Sport

Arnar skilur ekkert í Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþálfari á enn eftir að sjá Tottenham spila nægilega vel á þessu tímabili.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþálfari á enn eftir að sjá Tottenham spila nægilega vel á þessu tímabili.

„Hvað er Thomas Frank að elda þarna í eldhúsinu?,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson þegar hann spurði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfara út í Tottenham-liðið í Sunnudagsmessunni um helgina. Tottenham vann Everton 3-0 í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

„Ég veit ekkert hvar ég hef þetta lið. Bodø/Glimt sundurspilaði þá í Meistaradeildinni á dögunum. Þeirra frammistaða á heimavelli hefur síðan verið bara slök á tímabilinu. En á útivelli hafa þeir verið sterkir,“ segir Arnar og heldur áfram.

„Eitt af aðalsmerkjum Thomas Frank hjá Brentford voru föstu leikatriðin sem hinn Ástralinn geðþekki [Ange Postecoglou] nennti varla að æfa. Enn og aftur eru svona mörk að breyta leikjum,“ segir Arnar um mörk Spurs gegn Everton um helgina.

„En það má ekki gleyma því að Tottenham er með frábæran hóp. Er þetta ekki topp sex hópur? Er ekki krafan að þeir eigi möguleika á því að komast í Meistaradeildina eftir tímabilið. Þeir eru með frábæra leikmenn en þeir eiga eftir að sannfæra mig aðeins. Þeirra besta frammistaða var á móti City.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Sunnudagsmessunni.

Klippa: Arnar skilur ekkert í Tottenham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×