Innlent

Graf­alvar­leg staða hjá Norðuráli og frum­varp um brottfararstöð komið fram

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna hjá Norðuráli en nú liggur fyrir að það muni taka allt að einu ári að koma starfseminni í samt lag á ný. 

Við heyrum í Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi um málið og ræðum einnig við fjármálaráðherra. 

Þá verður rætt við íslenskukennara sem segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé en fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi á námsleyfum fyrir útlendinga hafa verið gagnrýndar. 

Og að auki segjum við frá því að á morgun er alþjóðlegur dagur gegn einelti og í tilefni hans fóru börn í Kópavogi í svokallaða vináttugöngu. Og í Grandaskóla var nýtt lag frumflutt sem hugsað er sem hvatning til samstöðu gegn einelti.

Í sportpakka verður fjallað um landsliðshóp kvenna í handbolta en þar eru töluverðar breytingar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 7.nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×