Lífið

Elskar að bera klúta

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elísabet Gunnars segist stolt af því að sjá konur bera góðgerðarklútinn frá Konur er konum bestar.
Elísabet Gunnars segist stolt af því að sjá konur bera góðgerðarklútinn frá Konur er konum bestar. Aldís Páls

„Klúturinn er algjört trend núna, og notkun hans hefur tekið alveg nýja stefnu. Sem tískuáhugakona er ég svo peppuð og stolt að sjá alls konar íslenskar konur bera þennan klút,“ segir tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir um tískubylgjuna sem Halla Tómasdóttir hrinti af stað í kosningabaráttunni síðasta sumar.

Á kvennafrídaginn, 24. október síðastliðinn, hófu þær Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Elísabet Gunnarsdóttir, Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og Nanna Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Bestseller á Íslandi — vinkonur og konurnar á bak við góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar — sölu á sérstökum silkiklút til styrktar Hollvinum Grensás. Klúturinn er 90x90 sentímetrar úr silki.

Nýstárlega tískubylgja

„Ég hef notað klúta í gegnum árin á marga mismunandi vegu og finnst þeir frábærir – bæði fyrir mig sjálfa og sem falleg gjöf. Ég er sérlega montin af því að selja klút í ár, því hann gefur mikið fyrir peninginn. Þetta er bæði fylgihlutur og hárskraut, sem belti – bæði yfir blazer og buxur – á töskuna og um hálsinn, en líka sem bol þegar veðrið leyfir. Klúturinn fer aldrei úr tísku,“ segir Elísabet.

„Við sjáum hann sem flík sem konur geta klæðst með stolti á næsta kvennafrídegi, 17. júní eða öðrum hátíðisdögum. Hann sameinar klassíska íslenska einfaldleika og alþjóðlegan tískusmekk,“ bætir hún við.

Spurð hvaðan hugmyndin að hönnuninni komi, segir Elísabet að þær hafi viljað stíga út fyrir hið hefðbundna í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum:

„Við ákváðum að hafa klútinn hvítan, þar sem liturinn vísar til táknrænnar merkingar samstöðu kvenna í gegnum tíðina. Fánalitirnir í jaðri klútsins ramma inn þann kraft og elju sem íslenskar konur hafa sýnt í baráttunni síðustu 50 ár, og talan 50 prýðir tvö horn klútsins til að minna á afmæli dagsins.“

Elísabet segir að þær hafi áður hannað boli fyrir verkefnið, en nú hafi verið kominn tími til að breyta til:

„Við höfum alltaf lagt upp úr því að gera góðgerðarfatnað sem er jafnframt tískuvænn og með notagildi. Að þessu sinni vildum við gera eitthvað öðruvísi — og klúturinn átti svo sannarlega vel við núna. Hann er bæði trend í dag og klassískt tískuatriði sem fer aldrei úr tísku; það fer bara eftir tímabilinu hvernig hann er notaður.“

Hér að neðan má sjá myndir frá þesum sögulega degi:

Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls
Aldís Páls

Tengdar fréttir

„Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn

„Síðustu árin höfum við selt boli en í ár ákváðum við að breyta til og búa til klút - fyrir kvennaforsetann okkar, Höllu Tómasdóttur, sem hefur skapað tískustraum fyrir okkur og allar konur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir ein af konunum á bak við verkefnið Konur eru konum bestar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.