Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 06:50 Mikill eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði fyrr í vikunni. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann. Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu frá Slökkviliðinu í Fjallabyggð á Facebook seint í gærkvöldi. Mikill eldur kom upp í húsnæði fyrirtækisins Primex á Siglufirði á mánudagskvöldið og stóð slökkvistarf yfir alla nóttina og áfram á þriðjudaginn. Sjá einnig: „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Ljóst varð strax í upphafi að slökkvilið ætti umfangsmikið og erfitt verk fyrir höndum. „Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið og sjáanlegur á þriðju hæð hússins. Ákveðið var strax í upphafi að kalla eftir aðstoð frá Slökkviliði Dalvíkurbyggðar og Slökkviliði Akureyrar. Slökkvilið fékk upplýsingar strax í upphafi að enginn væri í húsinu. Umrætt húsnæði er stórt og flókið og var ákveðið að allt slökkvistarf færi fram utandyra og var enginn reykkafari sendur inn í húsnæðið,“ segir í færslu slökkviliðsins. Slökkviliðsmenn hvíla lúin bein á vettvangi.Slökkvilið Fjallabyggðar „Til allrar mildi var hagstæð vindátt og hlýtt þegar eldurinn kom upp. Mikinn reyk lagði frá eldsvoðanum og fór hann allur á haf út en ekki inn í þéttbýlið á Siglufirði. Svona verkefni verða aldrei leyst nema með góðri samvinnu allra aðila,“ segir ennfremur. Sérstakar þakkir færir Slökkviliðið í Fjallabyggð Slökkvili Dalvíkur, Slökkvili Akureyrar, Brunavörnum Skagafjarðar, Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Björgunarsveitinni Strákum, Björgunarskipinu Sigurvin, Slysavarnadeildinni Vörn á Siglufirði, sjúkraflutningamönnum HSN á Siglufirði, Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, BÁS og Rarik fyrir veitta aðstoð við slökkvistörf. „Þá vill slökkviliðsstjóri færa starfsmönnum, eigendum og aðstandendum þess fyrirtækis sem var með starfsemi í húsinu kærar þakkir fyrir mikilvæga aðstoð á vettvangi á erfiðum tíma,“ segir loks í færslunni. Þak húsnæðisins þar sem fyrirtækið Primex er með starfsemi stóð í ljósum logum.Slökkvilið Fjallabyggðar
Fjallabyggð Slökkvilið Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira