„Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. október 2025 21:40 Mario Matosovic sýndi fína spretti í kvöld. Vísir/Anton Njarðvíkingar unnu gríðarlega góðan heimasigur gegn sterku liði Tindastóls þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í kvöld. Mario Matasovic átti flottan leik fyrir heimamenn sem unnu átta stiga sigur 98-90. „Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda“ sagði Mario Matasovic leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Mér fannst við koma með meiri orku í þennan leik miðað við fyrri leikina. Við vissum að þeir kæmu þreyttir frá Evrópuverkefni og við vissum að ef við myndum stökkva á þá strax og myndum taka stjórn yrði það auðveldara fyrir okkur þegar það myndi líða á“ „Þeir fengu nokkur sóknarfráköst í fyrri hálfleik sem hélt þeim inni í leiknum en mér fannst við stjórna leiknum alveg frá upphafi til enda“ Njarðvíkingar spiluðu vel í kvöld og vildi Mario meina að lykillinn hafi verið góð bolta hreyfing og gott framlag frá liðinu. „Við deildum boltanum vel og þá sérstaklega í byrjun. Það komu svo nokkrar mínútur þar sem þetta var ekki alveg jafn gott en þegar við náðum upp smá hraða og hreyfðum boltann vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að þessu. Við vorum með 5-7 stráka sem voru í tveggja stafa tölu og það segir allt“ Njarðvík spilaði vel sem lið í kvöld og þetta var mikill liðssigur. „Það voru mikil vonbrigði í bikarnum á mánudaginn svo það var kominn tími til þess að snúa þessu aðeins og vonandi verður allt bara á uppleið úr þessu“ Þrátt fyrir sterkan sigur í kvöld vildi Mario ekki meina að það væri tímabært að tala um „statement“ sigur en þessi sigur gæfi liðinu þó mikið sjálfstraust. „Þetta er bara fjórða umferð svo það eru einhverjir tuttugu leikir eftir. Við sjáum bara til þegar líða tekur á“ „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur og fyrir sjálfstraustið okkar. Núna snýst þetta bara um næsta leik“ UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
„Mér fannst við stjórna leiknum frá upphafi til enda“ sagði Mario Matasovic leikmaður Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Mér fannst við koma með meiri orku í þennan leik miðað við fyrri leikina. Við vissum að þeir kæmu þreyttir frá Evrópuverkefni og við vissum að ef við myndum stökkva á þá strax og myndum taka stjórn yrði það auðveldara fyrir okkur þegar það myndi líða á“ „Þeir fengu nokkur sóknarfráköst í fyrri hálfleik sem hélt þeim inni í leiknum en mér fannst við stjórna leiknum alveg frá upphafi til enda“ Njarðvíkingar spiluðu vel í kvöld og vildi Mario meina að lykillinn hafi verið góð bolta hreyfing og gott framlag frá liðinu. „Við deildum boltanum vel og þá sérstaklega í byrjun. Það komu svo nokkrar mínútur þar sem þetta var ekki alveg jafn gott en þegar við náðum upp smá hraða og hreyfðum boltann vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að þessu. Við vorum með 5-7 stráka sem voru í tveggja stafa tölu og það segir allt“ Njarðvík spilaði vel sem lið í kvöld og þetta var mikill liðssigur. „Það voru mikil vonbrigði í bikarnum á mánudaginn svo það var kominn tími til þess að snúa þessu aðeins og vonandi verður allt bara á uppleið úr þessu“ Þrátt fyrir sterkan sigur í kvöld vildi Mario ekki meina að það væri tímabært að tala um „statement“ sigur en þessi sigur gæfi liðinu þó mikið sjálfstraust. „Þetta er bara fjórða umferð svo það eru einhverjir tuttugu leikir eftir. Við sjáum bara til þegar líða tekur á“ „Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur og fyrir sjálfstraustið okkar. Núna snýst þetta bara um næsta leik“
UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Körfubolti Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira