Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:01 Elena Rybakina kyssir Billie Jean King bikarinn eftir sigur sinn um helgina. Getty/Clicks Images Elena Rybakina fagnaði sigri á lokamóti WTA tennismótaraðarinnar um helgina þegar hún sigraði efstu konu heimslistans. Hún kom sér þó í fréttirnar fyrir það sem hún gerði ekki í verðlaunaafhendingunni. Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025 Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira