Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 17:07 Zohran Mamdani, verðandi borgarstjóri New York í Bandaríkjanna. AP/Yuki Iwamura Zohran Mamdani var í gær kjörinn borgarstjóri New York í Bandaríkjunum. Þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs verður hann yngsti borgarstjóri New York frá 1892 en hann verður einnig fyrsti borgarstjórinn sem fæddist í Afríku og fyrsti músliminn til að sinna embættinu. Zohran Kwame Mamdani fæddist í Úganda árið 1991. Móðir hans er Mira Nair, þekkt kvikmyndagerðarkona og faðir hans, Mahmood Mamdani, er þekktur prófessor í nýlendufræðum og mannfræði við Columbia-háskóla. Foreldrarnir eru báðir fæddir á Indlandi og er móðirin hindúatrúar og faðirinn múslimi. Zohran er sömuleiðis múslimi en hann er eina barn foreldra sinna. Þegar Mamdani var sjö ára flutti fjölskyldan til New York og þar stundaði hann nám og fékk ríkisborgararétt. Hann situr á ríkisþingi New York en var mjög lítið þekktur í ríkinu og borginni þegar hann tilkynnti framboð sitt í október í fyrra. Það framboð vatt þó hratt upp á sig og hefur það að miklu leyti verið rakið til skilvirks málflutnings Mamdani og góðrar notkunar hans á samfélagsmiðlum. Um tíma rappaði Mamdani undir nafninu Mr. Cardamom. Finna má eitt lag eftir hann á Youtube-síðu Mr. Cardamom og heitir það Nani. Framboð hans, sem var að stærstum hluta fjármagnað án aðkomu ríkra manna, laðaði til sín gífurlegan fjölda sjálfboðaliða og vann hann nokkuð afgerandi sigur. Kjörsókn hefur ekki verið eins há í um hálfa öld en rúmlega tvær milljónir íbúa New York greiddu atkvæði í kosningunum, sem er nærri því tvöfalt fleiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Rúm milljón veitti Mamdani atkvæði sitt og var það í fyrsta sinn sem frambjóðandi gerir það frá árinu 1969. Lagði áherslu á málefni vinnandi fólks Mamdani er sósíalisti, í anda Bernie Sanders, frekar en í anda Stalíns, eins og hægrimenn vestanhafs vilja margir meina. Í kosningabaráttunni lofaði hann íbúum New York ókeypis leikskólaplássum, ókeypis almenningssamgöngum, lægri húsnæðiskostnaði og lofaði hann því að koma á matvöruverslunum í samfélagseign. Þar að auki hét hann hærri sköttum á fyrirtæki og auðugt fólk, sem féll ekki í kramið hjá auðjöfrum í New York. Í raun má segja að Mamdani hafi lagt áherslu á lífskjör vinnandi fólks og málefni sem skiptir það máli. Demókratar hafa á undanförnum árum verið gagnrýndir fyrir að hundsa þessi málefni. Reyndi að koma til móts við auðuga íbúa Kosningaloforð Mamdanis um hærri skatta á auðugt fólk og fyrirtæki fóru ekki vel í þetta fólk og studdu margir auðjöfrar Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, og beittu auðæfum sínum jafnvel gegn Mamdani. Pólitískir aðgerðasjóðir sem notaðir voru til að styðja Cuomo söfnuðu rúmlega fjörutíu milljónum dala. Sambærilegir sjóðir Mamdanis söfnuðu um tíu milljónum. Í grein New York Times segir að í áratugi hafi enginn orðið borgarstjóri New York án nokkurs stuðnings frá auðugustu íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn verðandi varði þó nokkru púðri í að reyna að koma til móts við auðugt fólk. Mamdani setti sig í samband við marga auðmenn á undanförnum mánuðum. Hann mun hafa sagt þeim að grunnafstaða hans myndi ekki breytast en hann gæti sýnt sveigjanleika og leitaði ráða, meðal annars frá Larry Fink, yfirmanni BlackRock og Hamilton E. James, fyrrverandi yfirmanni Blackstone. Zohran Mamdani með foreldrum sínum og eiginkonu.AP/Yuki Iwamura Það eru mjög áhrifamikil fjárfestingafélög. Í samtali við auðuga íbúa New York sagði Mamdani að hann ætlaði sér að auka aðgengi að leikskólum og almenningssamgöngum en hann væri opinn fyrir því að hækka ekki skatta á auðugt fólk, ef hann fyndi aðrar leiðir til að fjármagna markmið sín. Á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í ágúst lagði Mamdani til að létta á reglum um nýbyggingar en það eru breytingar sem atvinnulífið hefur lengi kallað eftir. Í grein NYT segir að margir sem sóttu fundinn hafi gengið út af honum með allt annað álit á Mamdani en þeir höfðu þegar fundurinn hófst. Aðrir sögðu fundinn hafa verið til marks um að hægt væri að skiptast á skoðunum við hann. Lofaði stuðningsmenn sína og ræddi Trump Þegar Mamdani hélt sigurræðu sína gantaðist hann með að þó hann hefði gert sitt besta til að eldast væri hann enn ungur. „Ég er múslimi. Ég er sósíalisti og verst af öllu, þá neita ég að biðjast afsökunar á því,“ sagði hann í gríni. Þá lofaði hann stuðningsmenn sína og vini fyrir að hafa sigrað pólitískt stórveldi. „Ég óska Andrew Cuomo alls hins besta í lífinu en látum þetta verða í síðasta sinn sem ég nefni hann á nafn.“ Hann beindi einnig orðum sínum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og fyrrverandi íbúa New York. Mamdani sagði Trump holdgerving margra af plágum borgarinnar. Nefndi hann sérstaklega vonda húsnæðiseigendur og menningu spillingar og sagði að borgin sem hefði getið Trump af sér ætti réttilega að vera staðurinn sem sýndi hvernig berst væri að berjast gegn honum. Í ræðunni, sem stóð yfir í um 25 mínútur, talaði hann mikið til stuðningsmanna sinna af hinum ýmsu bakgrunnum og þjóðernum. Hann talaði einnig til ungs fólks, sem hann sagði hafa neitað að sætta sig við að loforðið um betri lífsskilyrði heyrði sögunni til. Ballið byrjar Mamdani mun þurfa að etja kappi við Trump. Forsetinn hefur heitið því að draga úr opinberum fjárveitingum til New York og hefur ekki farið leynt með lítið álit sitt á borgarstjóranum verðandi. Meðal annars hefur Trump kallað Mamdani kommúnista og hótað því að láta handtaka hann. Kvöldið fyrir kjördag sagði Trump að ef Mamdani yrði borgarstjóri myndi borgin ekki lifa það af, ef svo má segja. Þegar ljóst var að Mamdani hafði unnið birti Trump á samfélagsmiðli sínum: „… NÚ BYRJAR BALLIÐ!“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Zohran Kwame Mamdani fæddist í Úganda árið 1991. Móðir hans er Mira Nair, þekkt kvikmyndagerðarkona og faðir hans, Mahmood Mamdani, er þekktur prófessor í nýlendufræðum og mannfræði við Columbia-háskóla. Foreldrarnir eru báðir fæddir á Indlandi og er móðirin hindúatrúar og faðirinn múslimi. Zohran er sömuleiðis múslimi en hann er eina barn foreldra sinna. Þegar Mamdani var sjö ára flutti fjölskyldan til New York og þar stundaði hann nám og fékk ríkisborgararétt. Hann situr á ríkisþingi New York en var mjög lítið þekktur í ríkinu og borginni þegar hann tilkynnti framboð sitt í október í fyrra. Það framboð vatt þó hratt upp á sig og hefur það að miklu leyti verið rakið til skilvirks málflutnings Mamdani og góðrar notkunar hans á samfélagsmiðlum. Um tíma rappaði Mamdani undir nafninu Mr. Cardamom. Finna má eitt lag eftir hann á Youtube-síðu Mr. Cardamom og heitir það Nani. Framboð hans, sem var að stærstum hluta fjármagnað án aðkomu ríkra manna, laðaði til sín gífurlegan fjölda sjálfboðaliða og vann hann nokkuð afgerandi sigur. Kjörsókn hefur ekki verið eins há í um hálfa öld en rúmlega tvær milljónir íbúa New York greiddu atkvæði í kosningunum, sem er nærri því tvöfalt fleiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Rúm milljón veitti Mamdani atkvæði sitt og var það í fyrsta sinn sem frambjóðandi gerir það frá árinu 1969. Lagði áherslu á málefni vinnandi fólks Mamdani er sósíalisti, í anda Bernie Sanders, frekar en í anda Stalíns, eins og hægrimenn vestanhafs vilja margir meina. Í kosningabaráttunni lofaði hann íbúum New York ókeypis leikskólaplássum, ókeypis almenningssamgöngum, lægri húsnæðiskostnaði og lofaði hann því að koma á matvöruverslunum í samfélagseign. Þar að auki hét hann hærri sköttum á fyrirtæki og auðugt fólk, sem féll ekki í kramið hjá auðjöfrum í New York. Í raun má segja að Mamdani hafi lagt áherslu á lífskjör vinnandi fólks og málefni sem skiptir það máli. Demókratar hafa á undanförnum árum verið gagnrýndir fyrir að hundsa þessi málefni. Reyndi að koma til móts við auðuga íbúa Kosningaloforð Mamdanis um hærri skatta á auðugt fólk og fyrirtæki fóru ekki vel í þetta fólk og studdu margir auðjöfrar Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóra New York, og beittu auðæfum sínum jafnvel gegn Mamdani. Pólitískir aðgerðasjóðir sem notaðir voru til að styðja Cuomo söfnuðu rúmlega fjörutíu milljónum dala. Sambærilegir sjóðir Mamdanis söfnuðu um tíu milljónum. Í grein New York Times segir að í áratugi hafi enginn orðið borgarstjóri New York án nokkurs stuðnings frá auðugustu íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn verðandi varði þó nokkru púðri í að reyna að koma til móts við auðugt fólk. Mamdani setti sig í samband við marga auðmenn á undanförnum mánuðum. Hann mun hafa sagt þeim að grunnafstaða hans myndi ekki breytast en hann gæti sýnt sveigjanleika og leitaði ráða, meðal annars frá Larry Fink, yfirmanni BlackRock og Hamilton E. James, fyrrverandi yfirmanni Blackstone. Zohran Mamdani með foreldrum sínum og eiginkonu.AP/Yuki Iwamura Það eru mjög áhrifamikil fjárfestingafélög. Í samtali við auðuga íbúa New York sagði Mamdani að hann ætlaði sér að auka aðgengi að leikskólum og almenningssamgöngum en hann væri opinn fyrir því að hækka ekki skatta á auðugt fólk, ef hann fyndi aðrar leiðir til að fjármagna markmið sín. Á fundi með leiðtogum atvinnulífsins í ágúst lagði Mamdani til að létta á reglum um nýbyggingar en það eru breytingar sem atvinnulífið hefur lengi kallað eftir. Í grein NYT segir að margir sem sóttu fundinn hafi gengið út af honum með allt annað álit á Mamdani en þeir höfðu þegar fundurinn hófst. Aðrir sögðu fundinn hafa verið til marks um að hægt væri að skiptast á skoðunum við hann. Lofaði stuðningsmenn sína og ræddi Trump Þegar Mamdani hélt sigurræðu sína gantaðist hann með að þó hann hefði gert sitt besta til að eldast væri hann enn ungur. „Ég er múslimi. Ég er sósíalisti og verst af öllu, þá neita ég að biðjast afsökunar á því,“ sagði hann í gríni. Þá lofaði hann stuðningsmenn sína og vini fyrir að hafa sigrað pólitískt stórveldi. „Ég óska Andrew Cuomo alls hins besta í lífinu en látum þetta verða í síðasta sinn sem ég nefni hann á nafn.“ Hann beindi einnig orðum sínum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og fyrrverandi íbúa New York. Mamdani sagði Trump holdgerving margra af plágum borgarinnar. Nefndi hann sérstaklega vonda húsnæðiseigendur og menningu spillingar og sagði að borgin sem hefði getið Trump af sér ætti réttilega að vera staðurinn sem sýndi hvernig berst væri að berjast gegn honum. Í ræðunni, sem stóð yfir í um 25 mínútur, talaði hann mikið til stuðningsmanna sinna af hinum ýmsu bakgrunnum og þjóðernum. Hann talaði einnig til ungs fólks, sem hann sagði hafa neitað að sætta sig við að loforðið um betri lífsskilyrði heyrði sögunni til. Ballið byrjar Mamdani mun þurfa að etja kappi við Trump. Forsetinn hefur heitið því að draga úr opinberum fjárveitingum til New York og hefur ekki farið leynt með lítið álit sitt á borgarstjóranum verðandi. Meðal annars hefur Trump kallað Mamdani kommúnista og hótað því að láta handtaka hann. Kvöldið fyrir kjördag sagði Trump að ef Mamdani yrði borgarstjóri myndi borgin ekki lifa það af, ef svo má segja. Þegar ljóst var að Mamdani hafði unnið birti Trump á samfélagsmiðli sínum: „… NÚ BYRJAR BALLIÐ!“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira