„Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar 25. október 2025 15:02 Dagur vitundarvakningar um POTS og Dysautonomia awareness month. Í dag er alþjóðlegur vitundardagur POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome), sem er eitt af fjölmörgum heilkennum sem fellur undir regnhlíf ósjálfráðra taugakerfisraskana sem kallast Dysautonomia. Hvað er POTS? POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) er röskun á ósjálfráða taugakerfinu, þeim hluta taugakerfisins sem sér um líkamsstarfsemi sem við þurfum ekki að hugsa um, eins og blóðflæði, öndun, meltingu og hitastjórnun. Þegar einstaklingur með POTS stendur upp eða breytir um stöðu bregst taugakerfið ekki rétt við. Það tekst ekki að samhæfa blóðflæði og þrýsting sem þarf til að halda stöðugleika í líkamanum, sem veldur því að ýmis líffærakerfi fara úr jafnvægi. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, svo sem svimi, orkuleysi, ógleði, mæði, dofi, hitabreytingar, meltingartruflanir, hjartsláttarónot og einbeitingarerfiðleikar. Í sumum tilfellum eru einkennin væg, en í mörgum geta þau verið mjög hamlandi og lífshamlandi. Einföld dagleg verkefni, eins og að standa upp, ganga stuttan spöl eða fara í sturtu, geta orðið að erfiðri áskorun sem tæmir allan kraft. Þó að POTS sé ekki lífshættulegt heilkenni í sjálfu sér hefur það djúpstæð áhrif á lífsgæði og daglega virkni. Það breytir því hvernig fólk getur starfað, lært, átt samskipti og tekið þátt í lífinu. Það hefur einnig áhrif á fjölskyldur, sem þurfa að aðlaga sig breyttum aðstæðum þegar foreldri, maki eða barn getur ekki lengur sinnt sínum hlutverkum með sama hætti og áður. Lífið með POTS og aðrar dysautonomia raskanir snýst að miklu leyti um orkustjórnun og að læra að virða eigin mörk. Það sem virkaði í gær getur reynst ómögulegt í dag. Sumir dagar leyfa einstaklingnum að sinna daglegum athöfnum með tiltölulega góðri virkni, en aðrir dagar takmarkast við það eitt að sinna eigin grunnþörfum ásamt því að komast á milli herbergja heima hjá sér. Það sem gerir POTS sérstaklega krefjandi er að þessi mörk eru ekki stöðug heldur breytast þau frá degi til dags, jafnvel frá klukkustund til klukkustundar. Einstaklingurinn veit sjaldnast að hann er kominn að mörkum fyrr en líkaminn segir stopp. Þessi ófyrirsjáanleiki hefur áhrif á sjálfsmynd, sjálfstæði og tilfinningu fyrir stjórn á eigin lífi. Þetta eru ekki aðeins líkamlegar hindranir heldur einnig álag á andlega og félagslega þátttöku. Sjúkdómsbyrðin og ósýnilega baráttan Undanfarin ár hefur vitund um POTS og aðra dysautonomia raskanir aukist, bæði á Íslandi og víða um heim. Fólk hefur stigið fram, sagt frá reynslu sinni og hvatt heilbrigðiskerfið til að gera betur í greiningu og meðferð. Samt sem áður upplifir margt fólk að því sé ekki trúað, sérstaklega þegar einkenni eru breytileg eða sjást ekki utan frá. Fordómar bitna á þeim sem síst skyldi, fólki sem er að reyna sitt besta að lifa með veikindum sem enginn velur sér. Ég fór nýlega til læknis vegna flensu. Þegar læknirinn kallaði mig inn á stofu þurfti ég að ganga stuttan gang en vegna veikinda ofan í POTS var það næstum óyfirstíganlegt. Ég varð mæðin, svimaðiaugl og átti í erfiðleikum með tal þegar ég komst inn á stofuna. Læknirinn var mjög hissa á því hversu veikt fólk með POTS getur orðið og vissi ekki hvort hann ætti að hringja á sjúkrabíl eða sinna mér eins og venjulega. Ég sjálf gat ekki sagt til um hvort þetta væru einkenni flensunnar eða hvort POTS væri að versna. Það eitt að læknir hafi verið steinhissa á ástandinu sýnir að þekking á POTS og öðrum dysautonomia röskunum er enn ekki næg í heilbrigðiskerfinu, kerfinu sem á að grípa okkur fyrst. Það er erfitt að leita aðstoðar þegar fólki er ekki trúað, þegar það þarf að útskýra og réttlæta ástand sitt í hvert skipti. POTS er raunverulegt heilkenni sem hægt er að greina með einföldum prófum, og það á skilið sömu viðurkenningu og önnur heilkenni. Það er erfitt að setja sig í spor annarra, sérstaklega þegar sjúkdómurinn er ósýnilegur. En við getum öll sýnt virðingu, hlustað og trúað fólki þegar það lýsir sínum veruleika. Vitund og samstaða Vitundarvakning eins og þessi snýst ekki aðeins um fræðslu, heldur líka um samstöðu og mannlega tengingu. Með því að tala um POTS, deila frásögnum og upplýsa um einkenni má brjóta niður fordóma og byggja upp skilning. Enginn á að þurfa að sanna veikindi sín til að fá virðingu. Í dag viljum við minna á: • POTS er raunverulegt heilkenni sem hefur áhrif á líf þúsundir einstaklinga. • Sjúkdómsbyrðin getur verið þung, bæði líkamlega og andlega. • Með hlustun, samkennd og virðingu getum við öll haft áhrif. Þú þarft ekki að skilja, bara virða. Höfundur glímir við POTS heilkennið og er formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur vitundarvakningar um POTS og Dysautonomia awareness month. Í dag er alþjóðlegur vitundardagur POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome), sem er eitt af fjölmörgum heilkennum sem fellur undir regnhlíf ósjálfráðra taugakerfisraskana sem kallast Dysautonomia. Hvað er POTS? POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) er röskun á ósjálfráða taugakerfinu, þeim hluta taugakerfisins sem sér um líkamsstarfsemi sem við þurfum ekki að hugsa um, eins og blóðflæði, öndun, meltingu og hitastjórnun. Þegar einstaklingur með POTS stendur upp eða breytir um stöðu bregst taugakerfið ekki rétt við. Það tekst ekki að samhæfa blóðflæði og þrýsting sem þarf til að halda stöðugleika í líkamanum, sem veldur því að ýmis líffærakerfi fara úr jafnvægi. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, svo sem svimi, orkuleysi, ógleði, mæði, dofi, hitabreytingar, meltingartruflanir, hjartsláttarónot og einbeitingarerfiðleikar. Í sumum tilfellum eru einkennin væg, en í mörgum geta þau verið mjög hamlandi og lífshamlandi. Einföld dagleg verkefni, eins og að standa upp, ganga stuttan spöl eða fara í sturtu, geta orðið að erfiðri áskorun sem tæmir allan kraft. Þó að POTS sé ekki lífshættulegt heilkenni í sjálfu sér hefur það djúpstæð áhrif á lífsgæði og daglega virkni. Það breytir því hvernig fólk getur starfað, lært, átt samskipti og tekið þátt í lífinu. Það hefur einnig áhrif á fjölskyldur, sem þurfa að aðlaga sig breyttum aðstæðum þegar foreldri, maki eða barn getur ekki lengur sinnt sínum hlutverkum með sama hætti og áður. Lífið með POTS og aðrar dysautonomia raskanir snýst að miklu leyti um orkustjórnun og að læra að virða eigin mörk. Það sem virkaði í gær getur reynst ómögulegt í dag. Sumir dagar leyfa einstaklingnum að sinna daglegum athöfnum með tiltölulega góðri virkni, en aðrir dagar takmarkast við það eitt að sinna eigin grunnþörfum ásamt því að komast á milli herbergja heima hjá sér. Það sem gerir POTS sérstaklega krefjandi er að þessi mörk eru ekki stöðug heldur breytast þau frá degi til dags, jafnvel frá klukkustund til klukkustundar. Einstaklingurinn veit sjaldnast að hann er kominn að mörkum fyrr en líkaminn segir stopp. Þessi ófyrirsjáanleiki hefur áhrif á sjálfsmynd, sjálfstæði og tilfinningu fyrir stjórn á eigin lífi. Þetta eru ekki aðeins líkamlegar hindranir heldur einnig álag á andlega og félagslega þátttöku. Sjúkdómsbyrðin og ósýnilega baráttan Undanfarin ár hefur vitund um POTS og aðra dysautonomia raskanir aukist, bæði á Íslandi og víða um heim. Fólk hefur stigið fram, sagt frá reynslu sinni og hvatt heilbrigðiskerfið til að gera betur í greiningu og meðferð. Samt sem áður upplifir margt fólk að því sé ekki trúað, sérstaklega þegar einkenni eru breytileg eða sjást ekki utan frá. Fordómar bitna á þeim sem síst skyldi, fólki sem er að reyna sitt besta að lifa með veikindum sem enginn velur sér. Ég fór nýlega til læknis vegna flensu. Þegar læknirinn kallaði mig inn á stofu þurfti ég að ganga stuttan gang en vegna veikinda ofan í POTS var það næstum óyfirstíganlegt. Ég varð mæðin, svimaðiaugl og átti í erfiðleikum með tal þegar ég komst inn á stofuna. Læknirinn var mjög hissa á því hversu veikt fólk með POTS getur orðið og vissi ekki hvort hann ætti að hringja á sjúkrabíl eða sinna mér eins og venjulega. Ég sjálf gat ekki sagt til um hvort þetta væru einkenni flensunnar eða hvort POTS væri að versna. Það eitt að læknir hafi verið steinhissa á ástandinu sýnir að þekking á POTS og öðrum dysautonomia röskunum er enn ekki næg í heilbrigðiskerfinu, kerfinu sem á að grípa okkur fyrst. Það er erfitt að leita aðstoðar þegar fólki er ekki trúað, þegar það þarf að útskýra og réttlæta ástand sitt í hvert skipti. POTS er raunverulegt heilkenni sem hægt er að greina með einföldum prófum, og það á skilið sömu viðurkenningu og önnur heilkenni. Það er erfitt að setja sig í spor annarra, sérstaklega þegar sjúkdómurinn er ósýnilegur. En við getum öll sýnt virðingu, hlustað og trúað fólki þegar það lýsir sínum veruleika. Vitund og samstaða Vitundarvakning eins og þessi snýst ekki aðeins um fræðslu, heldur líka um samstöðu og mannlega tengingu. Með því að tala um POTS, deila frásögnum og upplýsa um einkenni má brjóta niður fordóma og byggja upp skilning. Enginn á að þurfa að sanna veikindi sín til að fá virðingu. Í dag viljum við minna á: • POTS er raunverulegt heilkenni sem hefur áhrif á líf þúsundir einstaklinga. • Sjúkdómsbyrðin getur verið þung, bæði líkamlega og andlega. • Með hlustun, samkennd og virðingu getum við öll haft áhrif. Þú þarft ekki að skilja, bara virða. Höfundur glímir við POTS heilkennið og er formaður Samtaka um POTS á Íslandi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar