

Ástin virðist enn blómstra hjá raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner og Hollywood leikaranum Timothée Chalamet, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að parið væri að hætta saman.

„Ég fæ ekki á broddinn nema Knicks vinni“

Athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothee Chalamet eru eitt heitasta par Hollywood í dag. Jenner gaf í vikunni óvænta og spaugilega innsýn inn í kynlífið með Chalamet sem er dyggur stuðningsmaður New York Knicks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.