Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 06:50 Mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði fyrr í vikunni. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira