Innlent

Barn flutt á sjúkra­hús eftir að hafa lent undir bíl

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.

Barn var flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir sendiferðarbíl við Mjóddina síðdegis í dag. Barnið er ekki talið alvarlega slasað en var flutt á sjúkrahús til skoðunar.

Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu.

Drengurinn sé öðru hvoru megin við tíu ára og hafi verið á hlaupahjóli.

Mikill viðbúnaður hafi verið á vettvangi til að koma drengnum undan bílnum, en það hafi tekið smá stund.

„Svo þegar það tókst virtist hann ekki vera mikið slasaður,“ segir Heimir.

Vísir/Lýður Valberg

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×