Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 16:15 Jóhannes Már Pétursson er formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs HA. Samsett Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“ Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Drögin að frumvarpinu um breytingu á lögum um útlendinga og lögum um atvinnurétt útlendinga voru birt af dómsmálaráðuneytinu í samráðsgátt stjórnvalda fyrir helgi. Samdægurs birtust umsagnir um frumvarpið þar sem erlendir nemendur mótmæltu fyriráætlununum. Meðal breytinga sem lagt er til að ráðist verði í er að erlendir námsmenn þurfi að sýna fram á fullnægjandi námsárangur við hverja endurnýjun dvalarleyfis í stað þess að gefa upp einingafjölda líkt og venjan hefur verið. Þá fá nemendurnir einungis atvinnuleyfi til eins árs að lokinni útskrift í stað þriggja ára líkt og venjan hefur verið. Með ráðuneytinu fullyrðir ráðherrann að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi. Á móti kemur mega nemendurnir núna starfa í sextíu prósenta starfi meðan á námsdvölinni stendur, en hundrað prósent í viðurkenndum leyfum skólans. Þar er um jóla- og sumarfrí að ræða. Jóhannes Már Pétursson, formaður Alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri, segir skiptar skoðanir meðal erlendra nema skólans á drögunum. „Margir hafa áhyggjur af því að ef þetta færi í gegn þá myndu margir erlendir nemendur hætta við að koma í nám til Akureyrar, eða til Íslands yfirhöfuð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. „Við HA er til dæmis meistaranám í Heimskautarétti sem er mjög vel sótt af erlendum nemendum. Margir hafa áhyggjur af því að aðsóknin muni minnka töluvert.“ Hann tekur undir að möguleiki sé á að ef verður af frumvarpinu geti námsbrautin verið undir. Af fjörutíu nemendum sem hófu námið í haust var einn þeirra íslenskur. Þá veldur krafan um að uppfylla vissan árangur nemendum áhyggjum. „Margir halda því fram að þetta muni stressa nemendur mun meira ef þeir þurfa að sýna fram á vissan árangur og eins og staðan er myndi þetta draga úr aðsókn. Á sama tíma finnst öðrum alveg skiljanlegt að þurfa sýna fram á velgengni og að sýna fram á að þau séu virk í því námi sem þau koma til að stunda hérlendis. Þetta er mjög umdeilt, meðal nemenda sem ég ræddi við,“ segir Jóhannes. Margir þeirra, líkt og íslenskir háskólanemar, starfa meðfram náminu auk þess sem þau taka námskeið í íslensku. Jóhannes óttast áhrifin sem fækkun erlendra nemenda kann að hafa. Stór hópur erlendra nema stundar nám við skólann og fjölgar þeim einungis með árunum. „Þetta væri meira óöryggi fyrir þessa nema og mögulega leiða til þess að þau hætti að koma í nám sem til lengri tíma séð gæti lækkað gæði náms.“
Háskólar Innflytjendamál Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira