Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2025 08:20 Það er afstaða Framsóknar að með tilmælunum sé of langt gengið í afskiptum af einkalífi fjölskyldna. Getty Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“ Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“
Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira