Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. nóvember 2025 07:01 Rasmus Jarlov er ekki á sama máli og Erna Ýr hvað varðar stöðu Íslands gagnvart Danmörku áður en landið öðlaðist sjálfstæði. Getty/Bylgjan Danskur þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir Ísland aldrei hafa verið nýlendu og segir íslenskum netverja að komast út úr fórnarlambshugarfari. Deilt hefur verið um það hvort Ísland hafi verið nýlenda eða hjálenda Danmerkur. Upphafið að samskiptunum má rekja til færslu á X sem hinn sænski William Hahne, fyrrverandi formaður hægrisinnaða stjórnmálaflokksins Valkostur fyrir Svíþjóð, birti síðastliðinn fimmtudag. Hahne ímyndaði sér þar norrænt bandalag fimm þjóða, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Danmerkur og Íslands, sem deili „ættboga, menningu, sögu og málaætt.“ Hahne er 33 ára gamall fyrrverandi þingmaður. Hann listar síðar upp ýmsa kosti þess og segir slíkt bandalag myndu telja rúmlega 28 milljónir manna, tvær trilljónir í verg landsframleiðslu, fjölbreytt hagkerfi og góð lífskjör. „Sterkari saman. Norðrið sameinað,“ skrifaði hann. Hahne er þekktastur fyrir að hafa verið rekinn úr hægriflokknum Svíþjóðardemókrötum árið 2015, þá varaformaður ungliðareyfingar flokksins, ásamt sjö öðrum vegna kynþáttahyggju og tengsla við öfgahópa. Hluti af þeim hópi stofnaði Valkost fyrir Svíþjóð þremur árum síðar. Sjá einnig: „Íslandsvinurinn“ Hahne rekinn úr Svíþjóðardemókrötum Hahne hafði þó áður komist í fréttirnar hérlendis. Árið 2010 var hann staddur á Íslandi vegna þings Norðurlandaráðs og var þá hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. „Við vorum nýlenda þeirra, þöngulhausinn þinn“ En aftur að sjálfri færslu Hahne sem vakti töluverð viðbrögð. Fjölmgargir fögnuðu hugmyndinni meðan aðrir gagnrýndu hana. Einn gagnrýnenda var Erna Ýr Öldudóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi blaðamaður, sem hafnaði hugmynd Hahne algjörlega. Erna Ýr er ekki par sátt með hugmynd Hahne. „Við vorum nýlenda þeirra, þöngulhausinn þinn,“ skrifaði Erna í ummælum við færsluna og átti þar við Danmörku. Hún bætti við að Hahne gæti sleppt því að telja Ísland með í bandalaginu. Fleiri en Hahne sáu greinilega svar Ernu því Rasmus Jarlov, þingmaður danska íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra Dana, svaraði henni með afgerandi móti: „Þið voruð aldrei nýlenda. Komdu þér út úr fórnarlambshugarfari þínu,“ tísti hann. Jarlov var viðskiptaráðherra Dana frá 2018 til 2019.Getty „Það er bara verið að kalla í stórskotaliðið,“ svaraði Erna Ýr þá og birti mynd af prófílsíðu Jarlov á miðlinum. Þar má sjá mynd af honum, bakgrunnsmynd af kirkju og ýmsar upplýsingar um kauða, þar með talið að hann sé formaður varnarmálanefndar Danmerkur. „Konungar Íslands eru enn grafnir í kirkjunni á myndinni. Endilega komdu í heimsókn,“ sagði Jarlov og átti þar við dómkirkjuna í Hróarskeldu. „Er þetta boð um að koma og skoða þýfið?“ svaraði Erna og lauk samskiptunum milli þeirra þar. Var Ísland (ekki) nýlenda Dana? Eftir situr þá spurningin, hvor hafði rétt fyrir sér um stöðu Íslands gagnvart Danmörku, langrækni Íslendingurinn eða hrokafulli Daninn? Á Vísindavefnum hefur sagnfræðingurinn Guðmundur Hálfdánarson einmitt svarað spurningunni „Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?“ Guðmundur segir þar að staða Íslands gagnvart Danmörku hafi alla tíð verið frekar óljós og umdeild, og breyst verulega í tímans rás. Einnig skipti máli hver sé spurður álits, þannig hafi danski lögspekingurinn J. E. Larsen og Jón Sigurðsson komist að gjörólíkum niðurstöðum í málinu. Formlega séð hafi Ísland ekki verið dönsk nýlenda að sögn Guðmundar þó landið hafi ekki verið ósnert af hinni „nýju heimsvaldastefnu“. „Jafnaðarmerki var gjarnan sett á milli hugtaksins „Evrópu“ og „siðmenningar“, og fullkomlega eðlilegt þótti að „þróaðar“ þjóðir fengju að ráðskast af vild með „vanþróaða villimenn“. Staða Íslands í þessari nýju heimsmynd var óviss frá upphafi,“ skrifar Guðmundur. Íslendingar hafi sjálfir ekki verið í vafa um að þeir væru fullgildir Evrópubúar en ýmsir erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim á 19. öld voru ekki sama sinnis. Íslendingar hafi gjarnan verið settir á stall með nýlendubúum í Afríku og Asíu í ferðabókum manna sem komu til landsins. „Slík viðhorf virðast þó ekki hafa sett mark sitt á afstöðu danskra ráðamanna til Íslendinga, þótt þau kunni að hafa haft áhrif á viðhorf til Íslendinga meðal dansks almennings,“ skrifar hann. Þannig hafi Íslendingar, ásamt Færeyingum, fengið sama rétt og aðrir borgarar í ríkinu til að kjósa fulltrúa sína á danska þjóðþingið meðan Grænlendingum hlotnaðist ekki sá heiður. Danmörk Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Upphafið að samskiptunum má rekja til færslu á X sem hinn sænski William Hahne, fyrrverandi formaður hægrisinnaða stjórnmálaflokksins Valkostur fyrir Svíþjóð, birti síðastliðinn fimmtudag. Hahne ímyndaði sér þar norrænt bandalag fimm þjóða, Svíþjóðar, Noregs, Finnlands, Danmerkur og Íslands, sem deili „ættboga, menningu, sögu og málaætt.“ Hahne er 33 ára gamall fyrrverandi þingmaður. Hann listar síðar upp ýmsa kosti þess og segir slíkt bandalag myndu telja rúmlega 28 milljónir manna, tvær trilljónir í verg landsframleiðslu, fjölbreytt hagkerfi og góð lífskjör. „Sterkari saman. Norðrið sameinað,“ skrifaði hann. Hahne er þekktastur fyrir að hafa verið rekinn úr hægriflokknum Svíþjóðardemókrötum árið 2015, þá varaformaður ungliðareyfingar flokksins, ásamt sjö öðrum vegna kynþáttahyggju og tengsla við öfgahópa. Hluti af þeim hópi stofnaði Valkost fyrir Svíþjóð þremur árum síðar. Sjá einnig: „Íslandsvinurinn“ Hahne rekinn úr Svíþjóðardemókrötum Hahne hafði þó áður komist í fréttirnar hérlendis. Árið 2010 var hann staddur á Íslandi vegna þings Norðurlandaráðs og var þá hent út af Ölstofunni fyrir að veitast að barþjóni af palestínskum uppruna. „Við vorum nýlenda þeirra, þöngulhausinn þinn“ En aftur að sjálfri færslu Hahne sem vakti töluverð viðbrögð. Fjölmgargir fögnuðu hugmyndinni meðan aðrir gagnrýndu hana. Einn gagnrýnenda var Erna Ýr Öldudóttir, viðskiptafræðingur og fyrrverandi blaðamaður, sem hafnaði hugmynd Hahne algjörlega. Erna Ýr er ekki par sátt með hugmynd Hahne. „Við vorum nýlenda þeirra, þöngulhausinn þinn,“ skrifaði Erna í ummælum við færsluna og átti þar við Danmörku. Hún bætti við að Hahne gæti sleppt því að telja Ísland með í bandalaginu. Fleiri en Hahne sáu greinilega svar Ernu því Rasmus Jarlov, þingmaður danska íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra Dana, svaraði henni með afgerandi móti: „Þið voruð aldrei nýlenda. Komdu þér út úr fórnarlambshugarfari þínu,“ tísti hann. Jarlov var viðskiptaráðherra Dana frá 2018 til 2019.Getty „Það er bara verið að kalla í stórskotaliðið,“ svaraði Erna Ýr þá og birti mynd af prófílsíðu Jarlov á miðlinum. Þar má sjá mynd af honum, bakgrunnsmynd af kirkju og ýmsar upplýsingar um kauða, þar með talið að hann sé formaður varnarmálanefndar Danmerkur. „Konungar Íslands eru enn grafnir í kirkjunni á myndinni. Endilega komdu í heimsókn,“ sagði Jarlov og átti þar við dómkirkjuna í Hróarskeldu. „Er þetta boð um að koma og skoða þýfið?“ svaraði Erna og lauk samskiptunum milli þeirra þar. Var Ísland (ekki) nýlenda Dana? Eftir situr þá spurningin, hvor hafði rétt fyrir sér um stöðu Íslands gagnvart Danmörku, langrækni Íslendingurinn eða hrokafulli Daninn? Á Vísindavefnum hefur sagnfræðingurinn Guðmundur Hálfdánarson einmitt svarað spurningunni „Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?“ Guðmundur segir þar að staða Íslands gagnvart Danmörku hafi alla tíð verið frekar óljós og umdeild, og breyst verulega í tímans rás. Einnig skipti máli hver sé spurður álits, þannig hafi danski lögspekingurinn J. E. Larsen og Jón Sigurðsson komist að gjörólíkum niðurstöðum í málinu. Formlega séð hafi Ísland ekki verið dönsk nýlenda að sögn Guðmundar þó landið hafi ekki verið ósnert af hinni „nýju heimsvaldastefnu“. „Jafnaðarmerki var gjarnan sett á milli hugtaksins „Evrópu“ og „siðmenningar“, og fullkomlega eðlilegt þótti að „þróaðar“ þjóðir fengju að ráðskast af vild með „vanþróaða villimenn“. Staða Íslands í þessari nýju heimsmynd var óviss frá upphafi,“ skrifar Guðmundur. Íslendingar hafi sjálfir ekki verið í vafa um að þeir væru fullgildir Evrópubúar en ýmsir erlendir ferðamenn sem sóttu landið heim á 19. öld voru ekki sama sinnis. Íslendingar hafi gjarnan verið settir á stall með nýlendubúum í Afríku og Asíu í ferðabókum manna sem komu til landsins. „Slík viðhorf virðast þó ekki hafa sett mark sitt á afstöðu danskra ráðamanna til Íslendinga, þótt þau kunni að hafa haft áhrif á viðhorf til Íslendinga meðal dansks almennings,“ skrifar hann. Þannig hafi Íslendingar, ásamt Færeyingum, fengið sama rétt og aðrir borgarar í ríkinu til að kjósa fulltrúa sína á danska þjóðþingið meðan Grænlendingum hlotnaðist ekki sá heiður.
Danmörk Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira