Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 19:29 Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla. Samsett Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún. Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Fyrr í dag var keyrt á tvo drengi sem voru á leið yfir gangbraut á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar í Laugardalnum í Reykjavík. Drengirnir slösuðust ekki alvarlega en lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vettvang. „Ég sá að það var ekið yfir tvo drengi sem voru á leið yfir götuna. Sólin var lágt á lofti og blindaði bílstjórann,“ segir Guðmundur Valdimar Rafnsson, húsvörður í Laugarlækjarskóla sem varð vitni að slysinu. Hann hefur búið í hverfinu í tíu ár og segir að um þekkta slysagildru sé að ræða. „Alveg frá því að ég flutti hérna í hverfið hefur verið barist fyrir því að fá eitthvað bætt á þessum gatnamótum. Það hefur ekki fengið hljómgrunn. Það hafa verið undirskriftarlistar, skólinn hefur beðið um þetta, foreldrasamfélagið hefur beðið um þetta og ég er að biðja um þetta núna. Það þarf eitthvað til að bæta umferðaröryggi barnanna hérna,“ segir hann. Fyrir um mánuði síðan var keyrt á annan dreng sem var á leið yfir sömu gangbraut. Ítrekuð slys tilkynnt til lögreglu Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla tekur undir áhyggjur Guðmundar. Hún segir að foreldrafélagið og stjórnendur skólans hafi margoft bent á að laga þurfi gatnamótin. „Það þarf að gera eitthvað til að tryggja umferðaröryggi barnanna okkar sem sækja Laugarnesskóla,“ segir Eyrún Helga Aradóttir, formaður foreldrafélagsins. „Það hafa verið mörg slys í gegnum tíðina og í mörg ár verið bent á þessa ógn hér. Öll atvik, eða flest þeirra, hafa verið tilkynnt til lögreglu þannig að lögreglan hlýtur að vera með atvikaskrá. Við höfum margoft rætt þetta við borgina.“ Klippa: Annað slysið á tveimur mánuðum Eyrún segir borgaryfirvöld telja að ekki þurfi að gera neitt við gatnamótin. Hún bendir á að umferðin um götuna komi til með að þyngjast til muna á næstu misserum þar sem reisa á heilt skólaþorp í Laugardalnum. Nú þegar sé gríðarlega mikil umferð á háannatímanum þegar börnin sækja skólann. „Ég veit ekki hvað borgin vill að gerist þangað til að það verði eitthvað gert og ég vil ekki hugsa það til enda að það þurfi eitthvað hræðilegt að gerast til þess að hér verði til dæmis þrengd gata eða sett upp aðgangsstýrð gönguljós,“ segir Eyrún.
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira