Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2025 13:56 Frá 1. apríl 2026 þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfarar sjálfir þurfa þá að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð. Vísir/Getty Krafa um að tilvísun sérfræðings þurfi til þess að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun verður afnumin 1. apríl á næsta ári. Tilvísanafyrirkomulagið er sagt hafa reynst tímafrekt, ómarkvisst og kostnaðarsamt. Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sjúkrarþjálfarar þurfa sjálfir að sækja um heimild fyrir framhaldsmeðferð til Sjúkratrygginga þurfi skjólstæðingar þeirra á fleiri en sex meðferðarskiptum að halda þegar breytingarnar taka gildi, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Ákvarðaður verður staðlaður fjöldi meðferðarskipta og lengd meðferðar fyrir tiltekna sjúkdómsflokka, fötlungargreiningar og aðgerðarkóða. Fólk getur áfram fengið bráðameðferð hjá sjúkraþjálfara án tilvísunar og með greiðsluþátttöku ríkisins, allt að sex skipti. Kostnaður 2,5 milljarða fram úr áætlun í ár Um fimmtungur landsmanna nýtti sér þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara frá janúar 2024 til apríl í ár samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins, um 71 þúsund manns. Þar eru læknar sagðir skrifa árlega rúmlega þrjátíu þúsund tilvísanir fyrir sjúkraþjálfun. Að meðaltali fer hver og einn í tæpa fimmtán tíma til sjúkraþjálfara. Heimsóknarfjöldinn hefur aukist til muna síðustu ár og einstaklingum í meðferð fjölgað hratt, um tæpan fimmtung frá 2020 til 2024, að sögn ráðuneytisins. „Með sívaxandi þjónustu hafa útgjöld SÍ til sjúkraþjálfunar aukist langt umfram áætlanir og stefnir í að útgjöld þessa árs til þjálfunar fari um 2,5 milljarða umfram fjárheimildir,“ segir í tilkynningunni. Formsatriði frekar en faglegt mat Tilvísanakerfið er sagt hafa verið frekar formsatriði en byggt á faglegu mati. Engar kröfur séu gerðar um innihald eða form tilvísunar né eftirfylgni af hálfu þess sem gefur tilvísunina út. Hún sé engu að síður forsenda greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. SÍ hafi þannig fengið allar tilvísanir til sín en aðkoma stofnunar felist aðeins í því að staðfesta að tilvísun liggi fyrir en ekki að meta efni eða forsendur hennar. Einnig berist stofnuninni allar beiðnir sjúkraþjálfara um framhaldsmeðferð sem séu nú um þrjátíu þúsund á ári. Ekkert staðlað form sé fyrir slíkar beiðnir sem getir verið afar ólíkar að efni og innihaldi. Boðaðar breytingar á kerfinu krefjist meðal annars breytinga á tölvukerfum, mótun verkferla og hönnun staðlaðs, rafræns eyðublaðs fyrir formlegri og skilvirkari ferla.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira