Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. október 2025 15:53 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir verkfall flugumferðarstjóra hafa umtalsverð áhrif á íslenskt hagkerfi. Þeir telji sig undanskilda viðmiðum gildandi kjarasamninga um að ná efnahagslegum stöðugleika. „Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét. Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
„Verkfallsaðgerðir flugumferðastjóra eru fastir liðir eins og venjulega, flugumferðastjórar láta hvorki heimsfaraldur, náttúruhamfarir né gjaldþrot íslenskra flugfélaga hafa áhrif á sig við samningaborðið,“ skrifar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í aðsendri grein á Vísi. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hafa boðað fimm verkföll á næstu dögum og hefst það fyrsta annað kvöld klukkan tíu. Deilur flugumferðarstjóra og samtakanna var vísað til ríkissáttasemjara í apríl en flugumferðarstjórarnir hafa verið samningslausir frá áramótum. Ekki hefur verið boðaður fundur í dag svo það telst líklegt að það verði af verkfallinu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, að þau séu að reyna að semja um launahækkanir í samræmi við almenna launaþróun. „Forysta flugumferðarstjóra hefur fengið skýr skilaboð frá Samtökum atvinnulífsins um að ekki verður samið um launahækkanir umfram aðrar stéttir. Meginmarkmið gildandi kjarasamninga við allan vinnumarkaðinn var að ná efnahagslegum stöðugleika en flugumferðarstjórar telja sig undanskilda í krafti þess að þeir geta lokað flugsamgöngum til og frá landinu, á landinu og yfir landið,“ segir Sigríður Margrét. Hún segir stétt þeirra ansi fámenna en þrátt fyrir það sé beinn kostnaður hagkerfisins vegna stöðvunar flugsamgangna í einn dag um 1,5 milljarður króna. Ekki einungis verði hagkerfið af tekjum vegna minni neyslu ferðamanna heldur skerði það einnig ímynd Íslands og trúverðugleika íslenskrar flugleiðsöguþjónustu. „Aðgerðir flugumferðarstjóra munu bitna á fjölda venjulegs fólks og þær munu bitna á fyrirtækjum í íslenskri ferðaþjónustu, draga þrótt úr útflutningsfyrirtækjum sem við byggjum okkar lífskjör á,“ segir Sigríður Margrét.
Kjaramál Fréttir af flugi Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira