Miðflokkurinn rýkur upp Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2025 12:00 Forysta Miðflokksins. Formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Snorri Másson, nýr varaformaður. vísir/lýður valberg Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú. Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fylgi stjórnmálaflokkanna er á töluverðri hreyfingu í nýrri mælingu Maskínu. Niðurstöðurnar byggja á tveimur könnunum sem voru annars vegar gerðar frá 3. til 8. október og hins vegar frá 8. til 15. október. Fylgi Samfylkingar dregst saman um tæp þrjú prósentustig og stendur nú í um tuttugu og níu prósentum. Flokkurinn mælist enn langstærstur en þetta er þó í fyrsta sinn frá kosningum sem fylgið minnkar á milli kannana í mælingum Maskínu. Þá er fylgi Sjálfstæðisflokksins einnig á niðurleið; stendur í sextán prósentum en var tæp nítján prósent í síðustu könnun. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með sextán prósent, jöfn Sjálfstæðisflokknum. Miðflokkurinn bætir verulega við sig, fer úr níu prósentum í fjórtán. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, er himinlifandi með niðurstöðuna. „Þetta er í samræmi við það sem ég hef haft á tilfinningunni. Ég nefndi það á landsþingi að ég væri að upplifa pólitíska vakningu hjá okkur og þetta er vissulega vísbending um að það sé rétt. Það er gaman að sjá árangurinn birtast með þessum hætti en þetta þarf auðvitað að skila sér í kosningum til sveitastjórna og til þings,“ segir Sigmundur. Vill ekki „jinxa“ neitt Aðspurður hvernig hin pólitíska vakning lýsi sér segist Sigmundur telja að sífellt fleiri séu komnir með nóg af stöðnuðu stjórnarfari. „Stjórnarfar þar sem er skortur á tengslum við rauveruleikann og heilbrigðri skynsemi. Við boðum slíkt.“ Hann forðast almennt að setja sér markmið hvað fylgi varðar en er bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvort það sé hjátrú að vilja ekki „jinxa“ þetta en ég held að við getum haldið áfram að bæta við okkur. Ég upplifi að þróunin sé þannig.“ Fylgi annarra flokka helst svipað. Framsókn og Flokkur fólksins mælast með í kringum sex prósent líkt og í síðustu könnun. Píratar mældust inni á þingi með tæp sex prósent í síðustu könnun en dala niður í tæp fimm prósent. Þá mælst VG áfram með um fjögur prósent og Sósíalistar með þrjú.
Miðflokkurinn Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Viðreisn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira