Logi á toppnum en Hákon á bekknum Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. nóvember 2025 20:01 Logi Tómasson og félagar í tyrkneska liðinu Samsunspor tylltu sér á toppinn í Sambandsdeildinni. Recep Bilek/Anadolu via Getty Images) Fjöldi leikja fór fram síðdegis í Sambandsdeildinni og Evrópudeildinni, íslenskir landsliðsmenn komu við sögu á ýmsum stöðum en þónokkuð margir voru í minna hlutverki en vanalega. Logi hélt hreinu Logi Tómasson fagnaði 3-0 sigri með Samsunspor gegn Hamrun í Sambansdeildinni. Logi byrjaði leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni en var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Samsunspor tyllti sér þar með í toppsætið, með fullt hús stiga og +7 markatölu. Hákon á bekknum Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá Lille en spilaði síðustu tíu mínúturnar í 1-0 tapi á útivelli gegn Rauða Stjörnunni í Serbíu. Hákon er alla jafnan byrjunarliðsmaður, fremstur á miðju með Oliver Giroud fyrir framan sig, en liðið tók töluverðum breytingum í þessum leik. Ngal‘ayel Mukau byrjaði í stað Hákons og Hamza Igamane var fremsti maður í stað Giroud. Hinn austurríski Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Elías fagnaði sigri Elías Rafn Ólafsson fagnaði 3-1 sigri með danska liðinu Midtjylland gegn skoska liðinu Celtic í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkmaðurinn stóð sig vel milli stanganna og hefði líklega haldið hreinu, en Midtjylland gaf frá sér vítaspyrnu undir lok leiks sem Reo Hatate skoraði úr og klóraði í bakkann. Íslendingalaus Íslendingaslagur Íslendingaliðin Malmö og Panathinaikos mættust í Evrópudeildinni og gríska liðið fór með 0-1 sigur. Enginn Íslendingur kom þó við sögu. Rafa Benítez lét Sverri Inga Ingason sitja á bekknum allan leikinn og sömu sögu er að segja af Daníel Tristani Guðjohnsen, leikmanni Malmö. Enginn Albert með Fiorentina Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í 2-1 tapi á útivelli í Sambandsdeildinni gegn þýska liðinu Mainz. Albert er staddur hér á landi og mætti fyrir Landsrétt í gær. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Logi hélt hreinu Logi Tómasson fagnaði 3-0 sigri með Samsunspor gegn Hamrun í Sambansdeildinni. Logi byrjaði leikinn í vinstri bakvarðarstöðunni en var tekinn af velli þegar tæpar tíu mínútur voru eftir. Samsunspor tyllti sér þar með í toppsætið, með fullt hús stiga og +7 markatölu. Hákon á bekknum Hákon Arnar Haraldsson var á bekknum hjá Lille en spilaði síðustu tíu mínúturnar í 1-0 tapi á útivelli gegn Rauða Stjörnunni í Serbíu. Hákon er alla jafnan byrjunarliðsmaður, fremstur á miðju með Oliver Giroud fyrir framan sig, en liðið tók töluverðum breytingum í þessum leik. Ngal‘ayel Mukau byrjaði í stað Hákons og Hamza Igamane var fremsti maður í stað Giroud. Hinn austurríski Marko Arnautovic skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 85. mínútu. Elías fagnaði sigri Elías Rafn Ólafsson fagnaði 3-1 sigri með danska liðinu Midtjylland gegn skoska liðinu Celtic í Evrópudeildinni. Landsliðsmarkmaðurinn stóð sig vel milli stanganna og hefði líklega haldið hreinu, en Midtjylland gaf frá sér vítaspyrnu undir lok leiks sem Reo Hatate skoraði úr og klóraði í bakkann. Íslendingalaus Íslendingaslagur Íslendingaliðin Malmö og Panathinaikos mættust í Evrópudeildinni og gríska liðið fór með 0-1 sigur. Enginn Íslendingur kom þó við sögu. Rafa Benítez lét Sverri Inga Ingason sitja á bekknum allan leikinn og sömu sögu er að segja af Daníel Tristani Guðjohnsen, leikmanni Malmö. Enginn Albert með Fiorentina Albert Guðmundsson var ekki með Fiorentina í 2-1 tapi á útivelli í Sambandsdeildinni gegn þýska liðinu Mainz. Albert er staddur hér á landi og mætti fyrir Landsrétt í gær.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Leik lokið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Fleiri fréttir Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira