Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2025 08:33 Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu. Á þessum áttatíu árum hafa hátt í 50.000 einstaklingar, alls staðar af á landinu, notið þjónustu Reykjalundar. Markmiðið var skýrt frá fyrstu dögum: Að veita fólki með alvarleg veikindi eða líkamlega skerðingu möguleika á bata og auknum lífsgæðum. Í fyrstu snerist þjónusta Reykjalundar um stuðning við berklaveika en á síðari áratugum hefur áherslan verið á endurhæfingu og að hjálpa fólki að endurheimta styrk, sjálfstæði og lífsgleði á erfiðum tímum. Sjálfbær heildarsýn á endurhæfingu Í áratugi hefur Reykjalundur verið leiðandi á sínu sviði og engin íslensk heilbrigðisstofnun hefur viðlíka reynslu og þekkingu á endurhæfingu. Mikil þróun hefur átt sér stað og heldur hún stöðugt áfram, hvort sem um nýja tækni eða framfarir í heilbrigðisþjónustu er að ræða eða breyttar þarfir sjúklinga. Undanfarna mánuði hefur SÍBS, sem rekur Reykjalund, unnið að metnaðarfullri framtíðarsýn og stefnumótun fyrir Reykjalundarsvæðið í samstarfi við KPMG. Á landsvæði SÍBS að Reykjalundi eru fjölmörg tækifæri til að þróa þjónustu sem styður við heildræna nálgun í endurhæfingu og heilbrigðisþjónustu. Í þeirri vinnu hefur félagið bæði litið til eigin reynslu og þeirra miklu breytinga sem orðið hafa í samfélaginu. Markmiðið er að móta nýja og sjálfbæra heildarsýn þar sem endurhæfing, fræðsla, rannsóknir og þjónusta tengjast nánum böndum. Endurhæfing er góð fjárfesting Til þess að Reykjalundur geti áfram verið traustur hlekkur í heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að samstaða skapist um áframhaldandi stuðning og fjárfestingu í uppbyggingu endurhæfingar. SÍBS hefur í því sambandi óskað eftir viðræðum við stjórnvöld og aðra hagaðila um langtímauppbyggingu á sviði endurhæfingar, með áherslu á nýjan langtímasamning fyrir Reykjalund. Endurhæfing er ein hagkvæmasta heilbrigðisþjónusta sem völ er á en með henni öðlast fólk tækifæri til að taka aftur fullan þátt í samfélaginu. Slík grunnþjónusta verður ekki byggð á tímabundnum lausnum heldur með ábyrgri og fyrirsjáanlegri uppbyggingu. Stöndum vörð um framtíð Reykjalundar. Höfundur er formaður SÍBS.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar