Lífið

„Þegar ég var á­tján ára gömul fæ ég aðra á­bendingu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ester opnar sig um ferlið þegar hún fann blóðföður sinn.
Ester opnar sig um ferlið þegar hún fann blóðföður sinn.

„Ég fór að heyra hluti sem ég átti ekki að heyra og fór að fá það að tilfinninguna að ég væri rangfeðruð,“ segir Ester Böðvarsdóttir sem rætt var við í fyrsta þættinum af Blóðböndum sem aðgengilegur er á Sýn+.

Hún komst í samband við blóðföður sinn 36 ára gömul. Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir hún sjálf að verkefnið hafi verið það erfiðasta á ferlinum.

Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýna hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður.

Í þættinum segir Ester frá aðdragandanum að því þegar hún ákvað að fara í þá vegferð að komast í samband við blóðföður sinn. 

Hún fékk fyrstu vísbendingu um að hún væri rangfeðruð þegar hún var 15 ára en gerði ekkert í því þar til rúmum tuttugu árum síðar þegar hún lét til skarar skríða að hafa samband við blóðföður sinn og viðbrögðin sem hún fékk voru ólýsanleg.

„Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu og það er svona viss orðrómur í fjölskyldunni. Hann hafði aldrei náð alla leið til mín en þegar ég er þarna átján ára nær hún alla leið til mín og ég heyri í fyrsta sinn nafnið hans. Þetta er frænka mín sem segir, ég veit hver pabbi þinn er,“ segir Ester en hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum sem er nú kominn inn á streymisveituna Sýn+.

Klippa: „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.