„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2025 20:05 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem mætti á málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í gær. Hún er hér með Margréti Guðmundsdóttur, sem er formaður Suðurlandsdeildar „Delta Kappa Gamma“, sem er félag kvenna í fræðslustörfum en félagið stóð fyrir málþinginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira