Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. október 2025 12:17 Fyrir ári síðan réðist Jón Þór Dagbjartsson á Hafdísi Báru Óskarsdóttur og réði henni næstum bana. Hann hlaut sex ára dóm fyrir verknaðinn en Hafdís segir aðgerðarleysið í aðdraganda árasarinnar vera sárast. „Ár…. Í dag er ár síðan ég fékk að lifa. Atvik sem virkar svo þokukennt, óraunverulegt. Blákaldi veruleikinn er hins vegar sá að þetta gerðist. Barnsfaðir minn og fyrrum maki reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann.“ Þannig hefst Facebook-færsla Hafdísar Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir hrottafenginni árás af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns, Jóns Þórs Dagbjartssonar, þann 16. október 2024. Sjá einnig: Sex ára fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu Jón Þór hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir verknaðinn en Hafdís lýsir í færslunni aðdragandanum að árásinni, hennar eigin blindni á ofbeldismanninn, aðgerðarleysi lögreglu í málinu og kerfi sem bregst þolendum ofbeldis. Langerfiðast „að drepa vonina“ „Þegar ég lít til baka þá get ég vel séð að ég hunsaði allt það sem aðrir sögðu við mig þegar við vorum að byrja í samskiptum. Ég hafði aldrei áður verið í vondum samböndum og því einföld í raun fyrir svartnætti annarra. Þegar maður verður ástfanginn þá er það aldrei fyrsta hugsun að vanrækja, vantreysta,“ skrifar hún í færslunni. Hún hafi verið orðin meðvirk í hjálpsemi sinni og verið í afneitun framan af. Samt sem áður hafi hún verið búin að átta sig á ástandinu löngu áður en hún reyndi loksins að koma sér úr sambandinu. „Það sem er lang erfiðast, að mínu mati, er að drepa vonina. Vonina um að þetta myndi lagast, vonina um að viðkomandi myndi lagast og taka sig á… að þurfa að kyngja því að þetta væri svona… og að einstaklingurinn sem maður elskaði væri ekki til… hann er bara fake…Það tekur lengstan tímann,“ skrifar hún. Mun glíma við afleiðingar ævilangt Þegar hún varð ófrísk af syni þeirra árið 2017 hafi hún ætlað að hætta í sambandinu en hafi ekki haft í sér að gera það. „Ég vildi trúa því að hann myndi vinna með sín vandamál.. Sem varð augljóslega ekki… Haustið 2022 var ég komin algjörlega með nóg… Nóg af dramanu, afsökunum, fórnarlambinu, öskrunum, duldu hótunum og fleira,“ skrifar Hafdís. Hafdís Bára varð fyrir áralöngu heimilisofbeldi af hendi Jóns Þórs Dagbjartssonar. Það hafi tekið hana tvö ár að „drepa vonina“ og sætta sig við aðstæður. Samhliða því hafi hún verið í vinnu, setið í sveitarstjórn og sinnt heimilinu eins vel og hún gat. Ofbeldið hafi tekið toll á líkamanum og hún greinst með sáraristilbólgu sem hún muni þurfa að glíma við restina af ævi sinni. Hún hafi eftir atvikið fyrir ári síðan ákveðið að festa sig ekki í því sem aðrir höfðu sagt við hana. „Vegna þess að ég vissi að ef ég myndi gera það, þá hefði ég allt eins geta grafið mína holu sjálf. Að festa mig ekki í holu sektarkenndar. Það hefði verið svo auðvelt.. Að láta svartnættið éta mann… En hefði það hjálpað? Nei engan veginn,“ skrifar hún. Erfitt að skilja drengina eftir hjá honum „Það sem hefur bjargað mér í einu og öllu er öll sú vinna sem ég var búin að gera gagnvart sjálfri mér þegar hryllingurinn dundi yfir. Eftir kastið sem viðkomandi tók á mér haustið 2022, ákvað ég að koma mér út úr þessu og það þýddi að styrkja sig andlega og líkamlega.“ Allir haldi að það sé svo auðvelt að koma sér út úr aðstæðum sem þessum, raunin sé önnur. Hafdís var rauð og marin. „Í mínu tilviki þá var ég byrjuð að sjá það dýr sem aðrir voru búnir að tala um að viðkomandi ætti til. Dýr sem ég þekkti ekki áður. Þetta dýr ætlaði sér ekki út af heimilinu og ég vissi það. Það skipti ekki máli hversu oft ég sagði viðkomandi að fara það var aldrei virt og þegar ég bað um það í fyrsta skiptið þá fékk ég bara nei í andlitið…Hvað gerði ég? Til þess að halda haus og ná að styrkja mig í friði þá nýtti ég allt sem gat til að koma mér af heimilinu,“ skrifar Hafdís. Sjá einnig: „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Hún lét sig hverfa á örugg heimili, gekk mikið um Austurland með góðu fólki og vann annars staðar en í heimabyggð. „Það þýddi hins vegar í nokkur tilfelli að ég varð að skilja drengina mína eina með viðkomandi dagsparta sem mér þótti aldrei þægilegt eða gott,“ skrifar hún. Varð sífellt hættulegri Hún hafi með aðstoð vina, fjölskyldu, sálfræðings, vinnuveitanda og annarra tekið að rísa upp og koma sér meira og meira frá Jóni. Á sama tíma hafi hann orðið hættulegri og hættulegri. Hafdís á sjúkrabeði eftir árásina. „Hvers vegna? Vegna þess að hann náði ekki lengur að stjórnast eins í mér og ég var farin að verða ákveðnari með það að ég vildi ekki hafa hann lengur nálægt okkur,“ skrifar Hafdís. „Ég var ekki lengur að tipla á tánum í kringum hann eins og ég gerði áður til þess að reyna að halda honum góðum eða til að reyna að vona að við gætum átt eðlileg samskipti með tímanum. Ég hætti líka að segja honum ákveðna hluti sem ég vissi að hann myndi nota gegn mér ef ég sagði honum það og þannig tók ég völdin einnig af honum yfir mér.“ Hann hafi með tímanum skynað það og orðið enn vænisjúkari og hættulegri. „Ég varð að vernda sjálfa mig frá hans eitri. Hann er mjög góður í kjaftinum og reyndi að hræra í manni eins og hann gat. Reyndi að telja öllum í samfélaginu að það væri allt í góðu á milli okkar og bjó til heilu og hálfu leikþættina tengt því. Króaði hana af og „tróð sínum heittelskaða inn“ Hann hafi notað kynlíf og kynferðisofbeldi óspart sem vopn. „Með því að króa mann af, læðast upp í til manns þó svo að barnið væri hliðina á manni og nýtti öll tækifæri til þess að troða sínum heittelskaða inn í mann.“ Hann hafi látið setningarnar „Ég vil þetta ekki“ og „Hættu“ sem vind um eyru þjóta og iðulega svarað:„Ég veit að þú vilt þetta,“ „Er hann ekki góður?“ eða „Skaufinn minn er bestur í píkuna þína“ „Af hverju gerði ég ekki neitt?“ spyr hún í færslunni. „Í mörgum aðstæðum var ekki um annað að velja en að láta hlutina yfir sig ganga til að vernda drengina eða til þess að vera örugg um líf sitt þar sem viðkomandi var farinn að herða vel á hálstakinu í slíkum athöfnum. Í þriðja lagi var maður farin að frjósa í þessum aðstæðum.“ Aðgerðarleysi lögreglunnar sárast Annað sem hafi bjargað henni voru samtöl við fólk sem hún gat leitað til og rætt við um ofbeldið. Það fólk sé ein ástæðan fyrir því að hún sé enn á lífi í dag. Jón Þór réðist á Hafdísi með járnkarli. „Það sem er hins vegar sárast í þessu öllu að þremur mánuðum áður en minn fyrrverandi réðst á mig þá var ég farin að biðja lögreglu um aðstoð. Ég var orðin svo buguð á ástandinu og hann ætlaði sér ekki að fara. Margir velta því kannski fyrir sér af hverju fór ég ekki? Vegna þess að þetta var og er mitt heimilið! Ekki hans!“ skrifar Hafdís. „Af hverju eiga þolendur ofbeldis að þurfa flýja heimili sín? Af hverju átti ég, sem var í fullri vinnu, að byggja upp fyrirtæki, með tvo drengi, dýr o.fl. Að fara af heimilinu? Af hverju var ekki hægt að fjarlægja viðkomandi fyrir það fyrsta af heimilinu þegar ég var ítrekað farin að heyra í lögreglu eða hringja í neyðarlínu út af viðkomandi?“ Til hvers eru lögin? Hún hafi aldrei fengið nálgungarbann fyrr en eftir að Jón Þór gerði „heiðarlega tilraun“ til þess að drepa hana. En nálgunarbannið sé hvort eð er „algjört rusl“ sem veiti enga vernd. Lögreglan hafi heldur aldrei brottvísað honum af heimilinu þrátt fyrir hafa skýrt lagalegt rými til þess. „Það var ég sjálf sem náði að koma viðkomandi af heimilinu en auðvitað nýtti viðkomandi tækifærið og kom sér inn í húsnæðið sem var beint fyrir ofan heimilið mitt og þá virkilega byrjaði geðveikin.“ Áverkar á lófa Hafdísar eftir árásina. Aldrei hafi verið og tekið til greina að hann gæti gert henni mein. „Til hvers eru þessi lög ef það á ekki að fara eftir þeim? Fyrir hvern eru þessi lög? Og hver metur það hvenær á að stíga inn í heimilisofbeldi eða ekki?“ spyr hún. Hún hafi verið búin að leita til fjölda úrræða, Bjarmahlíðar, Aflsins, Bjarkahlíðar og talað við lögfræðinga á vegum Kvennaráðgjafarinnar. Allir vildu sýna henni stuðning en enginn gat hjálpað henni. „Það gat enginn sagt mér hvernig ég átti að losna við viðkomandi aðila frá mér. Eina lausnin var að koma mér í burtu… og af hverju.. Eins og ég sagði að ofan.. Af hverju á ég að þurfa að flýja mitt eigið heimili???“ Kerfið virki ekki í núverandi mynd Hafdís segist hafa misst alla trú á löggæslunni og dómskerfinu eftir að hafa gengið í gegnum þetta ofbeldi. Aldrei hafi verið óskað eftir frekari gögnum málið heldur hafi verið horft á verknaðinn eins og einangrað atvik. Manndrápstilraunin sé hins vegar bara einn þáttur í „öllu því andlega og kynferðislega ofbeldi“ sem hún varð fyrir. „Að lesa í gegnum skýrslur um málið þá líður mér eins og ég sé komin inn í eitthvað leikrit og hann fær aðeins að verja sig en ekki ég nema að litlum hluta,“ skrifar hún. Sjá einnig: Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Hún sé enn þann dag í dag ekki komin með forræðið yfir syni þeirra sem hún skilur ekki hvers vegna. Foreldrum sé skylt að leita sátta áður en úrskurðar er krafist sem henni þykir galið. „Þó svo að ég fái forræðið yfir barninu þá á viðkomandi alltaf sinn rétt á að hitta barnið. Sem er þó í mínu tilviki metið af barnavernd og fangelsismálastofnun hvort, hvenær og hvernig það verði,“ skrifar Hafdís. Hún segir að lokum að ekkert af þeim úrræðum sem henni bauðst hafi virkað og yfirvöldum hafi ekki tekist að vernda hana eða syni þeirra. Í samtali við fréttastofu segir hún úrbætur í málaflokknum nauðsynlegar og kerfin þurfi að tala betur saman þannig viðvörunarbjöllur hringi um leið. Kynbundið ofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Heimilisofbeldi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Þannig hefst Facebook-færsla Hafdísar Báru Óskarsdóttur, sem varð fyrir hrottafenginni árás af hendi fyrrverandi sambýlismanns síns, Jóns Þórs Dagbjartssonar, þann 16. október 2024. Sjá einnig: Sex ára fangelsi fyrir árás á fyrrverandi sambýliskonu Jón Þór hlaut sex ára fangelsisdóm fyrir verknaðinn en Hafdís lýsir í færslunni aðdragandanum að árásinni, hennar eigin blindni á ofbeldismanninn, aðgerðarleysi lögreglu í málinu og kerfi sem bregst þolendum ofbeldis. Langerfiðast „að drepa vonina“ „Þegar ég lít til baka þá get ég vel séð að ég hunsaði allt það sem aðrir sögðu við mig þegar við vorum að byrja í samskiptum. Ég hafði aldrei áður verið í vondum samböndum og því einföld í raun fyrir svartnætti annarra. Þegar maður verður ástfanginn þá er það aldrei fyrsta hugsun að vanrækja, vantreysta,“ skrifar hún í færslunni. Hún hafi verið orðin meðvirk í hjálpsemi sinni og verið í afneitun framan af. Samt sem áður hafi hún verið búin að átta sig á ástandinu löngu áður en hún reyndi loksins að koma sér úr sambandinu. „Það sem er lang erfiðast, að mínu mati, er að drepa vonina. Vonina um að þetta myndi lagast, vonina um að viðkomandi myndi lagast og taka sig á… að þurfa að kyngja því að þetta væri svona… og að einstaklingurinn sem maður elskaði væri ekki til… hann er bara fake…Það tekur lengstan tímann,“ skrifar hún. Mun glíma við afleiðingar ævilangt Þegar hún varð ófrísk af syni þeirra árið 2017 hafi hún ætlað að hætta í sambandinu en hafi ekki haft í sér að gera það. „Ég vildi trúa því að hann myndi vinna með sín vandamál.. Sem varð augljóslega ekki… Haustið 2022 var ég komin algjörlega með nóg… Nóg af dramanu, afsökunum, fórnarlambinu, öskrunum, duldu hótunum og fleira,“ skrifar Hafdís. Hafdís Bára varð fyrir áralöngu heimilisofbeldi af hendi Jóns Þórs Dagbjartssonar. Það hafi tekið hana tvö ár að „drepa vonina“ og sætta sig við aðstæður. Samhliða því hafi hún verið í vinnu, setið í sveitarstjórn og sinnt heimilinu eins vel og hún gat. Ofbeldið hafi tekið toll á líkamanum og hún greinst með sáraristilbólgu sem hún muni þurfa að glíma við restina af ævi sinni. Hún hafi eftir atvikið fyrir ári síðan ákveðið að festa sig ekki í því sem aðrir höfðu sagt við hana. „Vegna þess að ég vissi að ef ég myndi gera það, þá hefði ég allt eins geta grafið mína holu sjálf. Að festa mig ekki í holu sektarkenndar. Það hefði verið svo auðvelt.. Að láta svartnættið éta mann… En hefði það hjálpað? Nei engan veginn,“ skrifar hún. Erfitt að skilja drengina eftir hjá honum „Það sem hefur bjargað mér í einu og öllu er öll sú vinna sem ég var búin að gera gagnvart sjálfri mér þegar hryllingurinn dundi yfir. Eftir kastið sem viðkomandi tók á mér haustið 2022, ákvað ég að koma mér út úr þessu og það þýddi að styrkja sig andlega og líkamlega.“ Allir haldi að það sé svo auðvelt að koma sér út úr aðstæðum sem þessum, raunin sé önnur. Hafdís var rauð og marin. „Í mínu tilviki þá var ég byrjuð að sjá það dýr sem aðrir voru búnir að tala um að viðkomandi ætti til. Dýr sem ég þekkti ekki áður. Þetta dýr ætlaði sér ekki út af heimilinu og ég vissi það. Það skipti ekki máli hversu oft ég sagði viðkomandi að fara það var aldrei virt og þegar ég bað um það í fyrsta skiptið þá fékk ég bara nei í andlitið…Hvað gerði ég? Til þess að halda haus og ná að styrkja mig í friði þá nýtti ég allt sem gat til að koma mér af heimilinu,“ skrifar Hafdís. Sjá einnig: „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Hún lét sig hverfa á örugg heimili, gekk mikið um Austurland með góðu fólki og vann annars staðar en í heimabyggð. „Það þýddi hins vegar í nokkur tilfelli að ég varð að skilja drengina mína eina með viðkomandi dagsparta sem mér þótti aldrei þægilegt eða gott,“ skrifar hún. Varð sífellt hættulegri Hún hafi með aðstoð vina, fjölskyldu, sálfræðings, vinnuveitanda og annarra tekið að rísa upp og koma sér meira og meira frá Jóni. Á sama tíma hafi hann orðið hættulegri og hættulegri. Hafdís á sjúkrabeði eftir árásina. „Hvers vegna? Vegna þess að hann náði ekki lengur að stjórnast eins í mér og ég var farin að verða ákveðnari með það að ég vildi ekki hafa hann lengur nálægt okkur,“ skrifar Hafdís. „Ég var ekki lengur að tipla á tánum í kringum hann eins og ég gerði áður til þess að reyna að halda honum góðum eða til að reyna að vona að við gætum átt eðlileg samskipti með tímanum. Ég hætti líka að segja honum ákveðna hluti sem ég vissi að hann myndi nota gegn mér ef ég sagði honum það og þannig tók ég völdin einnig af honum yfir mér.“ Hann hafi með tímanum skynað það og orðið enn vænisjúkari og hættulegri. „Ég varð að vernda sjálfa mig frá hans eitri. Hann er mjög góður í kjaftinum og reyndi að hræra í manni eins og hann gat. Reyndi að telja öllum í samfélaginu að það væri allt í góðu á milli okkar og bjó til heilu og hálfu leikþættina tengt því. Króaði hana af og „tróð sínum heittelskaða inn“ Hann hafi notað kynlíf og kynferðisofbeldi óspart sem vopn. „Með því að króa mann af, læðast upp í til manns þó svo að barnið væri hliðina á manni og nýtti öll tækifæri til þess að troða sínum heittelskaða inn í mann.“ Hann hafi látið setningarnar „Ég vil þetta ekki“ og „Hættu“ sem vind um eyru þjóta og iðulega svarað:„Ég veit að þú vilt þetta,“ „Er hann ekki góður?“ eða „Skaufinn minn er bestur í píkuna þína“ „Af hverju gerði ég ekki neitt?“ spyr hún í færslunni. „Í mörgum aðstæðum var ekki um annað að velja en að láta hlutina yfir sig ganga til að vernda drengina eða til þess að vera örugg um líf sitt þar sem viðkomandi var farinn að herða vel á hálstakinu í slíkum athöfnum. Í þriðja lagi var maður farin að frjósa í þessum aðstæðum.“ Aðgerðarleysi lögreglunnar sárast Annað sem hafi bjargað henni voru samtöl við fólk sem hún gat leitað til og rætt við um ofbeldið. Það fólk sé ein ástæðan fyrir því að hún sé enn á lífi í dag. Jón Þór réðist á Hafdísi með járnkarli. „Það sem er hins vegar sárast í þessu öllu að þremur mánuðum áður en minn fyrrverandi réðst á mig þá var ég farin að biðja lögreglu um aðstoð. Ég var orðin svo buguð á ástandinu og hann ætlaði sér ekki að fara. Margir velta því kannski fyrir sér af hverju fór ég ekki? Vegna þess að þetta var og er mitt heimilið! Ekki hans!“ skrifar Hafdís. „Af hverju eiga þolendur ofbeldis að þurfa flýja heimili sín? Af hverju átti ég, sem var í fullri vinnu, að byggja upp fyrirtæki, með tvo drengi, dýr o.fl. Að fara af heimilinu? Af hverju var ekki hægt að fjarlægja viðkomandi fyrir það fyrsta af heimilinu þegar ég var ítrekað farin að heyra í lögreglu eða hringja í neyðarlínu út af viðkomandi?“ Til hvers eru lögin? Hún hafi aldrei fengið nálgungarbann fyrr en eftir að Jón Þór gerði „heiðarlega tilraun“ til þess að drepa hana. En nálgunarbannið sé hvort eð er „algjört rusl“ sem veiti enga vernd. Lögreglan hafi heldur aldrei brottvísað honum af heimilinu þrátt fyrir hafa skýrt lagalegt rými til þess. „Það var ég sjálf sem náði að koma viðkomandi af heimilinu en auðvitað nýtti viðkomandi tækifærið og kom sér inn í húsnæðið sem var beint fyrir ofan heimilið mitt og þá virkilega byrjaði geðveikin.“ Áverkar á lófa Hafdísar eftir árásina. Aldrei hafi verið og tekið til greina að hann gæti gert henni mein. „Til hvers eru þessi lög ef það á ekki að fara eftir þeim? Fyrir hvern eru þessi lög? Og hver metur það hvenær á að stíga inn í heimilisofbeldi eða ekki?“ spyr hún. Hún hafi verið búin að leita til fjölda úrræða, Bjarmahlíðar, Aflsins, Bjarkahlíðar og talað við lögfræðinga á vegum Kvennaráðgjafarinnar. Allir vildu sýna henni stuðning en enginn gat hjálpað henni. „Það gat enginn sagt mér hvernig ég átti að losna við viðkomandi aðila frá mér. Eina lausnin var að koma mér í burtu… og af hverju.. Eins og ég sagði að ofan.. Af hverju á ég að þurfa að flýja mitt eigið heimili???“ Kerfið virki ekki í núverandi mynd Hafdís segist hafa misst alla trú á löggæslunni og dómskerfinu eftir að hafa gengið í gegnum þetta ofbeldi. Aldrei hafi verið óskað eftir frekari gögnum málið heldur hafi verið horft á verknaðinn eins og einangrað atvik. Manndrápstilraunin sé hins vegar bara einn þáttur í „öllu því andlega og kynferðislega ofbeldi“ sem hún varð fyrir. „Að lesa í gegnum skýrslur um málið þá líður mér eins og ég sé komin inn í eitthvað leikrit og hann fær aðeins að verja sig en ekki ég nema að litlum hluta,“ skrifar hún. Sjá einnig: Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Hún sé enn þann dag í dag ekki komin með forræðið yfir syni þeirra sem hún skilur ekki hvers vegna. Foreldrum sé skylt að leita sátta áður en úrskurðar er krafist sem henni þykir galið. „Þó svo að ég fái forræðið yfir barninu þá á viðkomandi alltaf sinn rétt á að hitta barnið. Sem er þó í mínu tilviki metið af barnavernd og fangelsismálastofnun hvort, hvenær og hvernig það verði,“ skrifar Hafdís. Hún segir að lokum að ekkert af þeim úrræðum sem henni bauðst hafi virkað og yfirvöldum hafi ekki tekist að vernda hana eða syni þeirra. Í samtali við fréttastofu segir hún úrbætur í málaflokknum nauðsynlegar og kerfin þurfi að tala betur saman þannig viðvörunarbjöllur hringi um leið.
Kynbundið ofbeldi Ofbeldi á Vopnafirði Vopnafjörður Heimilisofbeldi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28 Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Segist ekki muna eftir atburðunum Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum. 25. janúar 2025 14:28
Óttaðist um líf sitt Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 9. desember 2024 22:36