Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Vísir Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” Takk fyrir góða spurningu. Ég get lofað þér því að þú ert alls ekki sá eini sem hefur upplifað þetta. Nánast öll sambönd fara í gegnum tímabil sem einkennast af minni kynlöngun. Þessi kafli, sem þið eruð að ganga í gegnum, er sennilega einn sá algengasti sem pör nefna þegar þau rifja upp þau tímabil sem hafa einkennst af minni löngun. Þegar maki gengur með barn breytist svo margt. Líkaminn, hreyfigetan, svefninn, hormónar og líðan. Það sem áður kveikti í ykkur getur allt í einu virkað óþægilegt eða jafnvel skrítið. Það þýðir ekki að eitthvað sé að þér eða sambandinu, heldur eruð þið andlega og líkamlega byrjuð að undirbúa ykkur undir nýjan kafla. Sjá alla pistla Aldísar hér. Það er ekki bara líkaminn hennar sem er að fara í gegnum breytingar. Rannsóknir sýna að hormónabreytingar komi fram hjá maka þeirra sem eru að ganga með barn. Þó svo að algengt sé að ást og hrifning aukist á meðgöngu, enda fátt fallegra en að búa til nýtt líf saman, þá skilar það sér ekki endilega út í kynlöngun. Hvað getur verið að draga úr kynlöngun? Hormónar Mælingar á testósteróni benda til þess að gildin fari lækkandi eftir því sem líður á meðgönguna og þau eru allt að 40% lægri fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns. Niðurstöður benda einnig til þess að feður sem mælast með lægra testósterón séu næmari fyrir þörfum nýfæddra barna sinna og séu alúðlegri í umgengni við barnið. Ótti við að valda skaða Undir venjulegum kringumstæðum, t.a.m þegar ekki er hætta á fyrirburafæðingu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að stunda kynlíf alla meðgönguna. Sum lýsa þó áhyggjum af því að valda barninu skaða eða koma óvart af stað fæðingu, gott er að ræða slíkar áhyggjur við ljósmóður sem getur metið stöðuna með ykkur. Hlutverkið þitt Sumir makar upplifa líka að hlutverk þeirra breytist smám saman eftir því sem líður á meðgönguna. Þegar það fer að síga á seinni hluta meðgöngu þarf oft að styðja öðruvísi við maka sinn og í vissum tilfellum þar sem heilsa og líðan eru ekki góð á meðgöngu getum við endað í hlutverki umönnunaraðila. Þessi breyttu hlutverk geta haft áhrif á kynlöngun ykkar beggja. Hreiðurgerð Einnig finna mörg fyrir því að erfiðara er að slaka á og njóta eftir því sem líður á meðgönguna. Oft hellist yfir okkur löngun til að gera og græja áður en barnið kemur í heiminn. Þessi streita getur dregið úr kynlöngun. En hvað er hægt að gera í stöðunni? Ef það dregur úr kynlífinu getur það verið tækifæri til að setja fókus á ólíkar tegundir nándar. Meðganga er tímabil breytinga, en hún getur líka dýpkað tengsl ef parið leyfir sér að vera heiðarlegt varðandi líðan sína. Ræðið um nánd án þess að kynlíf þurfi að vera markmiðið. Nudd, faðmlög, sameiginlegar sturtur eða einfaldlega að liggja saman í rúminu léttklædd eða nakin, án væntinga um kynlíf. Þú þarft ekki að laga kynlöngunina, heldur leyfa þér að hlusta á þarfir ykkar hverju sinni. Meðganga og foreldrahlutverkið krefjast næmni og sjálfsumhyggju. Ef þú nærð að nálgast þetta með forvitni frekar en sektarkennd, þá ertu þegar á réttri leið. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Meðganga Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Takk fyrir góða spurningu. Ég get lofað þér því að þú ert alls ekki sá eini sem hefur upplifað þetta. Nánast öll sambönd fara í gegnum tímabil sem einkennast af minni kynlöngun. Þessi kafli, sem þið eruð að ganga í gegnum, er sennilega einn sá algengasti sem pör nefna þegar þau rifja upp þau tímabil sem hafa einkennst af minni löngun. Þegar maki gengur með barn breytist svo margt. Líkaminn, hreyfigetan, svefninn, hormónar og líðan. Það sem áður kveikti í ykkur getur allt í einu virkað óþægilegt eða jafnvel skrítið. Það þýðir ekki að eitthvað sé að þér eða sambandinu, heldur eruð þið andlega og líkamlega byrjuð að undirbúa ykkur undir nýjan kafla. Sjá alla pistla Aldísar hér. Það er ekki bara líkaminn hennar sem er að fara í gegnum breytingar. Rannsóknir sýna að hormónabreytingar komi fram hjá maka þeirra sem eru að ganga með barn. Þó svo að algengt sé að ást og hrifning aukist á meðgöngu, enda fátt fallegra en að búa til nýtt líf saman, þá skilar það sér ekki endilega út í kynlöngun. Hvað getur verið að draga úr kynlöngun? Hormónar Mælingar á testósteróni benda til þess að gildin fari lækkandi eftir því sem líður á meðgönguna og þau eru allt að 40% lægri fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns. Niðurstöður benda einnig til þess að feður sem mælast með lægra testósterón séu næmari fyrir þörfum nýfæddra barna sinna og séu alúðlegri í umgengni við barnið. Ótti við að valda skaða Undir venjulegum kringumstæðum, t.a.m þegar ekki er hætta á fyrirburafæðingu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að stunda kynlíf alla meðgönguna. Sum lýsa þó áhyggjum af því að valda barninu skaða eða koma óvart af stað fæðingu, gott er að ræða slíkar áhyggjur við ljósmóður sem getur metið stöðuna með ykkur. Hlutverkið þitt Sumir makar upplifa líka að hlutverk þeirra breytist smám saman eftir því sem líður á meðgönguna. Þegar það fer að síga á seinni hluta meðgöngu þarf oft að styðja öðruvísi við maka sinn og í vissum tilfellum þar sem heilsa og líðan eru ekki góð á meðgöngu getum við endað í hlutverki umönnunaraðila. Þessi breyttu hlutverk geta haft áhrif á kynlöngun ykkar beggja. Hreiðurgerð Einnig finna mörg fyrir því að erfiðara er að slaka á og njóta eftir því sem líður á meðgönguna. Oft hellist yfir okkur löngun til að gera og græja áður en barnið kemur í heiminn. Þessi streita getur dregið úr kynlöngun. En hvað er hægt að gera í stöðunni? Ef það dregur úr kynlífinu getur það verið tækifæri til að setja fókus á ólíkar tegundir nándar. Meðganga er tímabil breytinga, en hún getur líka dýpkað tengsl ef parið leyfir sér að vera heiðarlegt varðandi líðan sína. Ræðið um nánd án þess að kynlíf þurfi að vera markmiðið. Nudd, faðmlög, sameiginlegar sturtur eða einfaldlega að liggja saman í rúminu léttklædd eða nakin, án væntinga um kynlíf. Þú þarft ekki að laga kynlöngunina, heldur leyfa þér að hlusta á þarfir ykkar hverju sinni. Meðganga og foreldrahlutverkið krefjast næmni og sjálfsumhyggju. Ef þú nærð að nálgast þetta með forvitni frekar en sektarkennd, þá ertu þegar á réttri leið. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Meðganga Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira