Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 19:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Vísir Spurning barst frá 33 ára karli: „Ég er í smá klemmu þessa daganna. Konan mín er ólétt og komin vel á leið með meðgönguna. Ég elska hana og við erum hamingjusöm. Vandamálið er hins vegar að eftir því sem liðið hefur lengra á meðgönguna er ég minna og minna til í að stunda kynlíf. Ég veit ekki hvað er að mér en löngunin er bara engan veginn til staðar lengur. Er þetta eitthvað sem aðrir makar þekkja og ætli það séu til góð ráð?” Takk fyrir góða spurningu. Ég get lofað þér því að þú ert alls ekki sá eini sem hefur upplifað þetta. Nánast öll sambönd fara í gegnum tímabil sem einkennast af minni kynlöngun. Þessi kafli, sem þið eruð að ganga í gegnum, er sennilega einn sá algengasti sem pör nefna þegar þau rifja upp þau tímabil sem hafa einkennst af minni löngun. Þegar maki gengur með barn breytist svo margt. Líkaminn, hreyfigetan, svefninn, hormónar og líðan. Það sem áður kveikti í ykkur getur allt í einu virkað óþægilegt eða jafnvel skrítið. Það þýðir ekki að eitthvað sé að þér eða sambandinu, heldur eruð þið andlega og líkamlega byrjuð að undirbúa ykkur undir nýjan kafla. Sjá alla pistla Aldísar hér. Það er ekki bara líkaminn hennar sem er að fara í gegnum breytingar. Rannsóknir sýna að hormónabreytingar komi fram hjá maka þeirra sem eru að ganga með barn. Þó svo að algengt sé að ást og hrifning aukist á meðgöngu, enda fátt fallegra en að búa til nýtt líf saman, þá skilar það sér ekki endilega út í kynlöngun. Hvað getur verið að draga úr kynlöngun? Hormónar Mælingar á testósteróni benda til þess að gildin fari lækkandi eftir því sem líður á meðgönguna og þau eru allt að 40% lægri fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns. Niðurstöður benda einnig til þess að feður sem mælast með lægra testósterón séu næmari fyrir þörfum nýfæddra barna sinna og séu alúðlegri í umgengni við barnið. Ótti við að valda skaða Undir venjulegum kringumstæðum, t.a.m þegar ekki er hætta á fyrirburafæðingu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að stunda kynlíf alla meðgönguna. Sum lýsa þó áhyggjum af því að valda barninu skaða eða koma óvart af stað fæðingu, gott er að ræða slíkar áhyggjur við ljósmóður sem getur metið stöðuna með ykkur. Hlutverkið þitt Sumir makar upplifa líka að hlutverk þeirra breytist smám saman eftir því sem líður á meðgönguna. Þegar það fer að síga á seinni hluta meðgöngu þarf oft að styðja öðruvísi við maka sinn og í vissum tilfellum þar sem heilsa og líðan eru ekki góð á meðgöngu getum við endað í hlutverki umönnunaraðila. Þessi breyttu hlutverk geta haft áhrif á kynlöngun ykkar beggja. Hreiðurgerð Einnig finna mörg fyrir því að erfiðara er að slaka á og njóta eftir því sem líður á meðgönguna. Oft hellist yfir okkur löngun til að gera og græja áður en barnið kemur í heiminn. Þessi streita getur dregið úr kynlöngun. En hvað er hægt að gera í stöðunni? Ef það dregur úr kynlífinu getur það verið tækifæri til að setja fókus á ólíkar tegundir nándar. Meðganga er tímabil breytinga, en hún getur líka dýpkað tengsl ef parið leyfir sér að vera heiðarlegt varðandi líðan sína. Ræðið um nánd án þess að kynlíf þurfi að vera markmiðið. Nudd, faðmlög, sameiginlegar sturtur eða einfaldlega að liggja saman í rúminu léttklædd eða nakin, án væntinga um kynlíf. Þú þarft ekki að laga kynlöngunina, heldur leyfa þér að hlusta á þarfir ykkar hverju sinni. Meðganga og foreldrahlutverkið krefjast næmni og sjálfsumhyggju. Ef þú nærð að nálgast þetta með forvitni frekar en sektarkennd, þá ertu þegar á réttri leið. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
Takk fyrir góða spurningu. Ég get lofað þér því að þú ert alls ekki sá eini sem hefur upplifað þetta. Nánast öll sambönd fara í gegnum tímabil sem einkennast af minni kynlöngun. Þessi kafli, sem þið eruð að ganga í gegnum, er sennilega einn sá algengasti sem pör nefna þegar þau rifja upp þau tímabil sem hafa einkennst af minni löngun. Þegar maki gengur með barn breytist svo margt. Líkaminn, hreyfigetan, svefninn, hormónar og líðan. Það sem áður kveikti í ykkur getur allt í einu virkað óþægilegt eða jafnvel skrítið. Það þýðir ekki að eitthvað sé að þér eða sambandinu, heldur eruð þið andlega og líkamlega byrjuð að undirbúa ykkur undir nýjan kafla. Sjá alla pistla Aldísar hér. Það er ekki bara líkaminn hennar sem er að fara í gegnum breytingar. Rannsóknir sýna að hormónabreytingar komi fram hjá maka þeirra sem eru að ganga með barn. Þó svo að algengt sé að ást og hrifning aukist á meðgöngu, enda fátt fallegra en að búa til nýtt líf saman, þá skilar það sér ekki endilega út í kynlöngun. Hvað getur verið að draga úr kynlöngun? Hormónar Mælingar á testósteróni benda til þess að gildin fari lækkandi eftir því sem líður á meðgönguna og þau eru allt að 40% lægri fyrstu mánuðina eftir fæðingu barns. Niðurstöður benda einnig til þess að feður sem mælast með lægra testósterón séu næmari fyrir þörfum nýfæddra barna sinna og séu alúðlegri í umgengni við barnið. Ótti við að valda skaða Undir venjulegum kringumstæðum, t.a.m þegar ekki er hætta á fyrirburafæðingu, þá er ekkert því til fyrirstöðu að stunda kynlíf alla meðgönguna. Sum lýsa þó áhyggjum af því að valda barninu skaða eða koma óvart af stað fæðingu, gott er að ræða slíkar áhyggjur við ljósmóður sem getur metið stöðuna með ykkur. Hlutverkið þitt Sumir makar upplifa líka að hlutverk þeirra breytist smám saman eftir því sem líður á meðgönguna. Þegar það fer að síga á seinni hluta meðgöngu þarf oft að styðja öðruvísi við maka sinn og í vissum tilfellum þar sem heilsa og líðan eru ekki góð á meðgöngu getum við endað í hlutverki umönnunaraðila. Þessi breyttu hlutverk geta haft áhrif á kynlöngun ykkar beggja. Hreiðurgerð Einnig finna mörg fyrir því að erfiðara er að slaka á og njóta eftir því sem líður á meðgönguna. Oft hellist yfir okkur löngun til að gera og græja áður en barnið kemur í heiminn. Þessi streita getur dregið úr kynlöngun. En hvað er hægt að gera í stöðunni? Ef það dregur úr kynlífinu getur það verið tækifæri til að setja fókus á ólíkar tegundir nándar. Meðganga er tímabil breytinga, en hún getur líka dýpkað tengsl ef parið leyfir sér að vera heiðarlegt varðandi líðan sína. Ræðið um nánd án þess að kynlíf þurfi að vera markmiðið. Nudd, faðmlög, sameiginlegar sturtur eða einfaldlega að liggja saman í rúminu léttklædd eða nakin, án væntinga um kynlíf. Þú þarft ekki að laga kynlöngunina, heldur leyfa þér að hlusta á þarfir ykkar hverju sinni. Meðganga og foreldrahlutverkið krefjast næmni og sjálfsumhyggju. Ef þú nærð að nálgast þetta með forvitni frekar en sektarkennd, þá ertu þegar á réttri leið. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira