Sport

Dag­skráin: Meistara­deild Evrópu og Körfuboltakvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar í Liverpool hafa tapað fjórum leikjum í röð og þrufa á sigri að halda.
Mohamed Salah og félagar í Liverpool hafa tapað fjórum leikjum í röð og þrufa á sigri að halda. Getty/Peter Byrne

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

Meistaradeild Evrópu heldur áfram og lið eins og Liverpool, Bayern München, Chelsea og Tottenham verða öll í eldlínunni í kvöld. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjunum samtímis og Meistaradeildarmörkin gera svo upp kvöldið.

Það verða tveir leikir sýndir beint í Bónus-deild kvenna í körfubolta og eftir þá verður síðan öll umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.

Það verður einnig sýnt frá golfi, UEFA Youth League í fótbolta og íshokkídeildinni í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Keflavíkur og Hauka í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.10 hefst Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem farið verður yfir alla umferðina í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 19.05 hefst bein útsending frá leik Vals og Tindastóls í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport

Klukkan 11.55 hefst bein útsending frá leik Monaco og Tottenham í UEFA Youth League.

Klukkan 13.55 hefst bein útsending frá leik Bayern München og Club Brugge í UEFA Youth League.

Klukkan 18.30 hefst Meistaradeildarmessan þar sem verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Klukkan 21.00 hefjast Meistaradeildarmörkin þar sem farið verður yfir mörkin í öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Sýn Sport 2

Klukkan 16.35 hefst bein útsending frá leik Galatasaray og Bodö/Glimt í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Frankfurt og Liverpool í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Sýn Sport 3

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Chelsea og Ajax í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 03.00 eftir miðnætti hefst útsending frá Genesis Championship golfmótinu á DP World Tour.

Sýn Sport 4

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Atalanta og Slavia Prag í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 05.00 eftir miðnætti hefst útsending frá Hanwha LIFEPLUS International Crown golfmótinu á LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 16.35 hefst bein útsending frá leik Athletic Club og Qarabag í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 18.50 hefst bein útsending frá leik Monaco og Tottenham í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Klukkan 00.00 hefst bein útsending frá leik New Jersey Devils og Minnesota Wild í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×