Erlent

Loft­mengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Læknar hafa ráðlagt íbúum að halda sig innandyra.
Læknar hafa ráðlagt íbúum að halda sig innandyra. Getty/Hinduistan Times/Sunil Ghosh

Loftmengun í Delí á Indlandi mælist nú 30 sinnum meiri en öryggisviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Yfirvöld hafa fyrirskipað skólum að taka um fjarkennslu og þá hefur ýmis starfsemi verið takmörkuð.

Svifryksmengunin er orðin það mikil í borginni að hún er talin ógna heilsu heilbrigðra einstaklinga og geta valdið einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma verulegum skaða.

Læknar hafa varað íbúa, sérstaklega börn og eldra fólk, við að fara út nema í undantekningartilvikum og að bera þá grímur.

Loftmengun er viðvarandi vandamál í Delí og fleiri borgum Indlands yfir vetrarmánuðina. Þar spila inn í lítill vindur, útblástur frá iðnaði og bifreiðum og brennsla akra.

Til að bregðast við menguninni hafa yfirvöld nú bannað alla námuvinnslu, allt steinbrot og alla flutninga loftmengandi efna.

Efnt hefur verið til mótmæla vegna ástandsins.

BBC fjallar ítarlega um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×