Handbolti

KA/Þór gerði jafn­tefli við botn­liðið

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik KA/Þór og Vals í fyrndinni
Úr leik KA/Þór og Vals í fyrndinni Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag en Stjarnan hefur ekki enn unnið leið í deildinni í vetur. Stjörnukonur voru þó hársbreidd frá fyrsta sigrinum í dag.

Stjarnan leiddi 22-20 þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en Norðankonur áttu síðustu tvö mörk leiksins og björguðu þannig jafntefli fyrir horn.

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæst í liði KA/Þórs í dag með níu mörk en hún skoraði jöfnunarmarkið úr víti þegar tæp mínúta var á klukkunni en alls skoraði Tinna sjö mörk úr vítum í dag í jafn mörgum tilraunum.

Stjarnan fékk tækifæri til að stela sigrinum enda nóg eftir á klukkunni en sóknarbrot var dæmt á hina færeysku Natasja Hammer og sigurinn rann þar með úr greipum heimakvenna.

Natasja var markahæst Stjörnukvenna með sex mörk og þá átti Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir góðan dag í markinu og varði 14 skot.

KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með níu stig og fjóra sigra í sjö leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×