Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. október 2025 22:25 Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins 2025. Sýn Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan 13:30 í Hljómskálagarðinum með sögugöngu. „Þar munum við ganga og hitta ýmsar persónur úr sögunni, meðal annars Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, frú Vigdísi Finnbogadóttur, við munum hitta alls konar hópa, listahópa, við munum hitta Grýlurnar, kvennaárskonur og svo framvegis. Þannig að það verður mikið fjör og mikið stuð,“ sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan 15:00 hefjist svo baráttufundur við Arnarhól. „Þar sem horft verður til framtíðar, kröfurnar settar fram og mikið stuð og læti og hávær hróp frá hópnum held ég. Við vonum það allavega,“ bætti Finnborg við. Götulokanir í miðborginni á morgun. Lokað verður fyrir umferð um rauðumerktu göturnar frá klukkan 10 til 17 en hluti Lækjargötu verður lokaður frá frá 6 til 21. Sýn Skipuleggjendur Kvennaverkfallsins hafa kallað eftir því að konur og kvár leggi niður störf allan morgundaginn og vinnuveitendur sýni því skilning. Á sama tíma hefur borið á gagnrýni frá Samtökum atvinnulífsins á þá leið að þessi tilmæli hafi ekki verið nógu skýr. Fyrst hafi verið talað um að leggja niður störf hálfan daginn og síðar hafi því verið breytt. Finnborg segir skipuleggjendur alla tíð hafa talað skýrt fyrir því að fólk leggi niður störf í heilan dag. „Það er leiðinlegt að þessi gagnrýni sé að koma upp en ég vona bara að vinnuveitendur taki tillit til þessa og gefi fólk færi á að taka þátt í skipulagðri dagskrá hér í Reykjavík. Það er líka verið að skipuleggja fundi um allt land: Ísafirði, Höfn, Akureyri, Hrísey og víðar þannig ég vona bara að vinnuveitendur horfi til þessa og gefi fólki sínu færi á að taka þátt í verkfalli með okkur.“ Kvennaverkfall Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan 13:30 í Hljómskálagarðinum með sögugöngu. „Þar munum við ganga og hitta ýmsar persónur úr sögunni, meðal annars Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, frú Vigdísi Finnbogadóttur, við munum hitta alls konar hópa, listahópa, við munum hitta Grýlurnar, kvennaárskonur og svo framvegis. Þannig að það verður mikið fjör og mikið stuð,“ sagði Finnborg Salome Steinþórsdóttir, einn skipuleggjenda Kvennaverkfallsins, í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan 15:00 hefjist svo baráttufundur við Arnarhól. „Þar sem horft verður til framtíðar, kröfurnar settar fram og mikið stuð og læti og hávær hróp frá hópnum held ég. Við vonum það allavega,“ bætti Finnborg við. Götulokanir í miðborginni á morgun. Lokað verður fyrir umferð um rauðumerktu göturnar frá klukkan 10 til 17 en hluti Lækjargötu verður lokaður frá frá 6 til 21. Sýn Skipuleggjendur Kvennaverkfallsins hafa kallað eftir því að konur og kvár leggi niður störf allan morgundaginn og vinnuveitendur sýni því skilning. Á sama tíma hefur borið á gagnrýni frá Samtökum atvinnulífsins á þá leið að þessi tilmæli hafi ekki verið nógu skýr. Fyrst hafi verið talað um að leggja niður störf hálfan daginn og síðar hafi því verið breytt. Finnborg segir skipuleggjendur alla tíð hafa talað skýrt fyrir því að fólk leggi niður störf í heilan dag. „Það er leiðinlegt að þessi gagnrýni sé að koma upp en ég vona bara að vinnuveitendur taki tillit til þessa og gefi fólk færi á að taka þátt í skipulagðri dagskrá hér í Reykjavík. Það er líka verið að skipuleggja fundi um allt land: Ísafirði, Höfn, Akureyri, Hrísey og víðar þannig ég vona bara að vinnuveitendur horfi til þessa og gefi fólki sínu færi á að taka þátt í verkfalli með okkur.“
Kvennaverkfall Reykjavík Atvinnurekendur Vinnumarkaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira