„Það er spurning fyrir stjórnina“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2025 18:36 Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, gat ekki sagt til um það hvort leikurinn í dag hafi verið hans síðasti. vísir / pawel Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals. „Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sjá meira