„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2025 20:05 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem mætti á málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í gær. Hún er hér með Margréti Guðmundsdóttur, sem er formaður Suðurlandsdeildar „Delta Kappa Gamma“, sem er félag kvenna í fræðslustörfum en félagið stóð fyrir málþinginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira