Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 13:56 Frá 1. apríl 2026 þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar sjálfir þurfa þá að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð. Vísir/Getty Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt. Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira