Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 00:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á viðburði í Hvíta húsinu þann 15. október. Hann hefur lengi eldað grátt silfur með Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Ap/John McDonnell Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira