Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2025 15:22 Tom Homan ber titilinn „landamærakeisari“ Trumps og heldur utan um málefni landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó og aðgerðir gegn fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Hann stýrði innflytjenda og tollastofnun Bandaríkjanna (ICE) á fyrra kjörtímabili Trumps. EPA/JIM LO SCALZO Tom Homan, svokallaður „landamærakeisari“ Donalds Trump þvertók fyrir það í gærkvöldi að hafa tekið á móti poka fullum af peningum af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Tæpur mánuður er síðan fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá því að upptaka væri til af Homan taka við fimmtíu þúsund dölum af lögreglumönnum í dulargervi í fyrra. Það var Homan sagður hafa gert þegar hann gaf til kynna að hann gæti aðstoðað lögreglumennina við að verða sér út um arðbæra samninga við bandaríska ríkið. Þegar þetta gerðist var Homan á leið aftur í ríkisstjórn Trumps og hafði hann heitið því að fara í umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í umfangsmiklar brottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samkvæmt frétt NBC News frá því í síðasta mánuði voru starfsmenn FBI að rannsaka annan mann í Texas þegar sá sagðist vita til þess að Homan væri að taka við peningum í skiptum fyrir vilyrði um opinbera samninga í framtíðinni, ef Trump myndi vinna forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. Útsendarar FBI fóru í kjölfarið á fund með Homan í september í fyrra og eru sagðir hafa tekið hann upp taka á móti fimmtíu þúsund dölum í poka. Það samsvarar um sex milljónum króna, miðað við núverandi gengi. Stjórnendur dómsmálaráðuneytisins og FBI gerðu út af við rannsókn á Homan eftir að Trump tók við embætti. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, sagði í yfirlýsingu að greining á rannsókninni gegn Homan hefði leitt í ljós að hann hefði ekkert brotið af sér. Trump-liðar og Homan hafa í kjölfarið haldið því fram að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur. Fleiri fjölmiðlar ytra hafa sagt frá tilvist myndbandsins af Homan taka við peningunum en myndbandið sjálft hefur ekki litið dagsins ljós. Þá hefur aldrei orðið ljóst hvort Homan hafi skilað peningum, ef hann tók við þeim. Í frétt New York Times segir að peningarnir hafi verið í poka frá veitingakeðjunni Cave þegar Homan tók við þeim. Neitaði mánuði síðar Homan sjálfur hefur að mestu varist allra fregna frá því málið kom upp og eingöngu haldið því fram að hann hafi engin lög brotið. Það var svo í gær sem hann sagði í fyrsta sinn að hann hefði ekki tekið á móti umræddum peningum. „Ég tók ekki við fimmtíu þúsund dölum frá nokkrum,“ sagði hann á íbúafundi NewsNation í Chicago sem haldinn var í gær. Homan hélt því fram að fjölmiðlar væru ítrekað að skrifa níðgreinar um hann. Enginn talaði þó um að hann hefði tekið á sig mikla launalækkun við að koma aftur til opinberra starfa, eins og sjá má í upphafi myndbandsins hér að neðan. Hafa ítrekað neitað að svara spurningum Þetta er í kjölfar þess að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var ítrekað spurð á þingnefndarfundi í síðustu viku út í málið. Hún var meðal annars spurð hvort Homan hefði tekið á móti peningunum, hvort hann hefði skilað þeim, hvort hann hefði gert grein fyrir þeim á skattaskýrslu og ýmsu öðru. Öllum spurningum um málið neitaði hún að svara Svipaða sögu er að segja af talsmönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, Hvíta hússins og öðrum sem hafa verið spurðir. Hér að neðan má sjá öldungadeildarþingmanninn Sheldon Whitehouse spyrja Pam Bondi út í málið á fundi í síðustu viku. Þar vék hún sér undan því að svara öllum spurningunum með beinum hætti. JD Vance, varaforseti, var einnig spurður út í það hvort Homan hefði haldið peningunum í viðtali á sunnudaginn. Vance svaraði spurningunni ekki heldur sagði eingöngu að Homan „hefði ekki þegið mútur“. Þá sagði hann umræðuna um málið vera tilraunir til að koma óorði á Homan. George Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa skilið svar varaforsetans almennilega og spurði hvort hann vildi meina að Homan hefði ekki tekið við peningunum. „Hann þáði ekki mútur,“ sagði Vance. „Tók hann á móti fimmtíu þúsund dölum? Ég er viss um að í gegnum ævi hans hefur Tom Homan fengið meira en fimmtíu þúsund dali fyrir þjónustu sína. Spurningin er, gerði hann eitthvað ólöglegt? Það eru algerlega engar vísbendingar um að Homan hafi þegið mútur.“ Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa spurt að því og hófust smá deilur þeirra á milli þar sem Vance sagði meðal annars að ástæðan fyrir því að færri horfðu á þátt Stephanopoulos væri að hann hefði varið heilum fimm mínútum í samtali við varaforseta Bandaríkjanna að spyrja um þetta mál. Fréttamaðurinn sagðist ekki hafa verið að gefa neitt í skyn eða draga upp einhverja samsæriskenningu. Hann hefði hreinlega spurt hvort Tom Homan hefði tekið á móti fimmtíu þúsund dölum, eins og ku vera til á upptöku, og að Vance hafi ekki viljað svara spurningunni. Því næst þakkaði hann varaforsetanum fyrir og sleit útsendingunni, á meðan Vance reyndi að svara. STEPHANOPOULOS: I didn't insinuate anything. I asked you whether Tom Homan accepted $50k as was heard on an audio tape recorded by the FBI in September 2024. You did not answer the question. Thank you for your time.VANCE: No, George, I sai--STEPHANOPOULOS: We'll be right back pic.twitter.com/bj9qxaFIzk— Aaron Rupar (@atrupar) October 12, 2025 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Það var Homan sagður hafa gert þegar hann gaf til kynna að hann gæti aðstoðað lögreglumennina við að verða sér út um arðbæra samninga við bandaríska ríkið. Þegar þetta gerðist var Homan á leið aftur í ríkisstjórn Trumps og hafði hann heitið því að fara í umfangsmiklar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og í umfangsmiklar brottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Samkvæmt frétt NBC News frá því í síðasta mánuði voru starfsmenn FBI að rannsaka annan mann í Texas þegar sá sagðist vita til þess að Homan væri að taka við peningum í skiptum fyrir vilyrði um opinbera samninga í framtíðinni, ef Trump myndi vinna forsetakosningarnar í nóvember í fyrra. Útsendarar FBI fóru í kjölfarið á fund með Homan í september í fyrra og eru sagðir hafa tekið hann upp taka á móti fimmtíu þúsund dölum í poka. Það samsvarar um sex milljónum króna, miðað við núverandi gengi. Stjórnendur dómsmálaráðuneytisins og FBI gerðu út af við rannsókn á Homan eftir að Trump tók við embætti. Kash Patel, umdeildur yfirmaður FBI, sagði í yfirlýsingu að greining á rannsókninni gegn Homan hefði leitt í ljós að hann hefði ekkert brotið af sér. Trump-liðar og Homan hafa í kjölfarið haldið því fram að rannsóknin hafi átt sér pólitískar rætur. Fleiri fjölmiðlar ytra hafa sagt frá tilvist myndbandsins af Homan taka við peningunum en myndbandið sjálft hefur ekki litið dagsins ljós. Þá hefur aldrei orðið ljóst hvort Homan hafi skilað peningum, ef hann tók við þeim. Í frétt New York Times segir að peningarnir hafi verið í poka frá veitingakeðjunni Cave þegar Homan tók við þeim. Neitaði mánuði síðar Homan sjálfur hefur að mestu varist allra fregna frá því málið kom upp og eingöngu haldið því fram að hann hafi engin lög brotið. Það var svo í gær sem hann sagði í fyrsta sinn að hann hefði ekki tekið á móti umræddum peningum. „Ég tók ekki við fimmtíu þúsund dölum frá nokkrum,“ sagði hann á íbúafundi NewsNation í Chicago sem haldinn var í gær. Homan hélt því fram að fjölmiðlar væru ítrekað að skrifa níðgreinar um hann. Enginn talaði þó um að hann hefði tekið á sig mikla launalækkun við að koma aftur til opinberra starfa, eins og sjá má í upphafi myndbandsins hér að neðan. Hafa ítrekað neitað að svara spurningum Þetta er í kjölfar þess að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, var ítrekað spurð á þingnefndarfundi í síðustu viku út í málið. Hún var meðal annars spurð hvort Homan hefði tekið á móti peningunum, hvort hann hefði skilað þeim, hvort hann hefði gert grein fyrir þeim á skattaskýrslu og ýmsu öðru. Öllum spurningum um málið neitaði hún að svara Svipaða sögu er að segja af talsmönnum Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, Hvíta hússins og öðrum sem hafa verið spurðir. Hér að neðan má sjá öldungadeildarþingmanninn Sheldon Whitehouse spyrja Pam Bondi út í málið á fundi í síðustu viku. Þar vék hún sér undan því að svara öllum spurningunum með beinum hætti. JD Vance, varaforseti, var einnig spurður út í það hvort Homan hefði haldið peningunum í viðtali á sunnudaginn. Vance svaraði spurningunni ekki heldur sagði eingöngu að Homan „hefði ekki þegið mútur“. Þá sagði hann umræðuna um málið vera tilraunir til að koma óorði á Homan. George Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa skilið svar varaforsetans almennilega og spurði hvort hann vildi meina að Homan hefði ekki tekið við peningunum. „Hann þáði ekki mútur,“ sagði Vance. „Tók hann á móti fimmtíu þúsund dölum? Ég er viss um að í gegnum ævi hans hefur Tom Homan fengið meira en fimmtíu þúsund dali fyrir þjónustu sína. Spurningin er, gerði hann eitthvað ólöglegt? Það eru algerlega engar vísbendingar um að Homan hafi þegið mútur.“ Stephanopoulos sagðist þá ekki hafa spurt að því og hófust smá deilur þeirra á milli þar sem Vance sagði meðal annars að ástæðan fyrir því að færri horfðu á þátt Stephanopoulos væri að hann hefði varið heilum fimm mínútum í samtali við varaforseta Bandaríkjanna að spyrja um þetta mál. Fréttamaðurinn sagðist ekki hafa verið að gefa neitt í skyn eða draga upp einhverja samsæriskenningu. Hann hefði hreinlega spurt hvort Tom Homan hefði tekið á móti fimmtíu þúsund dölum, eins og ku vera til á upptöku, og að Vance hafi ekki viljað svara spurningunni. Því næst þakkaði hann varaforsetanum fyrir og sleit útsendingunni, á meðan Vance reyndi að svara. STEPHANOPOULOS: I didn't insinuate anything. I asked you whether Tom Homan accepted $50k as was heard on an audio tape recorded by the FBI in September 2024. You did not answer the question. Thank you for your time.VANCE: No, George, I sai--STEPHANOPOULOS: We'll be right back pic.twitter.com/bj9qxaFIzk— Aaron Rupar (@atrupar) October 12, 2025
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. 15. febrúar 2025 08:32