Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2025 20:01 Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru atvinnudansarar og dansinn er í blóðinu. Aðsend „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Það gladdi hana alltaf þegar við tókum sporin með henni,“ segja atvinnudansararnir og bræðurnir Björn Dagur og Rúnar Bjarnasynir Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum. Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Björn og Rúnar hafa báðir vakið athygli í danssenunni og komið fram í ýmsum stórum verkefnum. Nú eru þeir báðir með hlutverk í stórsöngleiknum Moulin Rouge á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu og segja mjög skemmtilegt að geta grínast svolítið sín á milli á sýningum. Rúnar og Björn Dagur fara báðir með hlutverk í Moulin Rouge.Íris Dögg Byrjuðu þriggja ára í samkvæmisdansi Strákarnir byrjuðu báðir að dansa á svipuðum tíma og þeir lærðu að ganga. „Við byrjuðum svo báðir um þriggja ára aldur í samkvæmisdansi og höfum farið mjög sambærilegar leiðir í dansinum,“ segja þessir lífsglöðu bræður sem báðir fengu hlutverk í sýningunni Billy Elliot árið 2015. Björn Dagur tók þátt í Mamma Mia sýningunni í Borgarleikhúsinu.Aðsend Eftir að þeirri sýningu lauk fóru bræðurnir í sitt hvora áttina, Rúnar til Bretlands í nám á meðan Björn hélt áfram að dansa á stóra sviðinu í söngleiknum Mamma mia. „Ári seinna fer ég svo í söngleikjanám í London,“ segir Björn brosandi. Fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ Bræðurnir hafa sannarlega blómstrað í dansinum en segjast lítið hafa þurft að rífast yfir verkefni. „Það hefur í rauninni ekki verið mikil samkeppni okkar á milli. Við vinnum mjög mikið saman og hjálpum hvor öðrum. Við erum sömuleiðis mjög oft fengnir í verkefni sem „bræðurnir“ sem er gaman.“ Björn Dagur tilbúinn á svið.Aðsend Þeir vinna mjög vel saman. „Við sækjum innblástur og hvatningu til hvors annars og þá sérstaklega þegar við erum að semja dansa. Við þurfum alltaf að fá hvorn annan til að samþykja og taka svona „final look“ á dansinn eða verkefnið.“ Rúnar og Björn Dagur Bjarnasynir eru framúrskarandi dansarar.Aðsend Grínast saman á sviðinu Moulin Rouge hefur fengið frábæra dóma og virðist gleðin vera í fyrirrúmi bæði hjá gestum og leikurum. „Við skemmtum okkur mjög vel í Moulin Rouge og skemmtilegast er að tala saman á sviðinu þegar senur eru í gangi. Fólk heldur að við séum að leika en við erum bara að rugla í hvor öðrum með brandara sem flestum myndi ekki finnast fyndnir. Við vorum líka settir í saman í búningsherbergi svo fólk vissi hvar það hefði okkur,“ segja þeir kímnir. „Ég veit að hinum strákunum finnst mjög gaman að fylgjast með okkur tala og rökræða um spor og talningar. Það lítur oft út eins og við séum að rífast og hvorugur okkar gefur eftir,“ bætir Rúnar við brosandi en bræðurnir eru miklir vinir. Flottir og samstíga bræður.Instagram Dansinn er í genunum og dansgleðin kemur frá ömmu þeirra. „Við byrjuðum að dansa því ömmu okkar fannst það svo spennandi. Hún var alltaf að taka þátt í dönsum og dansleikjum og dró afa með sér. Þegar við vorum litlir hefði amma aldrei búist við því að við myndum svo vinna við dansinn í framtíðinni en það gladdi hana alltaf þegar við komum í heimsókn og tókum sporin með henni,“ segja bræðurnir brosandi að lokum.
Dans Leikhús Sýningar á Íslandi Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið