Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2025 07:54 Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu. „Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það kemur tilkynning til okkar rétt fyrir klukkan hálf fimm frá Neyðarlínunni um að það sé hættustig rauður, það sé flugvél með 221 farþega í vandræðum með hreyfil. Við virkjuðum bara það sem við gerum í svona tilfellum og það fóru tveir sjúkrabílar í svokallað mót hjá okkur uppi á Keflavíkurflugvelli,“ segir Davíð Heimisson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja í samtali við Vísi. Mót vísar til þess að bílarnir eru í viðbragðsstöðu á svo skilgreindu svæði. „Svo er virkjað ákveðið ferli hjá okkur en svo lenti vélin bara og allt fór vel.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var um að ræða vél flugfélagsins Delta sem var á leið frá Dublin á Írlandi til JFK flugvallar í New York í Bandaríkjunum. „Hún var á flugi og það kemur upp einhver vélarbilun sem verður þess valdandi að flugstjóri óskar eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem nálægasti flugvöllur,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gerist reglulega að vélar sem ekki eru á leið til eða frá Íslandi komi inn til lendingar í Keflavík ef upp koma tæknileg vandamál eða veikindi farþega og Keflavíkurflugvöllur er næsti flugvöllur þar sem hægt er að lenda. Litakóðinn fyrir rautt hættustig miðar að sögn Guðjóns ekki við hættuna sem slíka, heldur umfang með tilliti til fjölda farþega um borð í vél. Vélin hafi lent heilu og höldnu um klukkan fimm síðdegis í gær og þá hafi boðunin verið afturkölluð. Áætlanir geri ráð fyrir að það komi önnur vél í dag og sæki farþegana samkvæmt þeim upplýsingum sem Isavia barst frá flugfélaginu síðdegis í gær. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk einnig tilkynningu vegna málsins þegar klukkan var um korter yfir fjögur í gær og var með nokkra bíla í viðbragðsstöðu við Straumsvík ef á þyrfti að halda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Slökkvilið Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira