Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 13:17 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Veginum um Fjarðarheiði hefur verið lokað vegna ófærðar og björgunarsveitir eru farnar á vettvang til að aðstoða ökumenn sem sitja fastir í bílum á heiðinni. Óvíst er hvenær hægt verður að opna aftur fyrir umferð um heiðina en gular veðurviðvaranir eru í gildi víða sunnan- og austanlands þar til seint í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til að aðstoða fólk sem er fast á veginum um Kjöl. Lögreglan bendir á að nú þegar veturinn er að skella á sé tími til að huga að vetrardekkjunum og kynna sér aðstæður áður en lagt er af stað. Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Veginum um Fjarðarheiði var lokað fyrir hádegi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort það takist opna hana aftur í dag. Staðan verði endurmetin klukkan tvö. Austurfrétt greinir frá því að moksturstæki hafi verið á heiðinni í morgun en að ákveðið hafi verið að loka eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfestir í samtali við Vísi að björgunarsveitir aðstoði nú fólk sem er fast á heiðinni við að komast niður. Eitthvað hefur einnig verið um að rútur með erlendum ferðamönnum hafi lagt á heiðina, en næsta ferð Norrænu á samkvæmt áætlun að leggja frá Seyðisfirði klukkan átta annað kvöld. Víða vetrarfærð og útköll á nokkrum stöðum Rétt fyrir klukkan eitt í dag barst svo útkall til björgunarsveitarinnar á Blönduósi vegna fólks sem hefur fest bíl sinn á veginum um Kjöl. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í morgun vegna foktjóns og þá fóru björgunarsveitir til aðstoðar vegna bíls sem sat fastur við Norðfjarðargöng að sögn Jóns Þórs. Í gær hafi fólk lent í vandræðum einnig á Siglufjarðarvegi á leiðinni inn til Siglufjarðar og fóru björgunarsveitir í nágrenninu af stað þeim til aðstoðar. Óvissustig er einnig í gildi vegna snjóflóðahættu á Fagradal þar sem er snjóþekja, hálka og skafrenningur. Snjóflóðahætta er einnig á fjallvegum á Norður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar og er vetrarfærð, hálka eða éljagangur víða á vegum norðan og austanlands sem og á Vestfjörðum en greiðfært að mestu sunnan til á landinu. Tími kominn til að huga að vetrardekkjum Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á í færslu á Facebook í dag að nú sé veturinn mættur og tilefni til að huga að því hvort farartækin séu klár. „Snjór og hálka eru farin að gera vart við sig víða um umdæmið, og nú er rétti tíminn til að skipta yfir á vetrardekk ef fólk er ekki búið að því nú þegar. Rétt útbúinn bíll skiptir sköpum fyrir öryggi allra í umferðinni. Ef bíllinn er ekki kominn á vetrardekk eða er illa búinn fyrir aðstæður, látum hann bíða og göngum frekar. Það er alltaf betra að komast seinna á áfangastað – eða einfaldlega ekki leggja í hann – en að lenda í slysi,” segir meðal annars í færslunni. Um leið er ökumönnum bent á að huga að ástandi dekkja og loftþrýstingi, að aka varlega og miða hraða við aðstæður. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tekur í svipaðan streng í samtali við Vísi. „Það skiptir máli að menn séu búnir til aksturs við þær aðstæður sem eru. Tímasetningin 1. Nóvember með nagladekkin, við erum ekki að fara eftir því heldur eru það aðstæður. Ef að aðstæður krefjast þess að menn séu á nagladekkjum, þá eru menn á nagladekkjum. Enda segir reglugerðin það,“ segir Þorsteinn M. Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Veður Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira