Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 00:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á viðburði í Hvíta húsinu þann 15. október. Hann hefur lengi eldað grátt silfur með Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Ap/John McDonnell Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira